Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift
á hvert heimili í Snæfellsbæ, Grundarfirði,
Stykkis hólmi, Helgafellssveit og Eyja og
Mikla holts hreppi. Blaðið kemur út vikulega.
Upplag: 1.500
Áb.maður: Jóhannes Ólafsson
Prentun: Steinprent ehf.
Sandholt 22a, Ólafsvík
355 Snæfellsbæ
Netföng: jokull@steinprent.is
steinprent@simnet.is
Sími: 436 1617
Það voru ákveðinn tímamót hjá
bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
fyrr í júní þegar fundur bæjar
stjórnar var tekinn upp í fyrsta
sinn. Fundurinn var svo í kjöl
farið settur á netið þar sem fólk
gat horft á hann.
Bærinn fjárfesti nýverið í
græjum til þess að taka upp fund
ina og er stefnan sett á að fram
vegis verði allir fundir bæjarins
teknir upp og sýndir í beinni
útsendingu á internetinu.
Alls voru 28 dagskrárliðir á
dag skrá fundarins en þar ber
helst að nefna yfirferð yfir árs
reikning bæjarins 2019 sem og
fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Bæjarstjórnarfundir
framvegis í beinni
Það hefur verið mikið fjör hjá
krökkunum á leikjanámskeiði
Víkings síðustu daga og ýmslegt
skemmtilegt brallað. Alls eru um
50 börn á námskeiðinu.
Á mánudag fengu krakkarnir
að heimsækja slökkviliðið í
Snæfellsbæ. Þar skoðuðu þau
slökkviliðsbílinn og fengu svo að
að sprauta úr vatnsslöngunum.
Krakkarnir hafa einnig fengið
að fara á hestbak, hjólaferð og
sveitaferð svo eitthvað sé nefnt.
Leikjanámskeiðinu lýkur svo með
grillveislu og skemmtun næsta
föstudag.
Sjóstangveiðifélag Snæ fells
ness, SJÓSNÆ, stóð fyrir árlegu
móti sínu um síðustu helgi en
mótið stóð yfir frá fimmtudegi
til laugardags. Þar stunduðu
keppendur eljusamar veiðar frá
morgni til kvölds en haldið var
til veiða frá höfninni í Ólafsvík.
Að mótinu loknu var svo haldið
veglegt lokahóf í Röstinni á
Hellissandi.
Lokahófið í ár var ákaflega vel
mætt en um var að ræða 30 ára
afmælishóf félagsins. Alls mættu
um 70 sjóstangveiðimenn og
glöddust saman.
Veittar voru viðurkenningar og
verðlaun fyrir veiði helgarinnar
auk þess sem veislugestir gæddu
sér á veislumat og hlustuðu á
skemmti atriði.
Mikil almenn ánægja var með
helgina enda gekk veiðin vel
og þótti afmælishófið heppnast
ákaf lega vel. Mótið er eitt af fjöl
mörgum sjóstangveiðimótum
sem haldin eru á landinu ár hvert.
Næsta mót er á Patreksfirði um
næstu helgi en það er einnig
stærsta mót ársins.
Heimsóttu slökkviliðið Sjóstangveiðimenn
gerðu sér glaðan dag