Úrval - 01.10.1982, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
Ég komst ekki hjá að bera þetta
saman við aðferðir bandarísku stjórn-
arinnar. Bandarískir embættismenn
voru eins og séntilmenn sem flýta sér
að kveikja í sígarettu fyrir dömuna en
tala í rauninni ekkert við hana. Þeir
héldu okkur utan við allar efnislegar
umræður um aðferðir til að frelsa
gíslana, eins og enginn sem ætti
verulegra tilfinningalegra hagsmuna
að gæta í málinu gæti haft neitt af
viti fram að færa.
Helmut Schmidt taldi að á þessu
stigi væri ekki rétt að beita banda-
rísku hervaldi gegn íran. Það gæti
haft mjög alvarleg áhrif og ef til vill
kostað miklu fleiri saklaus mannslíf
cn gíslanna. Hann hafði mikiar
áhyggjur af því að írönum yrði þrýst
nær Sovétríkjunum og þannig flýtt
fyrir því að róttækir aðilar næðu
tökum á Miðausturlöndum. Honum
þóttu íranskir öfgasinnar fitna um of
á umfjöllun bandarískra fjölmiðla um
málið og að Carter forseti hefði rutt
þeirri umfjöllun braut með því að
viðurkenna hve þungt það hvíldi á
honum. „Segðu Jimmy vini mínum
að þurrka þetta út af forsíðunum,”
sagði Schmidt.
Þegar ég spurði hvort rétt væri af
mér að andmæla, ef Carter ætlaði að
grípa til valdbeitingar, brást Schmidt
mjög hart við. ,,Allra mikilvægast er
að ekkert sé gert sem lítillækkað geti
Bandaríkjamenn,” sagði hann.
,,Gerið allt sem þið getið til að beita
áhrifum ykkar en bcitið ekki beinum
andmælum,” sagði hann.
Þetta var sérstaklega góður dagur
og þegar ég kom aftur í krána rétt
utan við Bonn, þar sem ég gisti, fékk
ég mér að borða og fór svo beint í
rúmið. Ég vaknaði fyrir dögun og fór
í rólegheitum að búa mig því ég var
að fara í viðtal. Sfminn hringdi um
háifáttaleytið. Það var sjónvarpsþátta-
framleiðandi í New York að spyrja
hvort ég hefði heyrt fréttirnar.
,,Hvaða fréttir?” spurði ég og
reyndi að vera róleg en hugurinn
flaug að fréttunum sem ég hafði verið
að vonast eftir síðan í nóvember. I
sama bili var barið að dyrum hjá mér.
Það var fréttamaður sem var í ferð
með okkur. „Barbara,” byrjaði
hann. ,,Ég veit ekki hvernig ég á að
segja þér þetta. I nótt. . . ”
Þannig frétti ég af bandaríska
,,björgunarleiðangrinum” sem mis-
tekist hafði og kostað átta mannslíf. I
fyrsta sinn síðan þetta erfiðleikatíma-
bil hófst fannst mér að tilfinningar
mínar ætluðu að verða skynseminni
yfirsterkari. Þessi átta mannslíf voru
hryggileg sóun. Ég varð miður mfn af
sektarkennd og sorg. Það hefði verið
nógu slæmt að gíslarnir hefðu látið
lífið ef einhverjir þurftu á annað borð
að tortímast fyrir þessa deilu. En
þarna höfðu farist átta menn,
ótengdir þeim sem sátu í gíslingu —
átta óviðkomandi fjölskyldur í sárum.
Ég fór inn í baðherbergið til að fela
tárin fyrir fréttamanninum. Tárin
spruttu af vanmætti ekki síður en
hryggð; af því hve fólkið er bjargar-
laust frammi fyrir örlögum sínum.