Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 81

Upp í vindinn - 01.05.2009, Blaðsíða 81
Til móts við nýja dögun i i i I Torg hins himneska friðar. Allt að verða tilbúið fyrir Ólympíuleikana. Fuglshreyðrið, aðalleikvangur Ólympíuleikana JÓN ÞÓRGUNNARSSONOGRÚNARÖRN ÁGÚSTSSON Útskriftarnemarogferðalangar vorið 2008. Myndir: Daníel Gunnarsson Peking Eftir millilendingar í London og Dubai var lent í Peking. Peleing bar það með sér að í borginni yrðu haldnir ólympíuleikar nokkrum vikum síðar. Gríðarleg mannvirki höfðu verið byggð, einkennismerki leikanna var í íjölmörgum búðargluggum og marga fræga staði var búið að gera upp. Við byrjuðum skoðunarferð um borgina á torgi hins himneska friðar þar sem fræðst var um byggingarnar sem voru næst torginu. Sumar þeirra voru gríðarmiklar en byggðar á örskömmum tíma af borgarbúum í sjálfboðavinnu. Eftir að hafa litið grafhýsi Maós og iðandi mannlífið á torginu augum héldum við yfir götuna og í forboðnu borgina, sem almenningur fékk ekki að líta augum fyrr en árið 1911 eftir daga Pu Yis sem var síðasti keisari Kína. Búið var að gera upp stóran hluta borgarinnar nýlega en þar fræddumst við meðal annars um bygggingarstíl sem einkenndi keisaratímabilin. Skipulagssafn borgarinnar var heimsótt og fengum við ágætan fyrirlestur þar. Heimsóknin var á fyrsta degi og því var hægt að átta sig betur á borgarskipulaginu þegar ferðast var um borgina næstu daga. Sama dag var Beijing University of Civil Engineering and Architecture sóttur heim þar sem vel var tekið á móti okkur með fyrirlestri um skólann. Síðar voru deildir skólans heimsóttar þar sem prófessor úr hverri deild sýndi okkur aðstöðu og rannsóknir. Arla næsta morguns var haldið í átt að Kínamúrnum. Það var ekki annað hægt sem nemar í byggingarverkfræði á ferð um Kina að skoða múrinn. Múrinn sem enn í dag er stórkostlegt mannvirki hefur verið hreint ótrúleg framkvæmd 200 árum fyrir Krist þegar Quin, fyrsti keisarinn, lét tengja saman fjölmarga múra og búa til varnarmúr til að verjast óvinum úr norðri. Á leiðinni í átt að múrnum sagði fararstjórinn okkur frá skipulagi grænna svæða á leiðinni. I bakaleiðinni börðum við glæsilega sundhöll og íþróttaleikfang ólympíuleikanna augum. Arkitektúrinn var glæsilegur og hefur um leið kallað á fjölmörg ögrandi verkefni fyrir verkfræðinga. Sama má segja um ólympíuleikvanginn sjálfan, Hreiðrið, en gaman var að berja hann augum þar sem í fyrrnefndri heimsókn í háskólann fengum við stuttan fyrirlestur um stálvirkið í byggingunni og samsetningu Hreiðursins. Hutong, elsta borgarhverfið í Peking, var gríðarleg mótsögn við ólympíuþorpið og nútímalegar byggingar og samgöngukerfi nærri þeim. Við vorum svo heppin að fá að snæða hádeigisverð á einu heimili í Hutong þar sem við fengum að heyra sögu hverfisins og hvernig vandamál eins og skolp og rafmagn væri leyst. Á leið í móttöku í íslenska sendiráðinu litum við nýjar höfuðstöðvar ríkissjónvarps Kína augum en byggingin er gríðarlega sérstök stálbygging. Að lýsa byggingunni er verkefni í heila grein útaf fyrir sig. Sendiráðið tók vel á móti okkur og hittu sumir ferðalanganna æskuvini eða ættingja þar, lítill heimur. Við fengum fyrirlestur um íslensk fyrirtæki í Kína og hvaða hlutverki sendiráðið gegnir. Úr sendiráðinu var haldið í fyrirtækið Lucky Trading sem hefur verslað þónokkuð við Islendinga. Forstjóri fyrirtækisins hélt stutta tölu en fól svo tveimur starfsmönnum að kynna fyrirtækið betur og bauð hópnum á frægasta veitingahús Peking, the Golden Duck þar sem ... upp í vindinn I 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.