Páskasól - 01.04.1944, Blaðsíða 5
Frá Vestmannaeyjum.
oft að láta okkur þetta nægja, svo ekki er
rúm fyrir upprisuboðskapinn.
Og svo höfum við þó rúm fyrir hann.
Mennirnir geta ekki alltaf fundið hvíld í
fullyrðingum veraldarvizkunnar, látið sér
nægja umbúðir mannanna um hið hulda,
djúpa sár. Særð samvizka finnur þar engan
frið. Henni nægja ekki ágizkanir um endi
í gröf, engin hugsuð sjálfshjálp eftir dauða,
engar hugmyndir um hjálp framliðinna,
sem eins og þeir voru syndarar á jörð.
Særð samvizka þráir Guðslausn á synd og
dauða. Þakklát heyrir hún boðskapinn um
upprisinn mannkynsfrelsara.
Svo göngum við hinn skamma veg frá
móðurskauti til moldar.
Dauðinn er bak við næsta leiti.
Menn hlæja á leiðinni, en oft er það hol-
ur hlátur.
Menn gráta á leiðinni, og beizkustu tár-
in eru alltaf sönnust.
Lífið er alvara en enginn leikur.
Samvizkan lýgur ekki. Hún talar um dóm
í dauða og uppgjör við lifandi Guð, og segir:
þú færð ei staðizt
Við þurfum frelsara. Ódeyfður, vakandi
hugur hrópar eftir frelsara. Fagnandi ætt-
um við að heyra hinn mikla boðskap. Krist-
ur hinn krossfesti, sem bar synd heimsins,
er upprisiirn. Hann dó til að afmá þín lífs-
brot, hann reis upp þér til lífs, þér til eilífs
lífs í friði Guðs.
Við getum villzt um skeið. Við getum lát-
ið berast með tálröddum tímans, látið þær
vagga okkur í værð. En þegar á reynir,
þegar hin mikla holskefla dauðans hvelf-
ist yfir okkur, mun ei margur þá, ef ei fyrr,
hrópa: Jesú, upprisni frelsari, miskunna