Stjörnur - 01.12.1945, Side 10
T jarnarbíó
Unaðsómar
„A Song to remember ‘
JÓLAMYND 1945
Tjarnarbíó sýnir um jólin hina unaðslegu mynd af ævi Chopins: A Song to
Remember. Myndin er frá Columbia-félaginu, og hefur Sidney Buchanan
tekið myndina, en Charles Vidor hafði leikstjórn. Henni hefur verið gefið
nafnið Uunaðsómar á íslenzku.
Þetta er ævisaga Chopins í litum og tónum. Fyrst sést Chopin á unglingsaldri,
og er þá orðinn frábærlega þroskaður listamaður undir handleiðslu Josephs
Elsners prófessors. Nokkrum árum síðar verður hann að flýja ættjörð sína,
Pólland, undan lögreglu Rússakeisara. Þeir Elsner fara til Parísar, og nú
hefst frægðarferill Chopins sem tónskálds og píanósnilllngs. Hann kemst
brátt í náin kynni við skáldkonuna George Sand, og lýsir myndin samvist-
um þeirra, en sú saga verður ekki rakin hér, hinni frægu hljómleikaför
Chopins um Evrópu til fjáröflunar fyrir frelsisbaráttu Pólverja og loks ævi-
lokum hans, en hann dó 1849, tæplega fertugur.
Við sögu Chopins koma hér margir heimsfrægir menn: Franz Liszt, Paganini,
de Musset, Balzac, Delavroix, KaU{brenner o. fl
Hlutverk Chopins leikur Cornel Wilde, ungur og óþekktur leikari, sem menn
eiga eftir að kynnast betur. Mevle Oberon leikur George Sand af mikilli
snilld, en Paul Muni leikur Elsner prófessor, og er leikur hans sem vænta
mátti.
Aðaluppistaðan í myndinni eru auðvitað tónverk Chopins. Þessi tónverk eru
leikin, ýmist öll eða að nokkru leyti: Vals í Des-dúr (mínútu-valsinn),
marzúka í B-dúr, fantasie-impromptu, polonaisc í As-dúr, scherzo í B-dúr,
etude í E-dúr, Nocturne í Es-dúr, berceuse og vals í Cis-moll. Á hljómleik-
um Chopins í ferð hans eru leiknir hlutar úr etude i A-moll, ballade í As-dúr,
vals í As-dúr (op. 42), vals í As-dúr (op. 34), uppreisnar-etude, scherzo í
B-moll og Polonaise í As-dúr. Loks leikur Franz Liszt nocturne í C-tnoll á
andlátsstund Chopins.
Mvndin er í eðlilegum litum.
10 STJÖRNUR