Stjörnur - 01.12.1945, Side 11
Gamla Bíó
„The Three Caballeros"
JÓLAMYND 1945
Gamla Bíó hefir valið, sem Jólamynd í ár, nýjustu mynd snillings-
ins Walt Disney: „The Three Caballeros“. Það er enginn vafi á
því að ungir sem gamlir munu hafa ánægju og skemmtun af að
horfa á hana; þarf ekki annað en minna á fyrri myndir Disneys:
„Mjallhvít og dvergarnir sjö“, „Fantasia“ og , Bambi“. „The Three
Caballeros“ er að ýmsu leyti frábrugðin fyrri myndum hans, en
minnir þó ef til vill á „Fantasia“. Því þetta er einnig músikmynd,
samin utan um syrpu af léttum og skemmtilegum sönglögum frá
Mexíkó og Suður-Ameríku. Myndin sannar að hugmyndaflugi
Disneys og aðstoðarmanna hans eru engin takmörk sett. í þetta
sinn hafa þeir tekið upp þá nýung að setja saman teiknimyndir
og kvikmyndir af lifandi fólki. Aðalpersónur myndarinnar eru
Dónald, andarsteggurinn góðkunni, Jose Carioca, páfagaukurinn
frá Brasilíu, og mexíkanski haninn Panchito. Páfagaukurinn Carioca
hefir einu sinni áður sést; í myndinni „Saludos Amigos“, en han-
inn Panchita birtist hér í fyrsta sinn. Þessir þrír kátu náungar
lenda í margskonar ævintýrum m. a. með blómarósunum Aurora
Miranda, Carmen Molina og Dora Luz. Aurora Miranda er systir
hinnar frægu Carmen Miranda. Dora Luz er vinsælasta söngmær
Mexíkó, og í myndinni syngur hún hið undurfagra lag, ,„You
Belong to My Heart“. Tvö önnur lög má nefna, „The Three
Caballeros“ og „Baia“, en alls eru lögin í myndinni sextán að tölu.
Auðvitað er myndin öll litskreytt, eins og fyrri myndir Disneys.
STJÖRNUR 1 1