Úrval - 01.07.1981, Side 55
53
Tugþúsundir manna víða um heim ganga með gervi
augasteina. I Sovétríkjunum fara árlega fram um 3000
ígræðslur augasteina. Um 2000 þeirra eru framkvæmdar
á tilraunastofnuninni í augnskurðlækningum í Moskvu
sem prófessor Svjatóslav Fjodorov, forseti alþjóðasamtaka
augnsjúkdómafræðinga, veitirforstöðu.
,,ÉG SÉ!
ÉG SÉ GREINILEGA!”
— Ljúdmíla Lópartlna -
PPHROPUNIN, sem
notuð er sem fyrirsögn á
þessa grein, heyrist oft af
vörum sjúklinga eftir að
þeir hafa gengist undir
augnuppskurð á tilraunastofnuninni
hjá prófessor Svjatóslav Fjodorov.
Fólk, sem hefur verið blint árum
saman af völdum vagls, gláku eða
annarra alvarlegra meina, fær sjónina
aftur.
Tilraunastofnunin í Moskvu er
orðin ein af miðstöðvum augnskurð-
lækninga í Sovétríkjunum.
Sérfræðingar hennar vinna að rann-
sóknum á fjölmörgum vandamálum á
sviði augnsjúkdómafræði.
Undraverðir gerviaugasteinar
Vagl eða ský á auga, sem er út-
breiddur augnsjúkdómur, orsakast af
því að augasteinninn er vannærður,
þetta einstæða sköpunarverk náttúr-
unnar sem hvorki hefur æðar né
taugar. Til þess að lifa sýgur auga-
steinninn í sig næringu úr vökvanum
er umlykur hann. En berist
minnsti snefill af eiturefnum inn í
vökvann „kafnar” augasteinninn og
verður dimmur. Vagl má rekja til
margs konar orsaka: truflunar á efna-
skiptum líkamans, smitunar,
ellihrörnunar og meira að segja getur
verið um arfgengi að ræða.
I Sovétríkjunum einum saman eru