Stjörnur - 15.05.1947, Qupperneq 13

Stjörnur - 15.05.1947, Qupperneq 13
Árið 1938 fór Shirley í heimsókn til Hvíta hússins og heimsótti Roosevelt forseta og frú hans. For- setinn gaf henni mynd af sér Dg sést hún hér skoða hana hreikin ó svip. Þegar við komum til hafnar, var þar fyrir á bryggj- unni hljómsveit, sem lék ýms lög, og við vorum kaffærð í blómsveigum. A þessum ferðum reyndum við að vekja eins litla athygli og hægt var, en þarna kom svo mikill fjöldi manna, sem höfðu séð kvik- myndirnar mínar og vildu nú fá að sjá mig sjálfa, að ég mátti til að sýna mig opinberlega að minnsta kosti einu sinni í hverri ferð. Mamma segir, að þegar ég var á Hawaii í fyrsta skifti, þá hafi fólkið þyrpst að úr öllu héraðinu til að fá að sjá mig, svo að embættismenn ríkisstjórnarinnar báðu hana að lokum að leyfa mér að syngja fyrir mannfjöldann. Eg kom þá fram framan við höll Liliuokalanis prinsessu og söng „Góða skipið Lollipop" gegnum hljóðnema. Mannfjöldinn var svo mikill að ég varð að syngja lagið í allar höfuðáttir, fjórum sinnum alls. Einhverjir sögðu að þarna hefðu verið saman komið fjörutíu þúsund manns. Lg sá ekki annað en haf af andlitum, sem virtist óendanlegt í allar áttir. Klappið var eins og fellibylur, og ég var fegin þegar því var lokið. Arið 1936 fórum við í alllangt ferðalag til Canada. Við ókum í bíl. Auðvitað við Grif, „lífvörðurinn“ minn, með. Til Seattle komum við á sunnudegi, og fréttum að verið væri að halda trúmálafund í gisti- húsinu. Lg held að það hafi verið eitthvert kaþólskt góðgerðafélag. Fundarstjórinn kom til okkar upp í herbergið og spurði hvort ég vildi ekki koma niður í samkomusalinn og vera heiðursgestur fundarins. Við fórum niður, en þá lyfti fundarstjórinn mér allt í einu upp á ræðupúltið frammi fyrir fimm hundruð- um manna og bað mig að segja eitthvað. Pabbi og mamma urðu alveg dauðskelkuð, því þetta var alveg óundirbúið, en hugsaði sem svo, að ekki gæti sakað þó ég segði „Þakka ykkur fyrir“, svo að ég sagði það, og allir klöppuðu. En þeim fannst það ekki nóg, og þá sagði ég að mér þætti gaman að vera þarna og að ég vonaði að fundurinn hjá þeim yrði góður, sendi þeim svo fingurkoss og sagði: „Verið þið nú sæl“. Þarna var svo mikill mannfjöldi, sem vildi fá að sjá okkur, að við komumst alls ekki út úr gistihús- inu. Þrjár þúsundir manna biðu á meðan við vorum í borðsalnum, og forstjórinn réð okkur til að fara upp í herbergin okkar bakdyramegin, en slíkt kærði mamma sig ekki um. Hún var altlaf að vona að fólkið vissi ekki um ferðir okkar, en kæmist það að því og kæmi til að sjá okkur, þá gætum við ekki minna gert en að veifa til þess í staðinn. STJÖRNUR 13

x

Stjörnur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.