Stjörnur - 15.05.1947, Qupperneq 9
Konan á leið hans
Smásaga eftir Ckrda Berntsen.
Rita rétti þreytulega hendina eftir símaáhaldinu.
,,Halló! Jú, 'það er hún. —• Góðan dag, Henry. —
Nei, það held ég ekki, ég er svo þreytt í kvöld. — A
morgun? Nei, á morgun á ég annríkt; og raunar á ég
það alla þessa viku. — Á mánudaginn? Jú. ef til vill. —
I bíó? Já, það ættum við að geta. Þú kemur og
sækir mig. — Ágætt, það er þá útrætt. Vertu sæll“.
„Phú!“ Rita dró djúpt andann. — „Það var nú svo.
Veslings Henry. Hann er svo sem ágætur piltur, en
ég get ekki að því gert, að mér leiðist hann“.
Hún tók sessurnar úr legubekknum og fór að búa
um sig.
Henry var svo sem ekkert' öfundsverður. Hann . . .
En hún var alltof þreytt til þess að hugsa meira
um hann. Hún slökkti ljósið, jafnskjótt sem hún var
komin í rúmið, því næst sneri hún sér á aðra hliðina,
og var samstundis sofnuð.
Morguninn eftir vaknaði hún við eitthvað þursk.
Hún spratt upp. Þruskið stafaði frá bréfi, sem smeygt
hafði verið gegn um bréfarifuna á hurðinni. Hún tók
bréfið og leit á áritunina. Hún þekkti skriftina undir
eins, það var frá Henry. Honum þótti einmitt svo
gaman að skrifa bréf.
Þetta var langt bréf. Hún virtist verða því meir
hugsandi, því lengra sem hún las. Að lestrinum lokn-
um, sat hún lengi með bréfið, áður en hún fór að
klæða sig.
Hún hafði einmitt lokið við að snyrta sig til, þegar
dyrabjöllunni var hringt.
„Nei, Sylvia, ert það þú! Mér þykir þú vera snemma
á ferðinni”.
Slyvia gekk inn. Hún flutti með sér léttan andvara
morgunsins inn í hina látlausu stofu Ritu.
Sylvia var lágvaxin og grönn, nokkuð eldri en Rita,
en háttprýði hennar og yndisþokki yfirskvggði algjör-
lega æsku og fjör Ritu.
„Má ég reykja?“ spurði Sylvia um leið og hún
settist.
„Já, auðvitað", svaraði Rita. Andlit hennar ljómaði
af gleði vegna hinnar óvæntu morgunheimsóknar vin-
konu sinnar. „En hvað var gaman að sjá þig!“
„Já, segjum tvær. Heyrðu, ég sé að þú hefir verið
að fá bréf. Ef til vill trufla ég þig við að lesa það“.
„Nei, nei“. Rita varð skyndilega alvarleg á svipinn.
„Nei, ég var búin að lesa það. Annars hafði þetta bréf
dálítið óþægileg áhrif á mig. Þú hefir heyrt minnst á
Henry. Það er frá honum“.
„Nú, hefir eitthvað komið fyrir hann?“
„Nei, ég kenni aðeins í brjósti um hann. Lestu
bréfið yfir. Ekki þekkir þú Henry, svo að það ætti
ekki að saka, þó að þú læsir það“.
Hún rétti Sylviu bréfið. „Viltu lesa það hátt. Eg
vil gjarnan heyra það aftur“.
„Það skal ég gera“, sagði Sylvia og hóf lesturinn:
„Kæra Rita. Að sjálfsögðu verður þú undrandi er
þú færð nú bréf frá mér. En svo er ástatt, að ég vil
gjarnan ógilda ákvörðun okkar í gærkvöldi, varðandi
mánudaginn. Ein setning, er þú sagðir, hljómar stöð-
ugt í eyrum mér, kemur aftur og aftur. „Það ættum
við að geta“, sagðir þú, þegar ég bauð þér út. „Það
ættum við að geta“. Rétt eins og þú værir að gera
mér greiða með því að þyggja boð mitt. Og að vissu
leyti var það svo. Allar hlýjustu tilfinningar mínar
og björtustu vonir gerðir þú að engu með einni setn-
ingu: „Það ættum við að geta“. Skilur þú, hvað það
er að vera særður með slíkum ummælum? I þínum
augum er lífið aðeins áhyggjulaus ganga eftir blóm-
skrýddum vegi, vegi, sem heimskingjar eins og ég
eru jafnan reiðubúnir að gera sem þægilegastan. Og
þannig eruð þið allar, allar þessar tízkunnar viðmóts-
leiðu stúlkukindur. Ef til vill segir þú, að það sé
ég, sem ekki sé, eins og ég eigi að vera; en ég skal
þá segja þér sögu, sem sýnir þér, að ekki hafa allar
konur farið með mig eins og væri ég gamall frændi,
sem nauðsynlegt væri að vera ofurlítið vingjarnlegur
við stöku sinnum.
Fyrir tíu árum þekkti ég unga stúlku. Það skiptir
ekki máli, hvað hún hét. Eg kalla hana Helenu.
Hún var góð og áreiðanleg stúlka. Falleg var hún
að vísu ekki; svona eins og fólk er flest, hvað útlit
snerti. Hins vegar gat hún virzt tilkomulítil vegna
þess, hve uppburðarlaus og látlaus hún var. Það lýtti
hana ennfremur, að hún var dálítið innskeif, er hún
gekk. En þrátt fyrir allt þetta var hún svo ákaflega
Framhald á bls. 16.
STJÖRNUR 9