Úrval - 01.07.1981, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
vöktum þjást stöðugt af því sem í
fluginu hefur verið kallað ,,þotu-
þreyta” (jet lag), auk þess sem þeir
missa sambandið við vini og
kunningja og vita minna um
fjölskyldu sína yfir daginn en þeir
sem vinna „eðlilegan” vinnutíma.
Ýmsir sérfræðingar halda því fram
að næturvaktafólkið sé á hættulegri
braut. Enginn veit nákvæmlega
hvaða áhrif næturvinna hefur á
líkama og sál en vísindamenn hafa
leitt líkur að því að vaxandi tíðni
næturvinnu haldist í hendur við
íjölgun geðrænna og tilfinningalegra
kvilla. ,,Við sendum fólk af handa-
hófi til að vinna á öllum tímum sólar-
hrings í kringum vélar sem ekki
þreytast,” segir Wilse B. Webb,
sálfræðingur við University of
Florida. „Lífeðlisfræðileg náttúra
mannsins er beitt harðrétti með óeðli-
legu móti og allt venjulegt
hegðunarmunstur, svo sem tengsl við
fjölskyldu og samfélag, líður fyrir
það.”
Eitt stöðugt einkenni er slæmur
svefn. Rannsóknir sýna að þeir sem
vinna næturvaktir sofa skemmri tíma
en þeir sem vinna á dagvöktum og
að svefn þeirra er ekki jafnendurnær-
andi. Einnig er mjög algengt að þeir
sem á næturvöktum vinna þjáist af
hvers konar meltingaróreglu. Ástæða
til þess getur meðal annars verið
ónógur svefn en einnig sú staðreynd
að næturvaktafólk neytir áfengis,
kaffis og tóbaks í meira mæli en þeir
sem vinna á daginn en sofa á
nóttunni. Áberandi fylgikvilli,
sálræns eðlis, sem fylgir nætur-
vöktunum er vaxandi ótryggð milli
þeirra sem næturvaktir stunda og
maka þeirra.
Fram að þessu hefur þó engin
rannsókn leitt í ljós að fólk sem
vinnur á „óeðlilegum tímum” sé
skammlífara en annað fólk.
Frakkar hafa um skeið haft
áhyggjur af áhrifum næturvakta á
fólkið og hvetja nú eindregið til þess
að vaktir séu látnar ganga til skiptis
og eru að reyna að banna fastar
þrískiptar vaktir á sjúkrahúsum þar
sem hver vakt vinnur aðeins
ákveðinn hluta sólarhringsins og
aldrei annan. Vel má vera að verka-
lýðsfélög taki þetta atriði upp á arma
sína með kröfu um vaktir sem gangi
ákveðinn hring þannig að allir verði
einhvern tíma á hverri vakt þrískipts
vaktasólarhrings en enginn verði
fastur á næturvaktinni.
Eftir því sem vísindin leiða fleira
fram í dagsljósið um næturvaktirnar
er líklegt að fólkið sjálft og samtök
þess geri strangari kröfur hvað varðar
skiptingu vinnutíma.
Fortune
EKKIERU
TÖLURNAR EFNILEGAR!
Ungbarnadauði og meðalævi fólks
er hvort tveggja talið nákvæmur
mælikvarði á félagslegar og efnalegar
aðstæður. Miðað við þennan mæli-
kvarða hallar nú ört undan fæti fyrir