Stormur - 01.04.1944, Síða 7
Stormur
1
~Urn JV[innlsvaróa Lan.dnerno.nrLa
Hvað ætlum við okkur með iðavelli? Mér finst Hað vera ógerning-
ur að láta þetta indæla pláss ganga úr greipum okkar, eins og svo
margt annað hér innan bygðarinnar. Eins og garðurinn er nú, og
hefir verið fram að þessum tíma, er hann að mjög litlu gagni og
okkur lítt til sóma.
En mikið er hægt að gera, ef margir taka saman höndum og hjálp-
ast að til að byggja upp garðinn og fegra. Mín hugmynd er sú, að
hann gæti orðið sá. merkilegasti minnisvarði sem mögulegt væri að
reisa íslenzku landnemunum hér í Nýja íslandi, — al-£slenzkur
blettúr þar sem íslendingah gætu komið saman sér til ánægju og
uppbyggingar. Stað'orinn er eins ákjósanlegur og hægt er að hugsa
sér. Auðvitað yrði mikill kostnáður við að byggja hann upp svo
hann yrði sæmilegur til hátíðahalda. En íslendingar hafa aldrei
legið á liði sínu, ef leitað hefir verið til beirra til stuðnings
góðum málefnum, h.vað þá ef það væri fyrir annað eins .fyrirtæki
innan' þeirra eigin sveitar.
Mér datt í hug hvort ekki mætti reisa lítinn skála eða hús, þar
sem væru greipt eða skrautrituð nöfn fyrstu landnemanna; það mætti
skifta beim í fiokka, eftir því sem landnám hófst við hin ýmsu
pósthús. Seinna mætti koma upp dálitlum blómagarði, gróðursettum
jurtum og blómum frá íslandi. Margt og margt fleira mætti gera.
Auðvitað tekur þetta langan tíma, en hálfnað er verk þá hafið
er. Eg hef fært þetta í tal við ýmsa kunningja mína, og þeim öllum
litist vel á hugnyndina.
_______ —H.E.
FRAMFÖR
Söfnun fyrir Rauða Krossinn í Árborg og grendinni er mjög virð-
ingarverð. Síðast, er safnað var á sama svæði, var upphæðin
$1,054.76. Nú söfnuðust $1,522.85. Batnandi mönnum er bezt að
lifa.
SPURNING
Hver er skemtilegastur íslenzkur rithöfundur vestan hafs?