Úrval - 01.07.1981, Side 32
30
ÚRVAL
stéttina í milli eins og hún væri ekki
til og alveg út til vinstri.
, Jæja væni, nú veit ég hvað þú ert
að fara,” tautaði Barney, en augun
stóðu á stilkum. Hann deplaði þeim
ekki einu sinni. Kannski hann gæti
teygt nóg úr beygjunni til að sleppa.
Það var eina vonin. Hraðinn var svo
mikill að hann sá ekki skýrt. Og hann
byrjaði ekki að snúa stýrinu fyrr en
hann var viss um að hægri hjólin á
flutningavagninum væru líka komin
yfir.
Hann beygði aðeins en hélt svo
beinni stefnu alveg út á öxlina, fast
upp að klettaveggnum handan við
mjóan, grunnan frárennslisskurðinn.
Aftur upp á steypuna. Yfír milli-
stéttina aftur — það fannst varla
hnykkur. Út á hina öxlina. Hann
fann einhverja ókyrrð á samstæðunni.
Ef honum mistækist um hársbreidd
myndi hann velta eða samstæðan
skellast saman eins og vasahnífur og
hann kremjast eins og lús undir nögl í
ekilshúsinu. Hann hélt niðri í sér
andanum og beið.
En nú var hann kominn niður úr S-
beygjunni og framundan var bein
braut. Álagið braust fram í
öskri. Langt fram undan, þarna niður
frá, blikkaði rauða ljósið á lögreglu-
bílnum. Barney fannst langt síðan
hann hafði hugsað til hans eða tekið
eftir honum. Andartaki seinna
hentist hann fram hjá lögreglu-
bílnum þar sem hann stóð úti á vegar-
öxlinni. Hann blikkaði ljósunum í
kveðjuskyni. Áfram fram hjá
veitingahúsunum við veginn. Fólkið
stóð utan við bílana og glápti, með
gosflöskur og hálfétna hamborgara í
höndunum. Tíu kílómetrum lengra
niðri í dalnum, þar sem vegurinn var
aftur orðinn láréttur, skrapaði hann
dekkjunum við gangstéttina.
Samstæðan hægði á sér. Loks nam
hún alveg staðar.
Barney settist út á þrepið. Hann
skalf allur og nötraði. Fötin voru
klesst við hann og hann fann svitann
streyma eftir hörundinu. ,,Hæ,”
tókst honum að segja þegar Joel kom
gangandi til hans. Brosið á andliti
Joels var eins og hann berðist við að
halda aftur af flökurleika. Alveg eins
og Barney leið.
Joel settist hjá honum. Þeir sátu
góða stund þegjandi. ,,Hvers vegna
stökkstu ekki þegar þú varst búinn
að koma stráknum út heilu og
höldnu?” spurðijoel að lokum.
,,Af hverju varst þú ekki kyrr á
fæðingardeildinni?”
Þeir sátu enn lengi þegjandi. Loks
stóðu þeir upp. ,,Það varð strákur,
Barney,” sagði Joel, og brosið var
orðið alvörubros.
,,Neih, ég óska þér til
hamingju,” sagði Barney ög rétti
fram höndina. Og þá, þótt fæturnir
væru enn óstyrkir undir honum, fór
honum að líða vel annars staðar. Bara
reglulega vel. ★