Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Qupperneq 42

Bæjarblaðið Jökull - 22.12.2020, Qupperneq 42
Sendum viðskiptavinum okkar og Snæfellingum öllum bestu jóla og nýárskveðjur. Ágúst hættur að sjá nokkur kennileiti sem hann kannaðist við. Hann bað því Elínu að bíða hjá hestunum og ætlaði að fara aðeins ofar og gá hvort hann sæi þúfu eða stað svo hann gæti áttað sig á staðháttum áður en þau héldu áfram. Hann gekk því af stað með ekkert nema staf til að reyna að finna réttu leiðina. Ekki vildi betur til en svo að hann hrapaði fram af klettum. Í fallinu barðist stafurinn í höfuð hans svo hann rotaðist um stund, en slapp þó stórslysalaust og rankaði við sér nokkru síðar. Fyrst reyndi hann að finna Elínu og hestana aftur, en fann þau ekki. Þá hafði hann þó áttað sig á hvar hann var og fór með hraði að Búðum til að fá hjálp. Ágúst komst að Búðum um klukkan fjögur þann 17. des em­ ber og lét vita af því að Elín væri ein á heiðinni með hestana og póstinn. Haft var samband við menn á næstu bæjum og hringt til Ólafsvíkur eftir aðstoð við leit. Það fóru 19 menn á heiðina Fróðármegin og 11 úr Staðarsveit til að leita. Ágúst sjálfur var ekki í standi til að taka þátt í leitinni og þurfti því að bíða milli vonar og ótta á Búðum eftir fréttum. Dimm þoka var þá komin á heiðinni, en um klukkan 10 það kvöld fundu mennirnir Elínu, kalda og blauta en heila á húfi. Þeir færðu hana í þurr föt, gáfu henni mat og komu henni suður að Búðum þá um nóttina. Ágúst póstur sinnti starfi sínu vel og fór ófáar ferðirnar yfir Fróðárheiði í öllum veðrum. Hann þótti mikill garpur og orti Refur bóndi um hann þessa vísu sem lýsir þessari svaðilför hans vel. Þegar kaldur þaut um láð Þungur vetrar gjóstur Ágúst sýndi orku og dáð Ólafsvíkurpóstur. – höf. Refur Bóndi (Bragi Jónsson) Það er ekki lengra en svo frá þessum atburði að enn er fólk í samfélaginu okkar sem man vel þessa tíma þegar lífsbaráttan var hörð og fólk gat orðið úti við að fara á milli bæja. Í dag eru viðfangsefni fólks oft ekki ólík því sem þá var, en aðstæður eru allt aðrar. Með samgöngu­ úr bótum og framþróun í tækni þarf ekki að óttast veðrið með sama hætti og var fyrr á tímum. Nú veldur magnið af pökkum meiri áhyggjum fyrir póstinn, en það að samgöngur hamli för. Það er bæði gagn og gaman að kynna sér söguna og þekkja hvernig þeir fóru að sem ruddu brautina á undan okkur, svo við getum notið þeirra lífsgæða sem við njótum nú. Dagbækurnar hans afa, þessi saga og svo margar aðrar sögur segja okkur líka að samfélagið í Snæfellsbæ var ekki sameinað 1994, heldur hefur byggðin hér á Snæfellsnesi beggja megin heiðar alltaf átt samleið og sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það er gaman að keyra yfir nýja veginn á Fróðárheiði og hugsa um það hve miklar framfarir hafa orðið síðastliðna áratugi og hvað við höfum það gott sem hér búum. Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, Böðvarsholti Formaður Sagnaseiðs á Snæfells- nesi www.peopleoficeland.is snaefellsnes@peopleoficeland.is Útgáfa Jökuls á næstunni Jökull kemur ekki út milli jóla og nýárs. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 7. janúar Snæfellingum óskum við gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu. Við óskum öllum Snæfellingum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Þökkum starfsfólki okkar og viðskiptavinum samstarfið á árinu sem er að líða.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.