Páskasól - 01.04.1944, Side 13

Páskasól - 01.04.1944, Side 13
PÁSKASÓL 11 Krist, og að hvetja trúaða stúdenta til að fara sem sjálfboðaliða út í heiðingjaheim- inn. Það leið heldur ekki á löngu, áður en vakningin lagði undir sig hinn virðulega háskóla, og svo margir þurftu sálusorg, að Wilder og vinir hans skrifuðu A. J. Gordon og báðu hann að koma „til að bjarga inn uppskerunni." Wilder, og þeir aðrir, sem tjáðu sig fúsa til að fara út sem kristniboðar, ef Guð vildi, komu saman á hverjum sunnudegi á heimili föður hans, sem áður hafði ver- ið kristniboði í Indlandi og brann af áhuga fyrir kristniboðinu. Hann sagði við þá fé- laga: „Spurningin er ekki, hvers vegna á ég að fara út, heldur, hvers vegna á ég ekki að fara, meðan neyðin er svona mikil og verkamennirnir fáir í heiðingjaheimin- um.“ — Þannig unnu þeir í tvö og hálft ár við Princeton skólann og höfðu að þeim tíma liðnum sent 7 kristniboða til 5 landa. Árið 1886 varð sérstakt merkisár í sögu hreyfingarinnar. Það ár bauð hinn frægi vakningaprédikari, Moody, til sumarmóts fyrir stúdenta í Mont Hermon, og átti mót- ið að standa í 27 daga. Wilder var sendur þangað sem fulltrúi frá Princeton háskóla. Þegar hann lagði af stað, sagði systir hans við hann: „Ég trúi því, að eldurinn falli á Mont Hermon, og að 100 „sjálfboðar" bætist í hópinn.“ Moody hafði ekki sérstaklega ætlazt til að þetta yrði kristniboðsmót, en það fannst Wilder og vinum hans ótækt. Hann fór þess vegna til Moodys einn daginn og bað um leyfi til að 10 stúdentar frá ýmsum löndum fengju að tala um kristniboð þá um kvöldið. Moody samþykkti uppástunguna, og þó mjög hikandi. 'Stúdentarnir tíu töluðu um kvöldið. Allir töluðu þeir um kristniboð og enduðu allir með sömu þremur orðunum, hver á sínu móðurmáli: „Guð er kær- leikur.“ Það kvöld féll eldurinn. Margir gengu af samkomunni út í næturkyrrðina og háðu baráttu sína undir hinum háu trjám og alstirndum himni. í hjarta þeirra brann spurningin: Vill Guð nota mig sem kristni- boða? Margir þurftu meira en eina nótt til að öðlast vissu um köllun sína. Meðal þeirra var John R. Mott. — Þeir, sem höfðu tekið ákvörðun sína undirskrifuðu yfirlýs- ingu um, að þeir væru reiðubúnir að fara út sem kristniboðar, ef Guð vildi. Síðasta dag mótsins höfðu 99 gefið sig fram, og á síðustu bænasamkomunni bætt- ist einn við, svo að orð systur Wilders höfðu bókstaflega rætzt. Eftir mótið á Mont Hermon, heimsótti Wilder háskólana í Kanada og U. S. A. Og nú hófst eitthvert undarlegasta og blóm- legasta tímabil í kirkjusögu Ameríku. Neistinn, sem féll í hjörtu ungu mann- anna á Mont Hermon, varð brátt að stóru báli. Þúsundum saman komu stúdentarnir og buðu sig fram sem sj álfboðaliðar í þj ón- ustu kristniboðsins. Þeir voru fúsir til að fara hvert og hvenær sem væri, aðeins ef Guð vildi nota þá. Að stuttum tíma liðn- um, voru 2100 ungir menn og konur reiðu-

x

Páskasól

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.