Úrval - 01.10.1982, Blaðsíða 19
KORKUR, GULLKVÖRNIN í TRJÁNUM
17
fars. Nýlega gegndi hann litlu en þó
iífsnauðsynlegu hlutverki í
geimskutlunni Columblu.
Framleiðendur óttast nú að kork-
framleiðslan, eins takmörkuð og hún
er jarðfræðilega, komi ekki til með að
fullnægja eftirspurn. í framleiðslu-
löndum korks er farið að horfast í
augu við vandann, Spánn og Italía
hvetja til gróðursetningar nýrra lunda
og vonast er til að aðrar þjóðir fari að
dæmi þeirra.
Tilhugsunin um korkskort fannst
mér fjariægur möguleiki þegar
rökkrið færðist yfir Alentejo-frum-
skóginn. Ömur radda verkamann-
anna og taktföst högg axa þeirra voru
hljóðnuð. Ég sat og hallaði mér upp
að trjábol, dró korkrappa úr flösku
með víni staðarins og drakk þessum
endurnýjunarhæfu trjám og einstöku
framlagi þeirra til líts okkar hljóða
I matarboði komst Daniel Webster, málfræðingurinn snjalli, að
því að húsmóðirin var af þeirri gerðinni sem sífellt nauðar í gestum
sínum hvort þeir hafi nú fengið nóg að borða, hvort þeim þyki þetta
eða hitt ekki gott, hvort þá langi ekki í svoiítið meira af þessu eða
vildu eitthvað annað frekar og svo framvegis.
,,Þér hafið varla bragðað bita, herra Webster,” sagði hún í hundr-
aðasta sinn.
,,Frú mín,” sagði Webster hátíðlega, „leyfið mér að fullvissa yður
um að stundum borða ég meira en í önnur skipti, en aldrei minna.
Ungur piparsveinn var nýfluttur í fyrsta húsnæði sitt og spurði
móðurlega nágrannakonu sína hvernig ætti að fara að því að búa til
kaffi. Hann fékk upplýsingar um það og hélt glaður leiðar sinnar.
Nokkrum dögum síðar spurði hún hann hvernig gengi að hellaupp
á. , Ja,” svaraði hann, ,,í fyrstu gekk allt vel en upp á síðkastið hefur
það ekki verið gott. Hve oft á að skipta um kaffi?”
R.T.H.
íslendingur í London fór að sjá Músagildruna, leikrit eftir samnefndri
sakamálasögu Agötu Christie. Þegar hann borgaði leigubílinn lét
hann, eins og Islendingar gera stundum, undir höfuð leggjast að gefa
þjórfé. Þegar hann hélt svo í átt að leikhúsdyrunum æpti leigubíl-
stjórinn illskulega á eftir honum: ,,I leikritinu var það leynilögga
sem gerði það! ’ ’