Úrval - 01.10.1982, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
þétt, lyktarlaust, óeitrað, bragðlaust,
teygjanlegt, notalegt viðkomu,
þægilegt til að ganga á og stenst vel
allt slit og eld.
Luis Velasco Fernández, forstöðu-
maður korkdeildar landbúnaðarrann-
sóknarstofnunarinnar í Madrid, út-
skýrir þessa frábæru og fjölbreyttu
eiginleika: „Hinar örsmáu korksellur
eru eins og blöðrur sem pressast
saman við þrýsting en fá aftur
upprunalega stærð þegar þrýstingur-
inn hverfur. Þegar korkur er skorinn
er yfirborðið sem sést aragrúi sam-
þjappaðra hálfhnatta og er hver
þeirra eins og sogskál. Þessir örsmáu
sogbollar gefa korkinum sína stór-
fenglegu eiginleika, hvort sem þeir
eru blautir eða þurrir, hreinir eða
kámugir.”
Limmikil sígræn korkeik með gljá-
andi sagtenntum laufum er, þegar
árin færast yftr hana, eins og gamall og
slitinn maður. Sterkleg lögunin gefur
endurnýjunarhæfileikann til kynna,
sjúkdómar herja sjaldan á tréð og
þegar ungt tré er fellt skýtur stubbur-
inn, sem eftir er, út öngum sem hægt
er að taka og planta annars staðar.
Þessi tré eru lengi að þroskast en
vaxa yfirleitt villt í sendnum jarðvegi
og þurfa litla umhirðu. Korkeikur
þurfa þurr sumur og raka vetur og
sjórinn — sérstaklega Miðjarðarhafíð
— verður að vera einhvers staðar
nærri. Hæð frá sjávarmáli er heppi-
legust allt að 1000 metrar. Þó tréð
vaxi allt norður á Bretlandi hafa til-
raunir til að rækta það í gróðaskyni í
öðrum löndum en Portúgal, Spáni,
Ítalíu, Frakklandi og Norður-Afríku
mistekist hingað til.
Einstæður eiginleiki ,,krókódíls-
húðar” trjábarkarins var fyrst hag-
nýttur af fornum menningarþjóðum
við Miðjarðarhaf. Notuðu þær börk-
inn fyrir sóla á ilskó, tappa í tunnur
eða brúsa og jafnvel býflugnahús.
Eitt furðulegasta notagildi korksins
var upphugsað af Bretum á 17. öld
þegar þeir gerðu fyllingu úr korki og
komu henni fyrir í munni til að fylla
út í kinnar þar sem vantaði tennur.
Nú á dögum er korkur notaður í
svo margvíslega framleiðslu sem
kampavínstappa, skófatnað, góif-
dúka og hitaverjur á geimskipum.
Blandaður gerviefni gerir korkur
ýmsar þéttingar í bílum olíuþolnar.
Byggingamenn nota hann milli sam-
setninga á bitum til að draga úr
titringi í skýjakljúfum. Korkur sér
listamönnum fyrir „Spánarsvörtu”
litarefni, fuglaskyttum fyrir gervi-
öndum, íþróttasinnuðum fyrir
skjöldum í píluleik, borðtennisspöð-
um, handföngum á veiðistangir og
kjölfestu í badmintonflugur.
Þar sem frumskógur korkeika hefur
stækkað hefur framleiðsla korks
meira en fjórfaldast síðan árið 1900.
Lönd korkeikanna, sem rækta
eikurnar á yfir tveim milljónum
hektara, berjast við að halda meðal-
framieiðslu á ári í um 400.000
tonnum sem samkvæmt markaðs-
verði í fyrra þýða 2.000 milljón
sterlingspunda verðmæti.