Feykir


Feykir - 25.01.2023, Blaðsíða 2

Feykir - 25.01.2023, Blaðsíða 2
Söngkeppni FNV fór fram síðastliðið fimmtudags- kvöld á sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra. Sigurvegari keppninnar var Heiðmar Gunnarsson en hann söng lagið Another Love sem Tom Odell gerði vinsælt fyrir um tíu árum síðan og hefur fengið yfir 1.4 milljarð spilana á Spotify.. Í öðru sæti endaði Þórey Edda Marx með lag Siu, Elastic Heart, og í þriðja sæti voru þau Íris Helga Aradóttir og Óskar Aron Stefánsson með lagið Á tjá og tundri sem var fyrsta lagið sem Skagstrendingurinn Gummi Jóns gerði vinsælt með Sálinni hans Jóns míns. Alls voru sjö atiði í Söngkeppni NFNV en flytjendur voru alls tólf talsins. Sigurvegarinn, Heiðmar Gunnarsson, sem er aðeins 16 ára gamall, er frá Búrfelli í Svarfaðardal en foreldrar hans eru Gunnar Þór Þórisson og Guðrún Marinósdóttir. Heiðmar verður því fulltrúi NFNV í úrslitum Söngkeppni framhalds- skólanna sem sennilega fara fram á höfuð- borgarsvæðinu, væntanlega í Kaplakrika í Hafnar- firði, þann 1. apríl nk. /ÓAB Nú er riðlakeppni HM í handbolta nýlokið og því miður komst Íslenska liðið ekki í átta liða úrslit eins og vonir stóðu til fyrir mót. Liðið er úr leik og hafnaði í 12. sæti keppninnar. Ljóst er að árangur liðsins hefur valdið ákveðnum hópi gríðarlegum vonbrigðum sem ræðir um að þjálfarinn verði að axla ábyrgð og taka pokann sinn. Einnig virðist árangurinn langt ut- an væntingaramma landsliðsmann- anna sjálfra samanber afsökunar- beiðni Elliða Snæs Viðarssonar, leikmanns íslenska landsliðsins, til þjóðarinnar vegna þeirrar hneisu að hafa látið í minni pokann gegn ríkjandi Evrópu- meisturum Svía í öðrum leik liðsins í milliriðlinum. „Mér líður illa og ég vill byrja á því að segja sorry við þjóðina,“ sagði Elliði Snær í viðtali á Vísi eftir fimm marka tap liðsins gegn Svíum. Menn eru alveg í öngum sínum yfir þessari sneypuför liðsins og eru fréttatímar útvarps og sjónvarps helgaðir vonbrigðum með glatað tækifæri til að verða heimsmeistarar líkt og fréttir netmiðlanna. Mig grunar þó að þegar rykið hefur sest og fólk fer að rýna í stöðuna þá spyrji einhverjir; af hverju gerðum við þessar kröfur á liðið? Kíkjum á árangur Íslendinga á síðustu heimsmeistaramótum: 2021 – HM í Egyptalandi: Ísland endaði í 20. sæti. 2019 – HM í Þýskalandi: Ísland endaði í 14. sæti. 2017 – HM í Frakklandi: Ísland endaði í 14. sæti. 2015 – HM í Katar: Ísland endaði í 11. sæti. 2013 – HM á Spáni: Ísland endaði í 12. sæti. „Allt í lagi,“ sagði Logi Geirsson, einn sérfræðinganna í HM stofu RÚV, „Við verðum þá bara Evrópumeistarar á næsta ári!“ en Logi var einn þeirra sem spáði liðinu heimsmeistaratitlin- um. Kíkjum þá á árangur liðsins á síðustu Evrópumótum: 2022 – EM í Ungverjalandi og Slóvakíu: Ísland í 6. sæti. 2020 – EM í Svíþjóð: Ísland endaði í 11. sæti. 2018 – EM í Króatíu: Ísland endaði í 13. sæti. 2016 – EM í Póllandi: Ísland endaði í 13. sæti. 2014 – EM í Danmörku: Ísland endaði í 5. sæti. 2012 – EM í Serbíu: Ísland endaði í 10. sæti. Eigum við ekki bara að stilla væntingum í hóf og sætta okkur við það að barningurinn snýst um að vera á topp tíu á heims- listanum? Ef einhverjir ættu að biðjast afsökunar eru það sérfræðingarnir, hvort sem þeir sitja í stúdíói eða í sófanum heima, sem gerðu óraunhæfar kröfur á annars frábært lið Íslands. En við vinnum Júróvisjón í vor! Góðar stundir og áfram Ísland! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Sérfræðingarútan úti á túni Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 690 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 835 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. AFLATÖLUR | Dagana 15.–21. janúar á Norðurlandi vestra Málmey SK 1 með tæp 127 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hafrún HU 12 Dragnót 738 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 5.888 Samtals á Skagaströnd 24.437 HVAMMSTANGI Sjöfn SH 4 IGPL 5.218 Samtals á Hvammstanga 5.218 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 106.135 Málmey SK 1 Botnvarpa 126.997 Samtals á Sauðárkróki 233.132 SKAGASTRÖND Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 17.811 Á Skagaströnd lönduðu þrír bátar rúmum 24 tonnum í sex löndunum. Gulltoppur GK 24 var aflahæstur með tæp 18 tonn, Sæfari HU 212 með tæp 6 tonn og svo Hafrún HU 12 með 738 kg. Á Króknum lönduðu Drangey og Málmey rúmum 233 tonnum og var Málmey með tæp 127 tonn. Málmey var við veiðar á Skagagrunni og Heiðardal og var uppistaða aflans þorskur og ýsa. Drangey var aftur á móti við veiðar á Þverálshorni og uppistaðan hjá henni var þorskur og ufsi. Enginn landaði á Hofsósi en einn bátur land- aði tvisvar sinnum á Hvammstanga, Sjöfn SH 4, rúmum 5 tonnum. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 262.787 kg í tíu löndunum. /SG Húni segir frá því að sveitar- félagið Skagaströnd vilji verða leiðandi sveitarfélag í rekstri Tónlistarskóla Austur-Húnvetn- inga, náist samkomulag um það. Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar, sem vitnað er í, kemur fram að til umræðu hafi verið erindi Húnabyggðar um vilja sveitarfélagsins til þess að slíta samstarfsverkefnum sem rekin eru í byggðasamlögum eins og um félags- og skóla- þjónustu, tónlistarskóla og menningar- og atvinnumál. Húni segir: „Í fundargerð- inni kemur fram að slitameð- ferð Byggðasamlags um menn- ingar- og atvinnumál sé hafin og að sveitarstjórn Skagastrand- ar samþykki slit á Félags- og Skólaþjónustu A-Hún. í sam- ræmi við ákvæði laga. Miða skuli við tveggja ára tímaramma laganna nema ásættanleg lausn finnist á skemmri tíma og þjónustunni verði komið í annan farveg án óásættanlegs kostnaðarauka eða skerðingar á þjónustu við íbúa. Þá lýsti sveitarstjórn vilja til þess að verða leiðandi sveitarfélag í rekstri Tónlistarskóla Austur- Húnvetninga, náist samkomu- lag um það, eins og áður sagði.“ / PF Austur Húnavatnssýsla Byggðasamlögum slitið Heiðmar Gunnarsson MYND AÐSEND Söngkeppni NFNV Heiðmar sigraði með Another Love „Fólk er afar ánægt með Skólabúðirnar og ég heyri ekkert nema jákvætt um þær í sveitar- félaginu,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, í umfjöllun um búðirnar á heimasíðu UMFÍ. Unnur Valborg fundaði með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Sigurði Guðmundssyni, forstöðumanni Skólabúðanna á Reykjum, um búðirnar í síðustu viku. Í fréttinni kemur fram að UMFÍ hafi tekið við rekstri skólabúðanna undir lok síðasta sumars og réðst samstundis í um- fangsmiklar endurbætur á húsnæðinu með starfsfólki sveitarfélagsins sem kom að þeim af fullum þunga. Starfsfólk er allt búsett í héraðinu og er allur mögulegur aðbúnaður og þjónusta keypt í sveitarfélaginu. Í Skólabúðirnar koma á fjórða þúsund nemenda 7. bekkjar úr grunnskólum lands- ins á hverju skólaári með kennurum og umsjónarfólki nokkra daga í senn og fá nemendurnir tækifæri til að efla og styrkja leiðtogahæfileika sína og sjálfsmynd og bæta félagsfærnina. /PF Skólabúðirnar á Reykjum Mikil ánægja Kátir krakkar í Skólabúðunum á Reykjum. MYND; UMFI.IS 2 04/2023

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.