Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 72

Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 72
C02 búskapur íslenskra háhitakerfa HALLDÓR ÁRMANNSSON lauk B. Sc. prófi í efnafræði og stærðfræði frá University ofWales 1964 og Ph.D. prófi í sjóefnafræði frá The University, Southampton 1979. Störf: Rannsóknastofnun iðnaðarins 1967- 1972, Orkustofnun 1977-2003, íslenskar orkurannsóknirfrá 2003.Gistiprófessor, Háskóla íslandsfrá 2008. Hefur unniðá vegum Sameinuðu þjóðanna o.fl. við ráðgjöf um jarðhita íýmsum löndum. FRAUKEWIESE lauk Diplom Wirtschafts Ingenieurprófifrá Flensburg Universitát 2008. Hluta af því námi stundaði hún á ísiandi, þ.e. námskeið íjarð- og jarðeðlisfræði HÍ september-desember 2005, og verkefnisvinnu hjá (slenskumorkurannsóknumjanúar-júní 2006, en þá vann hún að þvíverkefni sem hér ersagtfrá. StörfiVerkefnastjóri um orkumál hjá Deutsche Umweltshilfe, Berlin frá 2008. ÞRÁINN FRIÐRIKSSON laukB.S. prófi íjarðfræði frá Háskóla (slands 1995 og Ph.D. prófi íjarðefnafræði og steindafræði frá Stanford Háskóla2003. Hann hefurstarfað sem jarðefnafræðingur á (slenskum orkurannsóknum frá 2003. Þar hefur hann m.a. fengist við rannsóknirá koltvísýringsbúskap jarðhitakerfa. Grannt hefur verið fylgst með styrk koldíoxíðs í jarðhitavökva gegnum tíðina. Koma þar til hugsanleg vandamál við vinnslu koldíoxíðríks vökva auk þess sem styrkur koldíoxíðs veitir upplýsingar um hugsanlegt hitastig jarðhitakerfis og aðrar grunnupplýsingar um jarðfræði sem einnig má nýta við rannsóknirá úthafshryggjum. Má nefna upplýsingar um varmaflæði auk þess sem oft má rekja legu sprungna eftir koldíoxíðflæði. í kjölfar umræðna um gróðurhúsáhrif og aukna áherslu á mat á umhverfisáhrifum og aukið eftirlit með jarðhitavirkjunum hefuráhersla á rannsóknir á koldíoxíði aukist enn. Þó er hlutur koldíoxíðsútblásturs frá jarðhita á heimsvísu miðað við aðrar uppsprettur smár. Þó að útblástur frá jarðhitavirkjunum sé lítill er hann þó sums staðar marktækur hluti heildarútblásturs, t.d. hér á Islandi. Nokkrar deilur hafa verið uppi um það hvort slíkur útblástur sé raunveruleg viðbót við útblástur gróðurhúslofttegunda (Sheppard og Mroczek 2004) eða aðeins tilfærsla frá náttúrulegum útblæstri til virkjunarútblásturs (Bertani og Thain 2002). Uppruni koldíoxíðs í jarðhitavatni getur verið í kalsíti í sjávarsetlögum, lífrænum leifum og kviku. Með athugun á hlutföllum kolefnissamsætna í C02 má finna hver líklegur uppruni þess er. A mynd 1 eru sýndar niðurstöður mælinga á 13C samsætunni í metani og koldíoxíði frá nokkrum íslenskum jarðhitasvæðum og er uppruninn greinilega í kviku alls staðar nema e.t.v. í Oxarfirði þar sem jarðhitavatnið streymir upp úr þykkum setlögum. Einnig kemur fram að gasið virðist hafa myndast við mismunandi hita. A Islandi sleppur jarðhitagas úr kviku en örlög þess er það nálgast yfirborð geta verið mismunandi. Hluti þess getur bundist í berglögum, aðallega sem kalsít (CaC03), hluti leysist £ grunnvatni og yfirborðsvatni, en afgangurinn streymir til andrúmslofts annaðhvort um gufuaugu og gasrásir eða dreift í gegnum jarðveg. Ahugi hefur vaknað á því hvort ekki sé unnt að binda umtalsverðan hluta koldíoxíðútblásturs jarðhitavirkjana sem kalsít 0 -10 - . . - ★ Lýsuhóíl , ' ’ a -20 - . ' . - ^.Geysir, - ' , - ' á . ' , - ' ^Reykjanes , - X , . ' Kerlingarfjoll -in Askje ' . - ' ' - ★ Oxarfjórður .-'t Krafla 1 . ' ' - . ' ' o -30 - , - ^ Námafjall 1, . ' ' - ' ' , - ' ' ★ Krýsuvík , - ' ' - ' ' Kverkfjoll ★ - ' ' . - ' - Nesjavolllr -40 - .-' ★ Krafla II Lifræn setlög Kvika | Sjávarkalklög -12 -8-4 0 4 »C ÍCOj (%o POB) Mynd 1 Kolefni-13 í metani og koldíoxíði frá íslenskum jarðhitasvæðum með niðurdælingu í basalt við ákveðin skilyrði og hvort þeirri aðferð megi beita við losun koldíoxíðs frá iðnaði og virkjunum almennt. I þessari grein verður leitast við að meta hve mikið koldíoxíð berst frá kviku til yfirborðs, hve stór hluti binst í bergi eða vatni, hve stór hluti fer til andrúmslofts og hvort munur er á mismunandi jarðhitasvæðum hvað þetta varðar. Útstreymi úr kviku Stefán Arnórsson (1991) og Stefán Arnórsson og Sigurður R. Gíslason (1994) notuðu útreikninga á varmaflæði (Guðmundur Pálmason o.fl. 1985) til að meta heildarkoldíoxíðstreymi frá íslenskum 72 I ... upp í vindinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.