Stjörnur - 15.05.1947, Page 5

Stjörnur - 15.05.1947, Page 5
en áhugi hans getur beinzt að eins margvískgum efn- um og finnst í póstpöntunar-verðlista. En þessi lif- andi áhugi gerir hann að skemmtilegasta manni, sem þú getur vænzt að hitta í teiknistofu fyrir eftirlíkingar, eða við stýrið á vörubíl. Einmitt á .slíkum stöðum er Price í essinu sínu. „Akafur!“ segir hann glottandi. „Eg er ekki ákafur, ég er óður!“ Ekki svo að skilja að hann leggi einkum í vana sinn að arka um götur borgarinnar í moldugum og þefillum vinnufötum. Þegar hann flytur erindi við mikinn fögnuð í listaklúbb kvenna, um það, að karl- menn séu betri málarar en konur, þá stendur hann þar eins uppstrokinn og glansandi og æðsti hershöfð- ingi við hersýningu. Og honum dytti ekki frekar í hug að aka í Bertu við slík tækifæri en hann færi í kjólfötum út í bílskúr til að fást við vélina í Bertu En hann þarf oft á því að halda að skjótast bæjarleið- í flýti, eftir einhverju, sem vakið hefur áhuga hans, og þá er Ber'ta hans einkavina. Vinsi hefur áhuga á öllu mögulegu. Fyrst og fremst er fjölskylda hans. Alfamærin Edith Barrett, sem sjálf er gáfuð og geðþekk leikkona — og Barrett, sonur þeirra, sem er fjarska hrifinn af nábúa þeirra, Cornel Wilde. Síðan koma listir og sund, söfnun og fiskiveiðar, hljómlist og ferðalög. Og leikhús og kvikmyndir. Og ósköpin öll af bréfaskiftum. Og bækur, allt frá þeim, er fjalla um líf og háttu villimanna, til þeirra, er rit- aðar eru um nýjustu sigra vísindanna. Og heimili þeirra. Fyrir um það bil ári síðan keyptu þau hjónin gamalt hús í einu gilinu við Beverly Hills, og síðan hafa þau alltaf verið að „snotra það til“. Það hefur þó valdið þeim nokkrum erfiðleikum, að húsið e, byggt úr hörðustu steinsteypu. „Þegar við þurfum að hengja upp mynd“, segir Vinsi, „þá neyðumst við til að leita til verkfræðings“. Og sökum þess, að þau hjónin eru sífellt að bæta við sig nýjum myndum, þá þurfa þau alloft á „verkfræðingnum“ að halda. En vegna þess, að Vinsi hafði góð verkfæri og hjálp við allt það vandasamasta, þá var hann hvergi smeyhur. Hafði hann ekki, ásamt staðgengli sínum Paul McNeil, byggt kofa í fjörunni við Malibu? Samt var það svo, að þegar trésmiður einn kom þang- að einn daginn og spurði hvort þeir þyrftu ekki á hjálp að halda . . . „Hvort við þurfum? Við bókstaflega földum hann í þrjá mánuði, svo hræddir vorum við um að hann myndi sleppa“, segir Vinsi. Framhald á bls. 15. STJÖRNUR 5

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.