Stjörnur - 15.05.1947, Side 15

Stjörnur - 15.05.1947, Side 15
Gamanleikjagoðið (frh. af bls. 5) Endurbæturnar hafa gengið vel. Þeir brutu niður einn vegg til að geta komið þar fyrir aukaglugga, Vinsa er illa við að vera mjög innilokaður. Þau smíð- uðu bókaskáp. Þau fundu gamlar tjaðradýnur, bjuggu til ver um þær og gerðu úr þeim kodda og legu- bekki. Vinsi og Edith saumuðu veggtjöld og tóku viljann fyrir verkið hvort hjá öðru. Þau hengdu upp myndirnar sínar, eftir Goya og Modigliani og fjölda marga fleiri, þar á meðal eina eftir Barrett. Að minnsta kosti einn litfræðingur hefur álitið að þessi innimynd eftir Edith væri eftir franskan meist- ara. Vinsi er montinn af málverkum Edith, en hún byrjaði ekki að mála fyrr en fyrir misseri síðm. Sjálfur er hann hættur að mála, en mótar ennþá of- urlítið. „Þegar ég horfði á málverkin mín“, segir hann, „þá fannst mér réttara að ég hjálpaði einhverj- um listamönnum“. Þar til fyrir skömmu síðan ráku Price-hjónin ásamt George Macready einn fjölsóttasta listsýningarsal í Los Angeles og nágrenni og margir efnilegir lista- menn höfðu þar sýningar. Þau neyddust til að loka vegna hinnar háu leigu, en hin gamla söfnunarfíkn Vinsa er óbreytt. Hann safnar málverkum og — öllu mögulegu. Hann er á sífélldum sprettum eftir einhverju í söfn sín. Hann ekur hvert sem er, ef hann fréttir um eitthvað sjaldgæft eða skemmtilegt, sem falt er, og heimili hans er fullt af slíkum munum: listgripum og minjagrip- um frá ýmsum löndum og frá mörgum menningar- stigum. Baðherbergið í húsinu er þó, full'komlega eftir nýjustu tízku, er ætlast til að það geti leyst úr gömlu vandaspurningunni: „Á ég að byrja á því að raka mig, eða fá mér bað?“ Rakhilla með spegli er yfir baðkerinu, og á hillunni er líka hægt.að hafa bók, til að líta í á meðan verið er að raka sig. Þó að Vinsi hafi svona mikinn áhuga á því að kaupa það; sem hann langar í, stundum að ástæðu- lausu eða jafnvel á móti öllum ástæðum, þá hefur hann ekki síður eldlegan áhuga á atvinnu sinni að leika. Hann lék í þrjú ár með Helen Hayes í Victoria Regina og hún er mjög hrifin af honum. Einu sinni, þegar steypiregn og vatnsflóð virtust ætla að hreinsa brott kofann hans við Malibu, þá stóð Vinsi í ökladjúpu vatni með viðtækið sitt til þess að heyra hl enda Hayes-atriði í útvarpinu, fyrri en því var lokið fékkst hann ekki til að halda brott. Sjálfur hefur Vinsi komist langt síðan hann yfir- gaf Yale-skólann og ríkmannlega heimilið sitt í St. Louis til þess að berjast áfram á leikarabrautinni, og verða svo heppinn að komast að í Victoria Regina í Lundúnum. Á meðan hann lék í þessum leik> var hann kall- aður „fremsta gamanleikjagoðið, sem komið hefur á Broadway í tuttugu og fimm ár“. En í Hollywood hefur hann fengist við fleiri tegundir leikja. Með sínum sérkennilega áhuga hefur hann við ýms tæki- færi brugðið sér aftur í Broadway sýningar, og í kvikmyndunum hefur hann leikið álíka margskonar hlutverk og hann á margvísleg áhugamál. Máske hefði hann orðið fyrr frægur hefði hann alltaf haldið sér við gamanlei'kina. Honum er sá möguleiki vel ljós. „Ég veit ekki hve skynsamlegt það er af mér að leika svona margbreytileg hlutverk“, viðurkénnir hann, „en það er skemmtilegra — og ekkert gæti verið drepleiðinlegra en að 'leika Vincent Price“. Hann skiftir sér á milli kvikmyndanna og.útvarps- ins — „útvarpið er dásamlegt“, segir hann. „Þú sendir út leikrit, og það er farið, horfið — kemur aldrei aftur til að ónáða þig. Menn hlusta á það og gleyma því svo, því að næst á eftir koma Fibber McGee og Molly. Dásamlegt!“ Og viðvíkjandi áhuga hans.------- „Það er gamalla mál, en þó satt, að lífið gefur þér jafn mikið og þú gefur því. Ég reyni að gefa sem mest af sjálfum mér. Og hvað sem því líður, ég skemmti mér dásamlega. „Auk þess, hefðirðu engin auka-áhugamál, þá bára værir þú með öllum þessum leikurum, að tala um öll þessi hlutverk alla tíð“. Lizabeth Scott (frh. af bls. 3) spjörunum úr af frægasta blaðamanni Hollywood. En það hlýtur að hafa gengið vel, því að nú er Liz uppáhald allra fréttaritara — fylgist með af áhuga, svarar öllu greiðlega og allt er óhætt að hafa eftir henni, er hún segir. Hún fór meira að segja og keypti safn af glerkúm, til þess að geta svarað spurningunni „Safnarðu nokkru?“ Enda ber svo margt við í lífi hennar: ferðin til Englands, skellurinn stóri, sem hún fékk í fyrstu myndinni sinni, auknefnið hennar, „Ögnunin" og svo æfintýri hennar með Helmut Dantine og Earl Blackwell. }ú, Liz hefur nægilegt umræðuefni. STJÖRNUR 1 5

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.