Úrval - 01.07.1981, Blaðsíða 37

Úrval - 01.07.1981, Blaðsíða 37
SUMARIÐ HENNAR LÍSU FRÆNKU 35 ekki að Mike hitti þá Lísu Noah sem ég bjóst við að finna í þessu ófélega húsi með brúnu línóleumgólfunum og handriðum um allt og hjólastólum og gamalmennaþef. Hún sat við gluggann í nýstroknum bláum og bleikum inni- slopp — Lísa Noah í innislopp! Ég faðmaði hana, fann fyrir mjóum, viðkvæmum beinunum brothættum eins og eldspýtum og fór að skæla. Hún var gjörómöguleg í þessum fáránlega búningi. Og hárið á henni var óhreint að sjá og gulgrátt, greitt í gamalmennahnút. „Mikið er gaman að sjá þig,” sagði ég, en það var bæði satt og lygi. ,,Ekki getur það nú verið mikið gleðiefni,” sagði hún sjálfri sér lík. En hún horfði fram hjá mér. ,,Hvar er — hver er . . .” Hún hætti og hleypti í brýrnar. ,,Ég get engu komið óbjöguðu út úr mér,” sagði hún svo og klappaði óþolinmóð á giftingarhringinn sinn. Hún mundi að ég var gift en ekki nýja nafnið mitt. Ég sagði henni það en gat ekki fengið mig til að segja að mig langaði að láta Mike hitta hana. Hvers vegna hafði ég þá ekki komið með hann? En hún eyddi því. ,,Ég er ekki klædd til að hitta hann,” sagði hún. „Hvernig líst þér ástássfötin mín? Chanel, held ég.” ,,Þau eru hræðileg,” sagði ég af einlægni. ,,Þú ert ekki tilbúin til að vera gamalmenni ennþá.” Og um leið flaug mér í hug hvort nokkur væri það nokkurn tíma og nú, þegar ég er komin allmiklu nær því sjálf, er ég enn að velta því fyrir mér. Því fólk gengur út frá því að maður sé skropp- inn saman í eitthvað innan í sér í stíl við hvítt hárið og hrukkurnar ytra en ég þori að veðja að svo er ekki. Maður fær ekki öðruvísi tilfínningar — það vita allir. Ég skildi Lísu frænku vel þegar hún lyfti einum lokk og sagði með fyrirlitningu: „Þetta er ekki ég. Ég er með þykkt, dökkt hár. ’ ’ ,,Ég veit,” sagði ég, og fann að henni var það nokkurs virði að ég vissi það. En í sömu andrá vorum við farnar að ræða mikilvæga hluti eins og alltaf áður. Eins og hvað rímar við sjónvarpsloftnet? Hvernig er engu- aðsíður á litinn? Hvers vegna þykir ekki hæfa að gamlar konur bölvi, þær sem hafa svo mörgu að bölva? ,Já, og meira en það,” sagði hún. „Vissirðu að við erum í alvöru prðfaðar til að vita hvort við höfum enn nóga heilastarfsemi til að geta ofið þessa andstyggðar pottaleppa? Maður er spurður: ,,Hver er forseti? Hvað er upp? Hvaða dagur er í dag?” Hún þagnaði. „Hvaða dagur er í dag?” spurði hún hægt. Við horfðum bara hvor á aðra. Tikkið í vekjaraklukkunni var farið að hafa hátt. Það var orðið framorðið. Lísa Noah gekk með mér út í glerhúsið utan um veröndina. Loftið þar inni var rakt og máttlausar, grænar druslur löfðu úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.