Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 50

Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 50
Verkfræðingar og þróunarvinna Handdælur Handdælurnar eru mjög ódýr, umhverfisvænn og einfaldur kostur. Viðhald er h'tið og ekki þarf mikla sérþekkingu til þess að gera við bilanir. Þegar handdælur eru notaðar er engin hætta á ofdælingu sem leiðir af sér lækkun grunnvatnsborðsins og að holan þurrkist upp. A móti kemur að ekki er hægt að nota handdælur við djúpar holur þar sem grunnvatnsborðið stendur lágt. Að auki er dælingin sjálflíkamlega erfið. Þar sem dælurnar eru einungis notaðar fyrir öflun drykkjarvatns og grunnvatnsborðið stendur grunnt eru handdælur augljóslega góður kostur. Dísel dælur Dísel dælur voru mjög vinsælar á meðal heimamanna, sem töluðu um að þeir vildu borholur sem „hægt væri að hella í olíu“. Ástæðan fyrir vinsældum dísel dæla er sú að eigendur hennar geta ákveðið hve miklu hún afkastar og hve djúpt hún getur dælt. Vandamálin við dísel dælurnar eru þó margþætt. Mikil hætta er á ofdælingu þar sem engin stjórnbúnaður er á þeim sem slær dæluna út þegar grunnvatnsborðið er komið á hættulegt stig. Olían sjálf er dýr og heimamenn þurfa að ferðast um 200km á næstu bensínstöð til þess að nálgast olíuna, sem er afar kostnaðarsamt. Þá þarf mann með vélarþekkingu til að viðhalda dælunni. Það er þekkt vandamál að þegar búið er að þjálfa heimamann til að sjá um vélar þá hverfur sá hinn sami frá þorpinu með nýju þekkinguna í farteskinu til þess að öðlast betra h'f. Mengunarslys í kringum dísel dælur eru einnig mjög algeng. Sólarpanel dælur Sólarpanel dælur eru nýjar á markaðinum. Þær geta dælt úr mjög djúpum holum og eru bæði umhverfisvænar og sjálfbærar. Á þurrkatímum, þegar þörfin fýrir dælurnar er sem mest, er orkugjafinn öflugur. Jafnvel eru dæmi um að þær haldist gangandi á nóttinni þegar tunglið er fullt. Á rigningatímum þegar minna sést til sólar er nægjanlegt vatn til staðar hvort eð er. Sólarpanelarnir og dælurnar sem þeim fylgja eru aftur á móti mjög dýr búnaður og það er fremur algengt að verðmætum sem þessum sé stolið. Sem dæmi má nefna að ekkert símsamband var í nokkra mánuði við lögreglustöðina í Kunene sýslu, því búið var að stela koparvírnum af símastaurunum. Þjófnaður er því eitt helsta áhyggjuefnið varðandi sólarpanel dælur. Dælurnar sjálfar eru mun þróaðari að gerð en dísel dælurnar. Á þeim er búnaður sem slær dælunum út um leið og grunnvatnsborðið er komið niður fýrir hættumörk. Viðhald á sólarpanelunum er Mynd 3. Bændurnir byggja grindverk í kringum sólarpanelana til þess að vernda þá frá dýrum. Mynd 4. Bóndi grefur í c.a 3 metra djúpa holu til þess að nálgast grunnvatnið. Æskilegt er að læra grunnatriði í tungumálinu til þess að geta átt lágmarks samskipti við heimamenn, því við það skapast ákveðin virðing og samskiptin verða mýkri. Dælubúnaður Val á dælubúnaði er ekki síður mikilvægt atriði en leitin að grunnvatni. Þarfagreining er gerð fýrir hvert svæði fýrir sig. I þessu tilviki var um að ræða grunnvatn sem liggur djúpt (75- 150m) og ætlað er til drykkjar og landbúnaðar á svæði þar sem fílar geta verið vandamál. Hér er aðeins stiklað á stóru um dælubúnað og orkugjafa sem hægt er að nota við vatnsból á þessum slóðum. Vindmylla Vindmyllur eru vinsæll kostur, þar sem þær eru umhverfisvænar, reksturinn sjálfbær og viðhaldið þarfnast ekki sérhæfðar þekkingar. Framkvæmdakostnaður er hins vegar mikill. Vindmyllur eru augljóslega háðar vindi, í logni er ekki stöðugur straumur af vatni og í mikilli þurrkatíð og logni getur þetta verið einkar bagalegt vandamál. Bilanatíðni er mjög há því vindmyllur eru mjög viðkvæmar fýrir vanrækslu; þær bila um leið og viðhaldi er hætt. Þá eru fílar mikið vandamál fýrir vindmyllurnar. Fílarnir finna lyktina af vatni úr mikilli fjarlægt og eyðileggja vindmyllur auðveldlega þegar þeir eru að ná sér í vatnssopa. Þetta vandamál hefur meðal annars verið leyst með því að dæla vatninu í vatnstank í noldcurri fjarlægð frá vindmyllunni og með því að gæta þess að hafa vatnið aðgengilegt fýrir fílana. Vindmyllurnar geta dælt vatni af miklu dýpi og þær hafa ekki afgerandi áhrif á grunnvatnsborðið, með jafnri og hóflegri vatnsdælingu. 50 I ... upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.