Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Page 5

Bæjarblaðið Jökull - 18.06.2020, Page 5
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ásamt umhverfis­ og skipu lags­ nefnd Snæfellsbæjar og bygg­ ingar full trúa buðu íbúum til um hverfis rölts í síðustu viku, þar sem full trúar bæjar stjórnar og um hverfis­ og skipu lags nefndar ásamt bæjarstjóra og byggingar­ full trúa, gengu með bæjarbúum um svæði í bænum og ræddu það sem betur má fara ásamt því að skoða lausnir til úrbóta. Dagskráin hófst á því að gengið var um Hellissand mánudaginn 8. júní, þriðjudaginn 9. júní var gengið um Rif og dagana 10. og 11. júní var gengið um Ólafsvík. Mjög góð þátttaka var alla dagana og margar góðar ábend­ ingar sem komu fram, enn er hægt að koma ábendingum á framfæri með því að senda í tölvupósti í netfang bæjarins snb@snb.is eða til umhverfis­ og skipulagsnefndar. Meðfylgjandi mynd var tekin fjórða og síðasta daginn þegar gengið var um Ólafsvík austan Grundarbrautar. Umhverfisrölt um þéttbýli Snæfellsbæjar Auglýsingaverð í Jökli Heilsíða 34.440 +vsk Hálfsíða. 24.570 +vsk 1/4 úr síðu 14.595 +vsk 1/8 úr síðu 11.340 +vsk 1/16 úr síðu 8.505 +vsk Opið hús var í leikskólanum Krílakoti á síðasta fimmtudag. Margt var gert til skemmtunar á opna húsinu og þann dag voru þau börn sem hefja skólagöngu í haust útskrifuð við hátíðlega athöfn. Við þetta tækifæri voru leikskólanum voru afhentar góðar gjafir bæði frá Lionsklúbb Ólafsvíkur sem og foreldrafélagi leikskólans en það færði leikskólanum hoppubolta og segulkubba. Gafst foreldrum og öðrum velunnurum tækifæri til að koma í heimsókn og skoða leikskólann. Grillaðar voru pylsur fyrir gesti sem þeir gæddu sér á í góða veðrinu sem lék við háskólastúdenta sem vonandi bíða spenntir eftir haustinu og grunnskólagöngunni. Útskrifað úr Krílakoti

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.