Úrval - 01.07.1981, Qupperneq 42

Úrval - 01.07.1981, Qupperneq 42
40 ÚRVAL malarstígnum við húsið, birtist milli greinanna á klifurtrénu sínu og stökk að lokum niður af girðingunni. Augu hans voru gullgul; augnaráð hans var hvasst, eins og augnaráð uglu, en stöðugt og óttalaust. Það var alltaf ég sem leitfyrrundan. Hann var enn á unglingsárum þegar hann fann upp á að koma og bíða mín við dyrnar. Þrír hundar fóru á undan mér út um dyrnar og hentust út í morguninn og fældu burt árris- ula fúgla og óvarkára ketti. En Varð- kötturinn, eins og ég var farin að kalla hann, var kyrr á sínum stað, svo gekk hann með rófuna sperrta á undan mér að girðingunni, eyrun voru sleikt aftur vegna nærveru hund- anna. Systkini hans biðu í skjóli eftir því að dyrunum hefði verið lokað áður en þau komu til að borða. Nema Varðkötturinn. Hann hóf máltíðina án þess að líta um öxl. Fyrsta sumrinu eyddi hann í gönguferðir um engið, hann vomaði þar til honum var ískalt yfir íkornaholum og þvældist á milli nautgripanna. Við hittumst stundum og þá fylgdi hann mér, skref hans voru alltaf ákveðnari en mín. Það var eins og hann þyrfti að ná þeim stað sem ég ætlaði til á undan, svo fór hann dálítið lengra að sínum ákvörðunarstað. Hann var frjáls; og hann notaði frelsið takmarkalaust; hann virtist líka vera dálítið greindari en við hin vorum. í lok janúarmánaðar rigndi í heila viku. I slíku veðri héldu útikettirnir sig uppi í rjáfrum eða tómum jötum, en þeir birtust í morgunmat þrátt fyrir hellidembu. í þrjá daga var Varðkötturinn týndur. Ég hafði ekki áhyggjur. Hann hafði skroppið í ferðalög fyrr. En á þriðjudagsmorgni, þegar ég opnaði bílskúrinn, heyrði ég vælið í honum. Svo kom ég auga á hann. Hann kom í átt til mín, í gegnum regnið, hann gekk á vinstra framfæti og hægra afturfæti og notaði særðan hægri framfótinn eins og hækju. Vinstri afturfóturinn sem hékk um tommu frá jörð var óþekkjanleg drusla af beinum og skinni. Ég fór með hann inn í hús, pakkaði honum inn í handklæði og hélt honum upp að bringunni til að hlýja honum. í gegnum handklæðið heyrði ég hann mala. Þá vafði ég utan af honum og athugaði sár hans gaumgæfilega. Hægri framfóturinn var farinn að bólgna upp vegna sýkingar. Vinstri afturfóturinn var svo brotinn að hann hékk á skinninu eins og illa gerður skúfur. Ég bar hann að bílnum, ók í þéttri rigningunni að dýraspítalanum og lagði hann í arma læknisins. Varðkötturinn hvarf inn í skoðunar- herbergið með lækninum, á meðan gaf ég aðstoðarstúlkunni upplýsingar um mig og köttinn. ,,Hvað heitir kötturinn?” spurði hún. , ,Hann heitir ekkert. ’ ’ Hún leit óviss á mig. Hvernig gat ég útskýrt fyrir henni að Varðköttur- inn þyrfti ekkert nafn? Við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.