Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 11

Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 11
PASKASOL 9 Aknreyri var hann sannfærður um, að allt skyldi samverka honum til góðs, og þá einnig sú erfiða reynsla, að hafa orðið að hætta starfi hjá okkur. Guð hafði einmitt notað sérstaka erfið- leika og mikið mótlæti til þess að gera hann móttækilegan fyrir náð vakningarinnar. Það var 17. febr. 1932, að hann og sonur hans, 16 ára gamall, gistu í þorpi, sem heit- ir Lingjapa og er 30 kílómetra fyrir sunnan Tengchow. Seint um kvöldiö kom þangað mikill ræningjaher ,sem rændi á skammri stundu öllu fémætu, drápu margt manna og tóku fjölda gisla. Meöal þeirra voru kínverskur trúboði og samverkamaður okk- ar, (í þorpinu höfðum við útstöð), og sonur Sung Deh-tsuen. Voru þeir bundnir með sama bandi. Sung vildi ekki skilja við son sinn og bað um að fá að vera hjá honum, hvert sem farið yrði með hann. En ræn- ingjarnir heimtuðu af honum hátt lausnar- gjald fyrir piltinn, skyldi hann sæta æ verri meðferð því lengur sem drægist að koma með það. Sung hraðaði sér til Tengchow daginn eftir, ekki til þess að safna fé í lausnargjald fyrir drenginn, heldur til þess að við gætum beðið í sameiningu Guð um lausn hans. Honum fannst það þungbærara, að vita af drengnum í höndum þessara siðspilltu ræningja, heldur en þó að hann hefði orðið að leggja hann í gröfina. Ekki vegna með- ferðarinnar, sem hann mundi sæta, þó ægileg væri. Það var annað, sem hann ótt- aðist meira: Að drengurinn semdi sig að siðum — eða ósiðum — ræningjanna, yrði sjálfur ræningi. Þá var gott að biðja með Sung. — Heið-

x

Páskasól

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Páskasól
https://timarit.is/publication/1914

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.