Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Blaðsíða 6
Lionsklúbbur Ólafsvíkur færði leikskólanum Krílakoti góðar gjafir á dögunum. Færðu þeir leikskólanum ýmsar litlar gjafir sem vantaði eins og þeir orðuðu það og var það meðal annars tvo kassa af vinnuvélum, ísgerðavél, læknadót og fleiri leikföng sem nýtast munu leik­ skólabörnunum vel. Á myndinni er Óskar Ingi Inga son ritari Lionsklúbbs Ólafs víkur að afhenda Ingigerði Stefáns dóttur leikskólastjóra gjaf irnar. Gjafir til leikskólans Krílakots Víkingur lék sinn fyrsta alvöru keppnisleik á árinu 2020 um síð­ ustu helgi þegar liðið heimsótti Þrótt Vogum í bikarkeppninni. Leikurinn reyndist okkar mönn um erfiður en að lokum vannst 2­1 sigur þar sem spænski fram herjinn Gonzalo Zamorano Leon skoraði bæði mörk Víkings í leikn um. Nú þegar hefur verið dregið í næstu umferð bikarkeppninnar og ljóst er að þar mætum við nöfnum okkar í Víkingi Reykjavík. Sá leikur fer fram fimmtudaginn 25. júní en áður en að þeim leik kemur mun Víkingur Ó. mæta Vestra í 1. umferð Lengju­ deildarinnar. Á dögunum var Halldór Stein­ grímsson ráðinn þjálfari bæði karla og kvennaliða Snæfells í körfubolta. Við á Jökli heyrðum í Halldóri og ræddum við hann um nýja starfið. “Flutningarnir vestur leggjast vel í mig. Ég er að flytja hingað frá Höfn í Hornafirði sem er alveg hinum megin á landinu, en það er styttra að skreppa í bæinn núna,” segir Halldór. Það hefur reynst vel áður að fá þjálfara vestur á Snæfellsnes frá Höfn. Seinasti maður til að gera það var Ejub Purisevic sem kom til Víkings Ó frá Höfn og stýrði knattspyrnuliði Víkings með afar góðum árangri í 17 ár. “Það er rétt hjá þér. Sagan er greinilega mín megin í þessu,” sagði Halldór kátur með þessa staðreynd. Hann segist sammála því að verkefnið sem hann sé að taka að sér, að þjálfa liðin í Stykkishólmi, sé afar krefjandi. “Þetta er mjög krefjandi verkefni bæði karla og kvennamegin. Bæði liðin eru mjög ung og kvennamegin erum við fámenn. Við þurfum að styrkja okkur með íslenskum og erlendum leikmönnum á sama tíma og við byggjum upp lið með kjarna héðan af svæðinu. Við erum að vinna eftir langtímaplani og ég sé fyrir mér að hér sé hægt að gera góða hluti á næstu 3­5 árum.” Aðspurður um markmið fyrir næsta tímabil segir Halldór að spurninginn sé ekki tímabær. “Það er eiginlega of snemmt að segja til um það núna enda ekki komin almennileg mynd á leikmannahópinn. En það er alveg ljóst að við viljum gera betur með karlaliðið sem var í botnbaráttu í 1. deildinni í fyrra sem og að halda kvennaliðinu í fremstu röð.” Víkingur áfram í bikarnum Viljum gera betur

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.