Feykir - 25.01.2023, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Subway-deildin í körfunni fór í
gang á ný sl. fimmtudagskvöld
eftir örlítið bikarhlé. Tinda-
stólsmenn héldu suður í Breið-
holt þar sem stigaþyrstir
ÍR-ingar biðu þeirra í
Skógarselinu.
Það má alltaf reikna með
hörkuleik þegar Stólarnir
sækja ÍR heim og það varð
engin breyting á því þetta
kvöld, mikið jafnræði með
liðunum þar til í fjórða leik-
hluta að gestirnir sýndu hvað í
þeim býr og þeir rúlluðu
norður með stigin tvö og
kampakátan nýjan þjálfara,
Pavel Ermolinskij. Lokatölur
81-96 og Stólarnir stukku þar
með upp í fimmta sæti.
Heimamenn fóru betur af
stað en Pétur kom sínum
mönnum yfir í fyrsta sinn í
leiknum þegar hann setti
niður fyrsta þristinn sinn af
fjórum og staðan 10-11.
Stólarnir höfðu síðan frum-
kvæðið út fyrsta leikhlutann
og staðan 17-21 að honum
loknum.
Allt var hnífjafnt, staðan
65-65, þegar fjórði leikhluti
hófst og fyrsta karfan í honum
kom ekki fyrr en tæpar tvær
mínútur voru liðnar. Þá skellti
Frábær fjórði leikhluti Stólanna
færði liðinu sigur í Breiðholtinu
Subway-deildin | ÍR - Tindastóll 81–96
Pétur Rúnar í leik gegn meisturum Vals milli jóla og nýárs. Hann var bestur í liði
Tindastóls þegar liðið mætti ÍR. MYND: HJALTI ÁRNA
Arnar í þrist og í kjölfarið
fylgdu körfur frá Sigga, Tai,
Pétri og Ragga og staðan
skyndilega orðin 65-77 og ÍR-
liðið í slæmum málum. Frá-
bær kafli Stólanna þar sem allt
gekk upp og það er skemmst
frá því að segja að heimamenn
náðu aldrei að klóra í bakk-
ann síðustu mínúturnar og
Tindastólsmenn fögnuðu
mikilvægum sigri fyrir fram-
an fjölmennt og fjörugt stuðn-
ingsmannalið sitt.
Með sigrinum skutust
Stólarnir upp í fimmta sæti
með 14 stig en á morgun,
fimmtudag, mæta þeir liði
Njarðvíkinga. Valsmenn tróna
á toppi deildarinnar með 20
stig en Keflavík, Njarðvík og
Haukar eru öll með 18 stig.
Ef Tindastólsmenn ætla sér
heimavallarrétt í úrslitakeppn-
inni þá þurfa þeir að fara að
hala inn stig gegn liðunum
fyrir ofan þá í deildinni.
Áfram Tindastóll! /ÓAB
Um helgina mættust Tindastóll og Vestri í 11.
flokki karla í Síkinu og var fyrri leikurinn spilaður á
laugardeginum og sá seinni á sunnudeginum.
Hart var barist frá fyrstu sekúndu í fyrri leiknum
og okkar strákar alltaf skrefi á undan en
Vestramenn komu alltaf til baka og staðan í
hálfleik 39-35 fyrir Tindastól.
Áfram hélt baráttan í seinni hálfleik og var
greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir.
Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum
komust Vestramenn einu stigi yfir og Tindastóll
tók leikhlé til að setja upp í kerfi. Innkastið var
tekið og átti Axel Arnars lokaskotið og skoraði
sigurkörfuna þegar 2,7 sekúndur voru eftir af
leiktímanum og fögnuðu strákarnir vel í leiks-
lok.
Á sunnudeginum mættust liðin í seinni leik
helgarinnar og var staðan 19-11 fyrir okkar
strákum eftir fyrsta leikhluta þar sem þeir hittu
fjórum þristum. En áfram hélt baráttan og undir
lok hálfleiksins gáfum við eftir og staðan 30-26
fyrir Tindastól. Í þriðja leikhluta var sama upp á
teningnum og lauk honum 46-38. Vestramenn
komu ákveðnari til leiks í fjórða leikhluta og þrátt
fyrir fullt af opnum skotum hjá okkar strákum
vildi boltinn ekki ofan í og unnu Vestramenn
leikinn 58-62.
Eftir leiki helgarinnar situr 11. flokkur karla í
6. sæti í 2. deildinni með átta stig eftir níu leiki,
fjórir sigrar og fimm töp. Þeir eiga næst leik gegn
Þór Ak. þann 25. janúar í Glerárskóla en þeir sitja
í níunda sæti.
Á Feykir.is má sjá þegar Axel Arnars skorðaði
sigurkörfuna þegar 2,7 sek. voru eftir af leik-
tímanum í fyrri leik liðanna. /SG
Körfuknattleiksdeild Tindastóls | 11. flokkur karla
Sigurkarfan kom þegar 2,7 sek. voru eftir
Lið Tindastóls spiluðu sinn
hvorn leikinn á Kjarnafæðis-
mótinu sl. laugardag og var
leikið á Akureyri. Stelpurnar
mættu FHL, sameiginlegu liði
Austfirðinga, og höfðu sigur en
strákarnir lutu í gervigras gegn
liði Völsungs.
Strákarnir hófu leik kl. 17 og
það tók andstæðingana aðeins
sjö mínútur að koma boltanum
í markið en þá skoraði Gestur
Sörensson. Aðeins þremur
mínútum síðar jafnaði Eysteinn
Bessi Sigmarsson metin en
sigurmark leiksins kom á 33.
mínútu en þar var á ferðinni
Árni Fjalar Óskarsson. Ekkert
mark var því skorað í síðari
hálfleik en tveir leikmanna
Völsungs fengu að líta rauða
spjaldið, fyrst Óskar Ásgeirsson
á 77. mínútu og síðan Jakob
Gunnar Sigurðsson á 90.
mínútu. Ekki tókst Stólunum
að nýta sér liðsmuninn á
þessum skamma tíma og 1-2
tap því staðreynd.
Stólarnir hafa nú spilað alla
fjóra leiki sína í mótinu og
hefja ekki leik í Lengjubikarn-
um fyrr en í byrjun mars. Þeir
nældu í eitt stig í þessum
fjórum leikjum.
Stelpurnar mættu Austfirð-
ingum á Greifavellinum og þar
leit eina mark leiksins ljós strax
á 2. mínútu og það gerði Aldís
María. Bæði lið tefldu fram ansi
ungum mannskap og í raun
aðeins þrír leikmenn á skýrslu
sem fæddust á síðustu öld –
sem sagt 23 ára eða eldri. Yngst
á vellinum var Elísa Bríet
Björnsdóttir frá Skagaströnd en
hún verður 15 ára á þessu ári.
Bekkjarsystir hennar frá Skaga-
strönd, Birgitta Rún Finnboga-
dóttir, leysti hana síðan af á 86.
mínútu.
Lið Tindastóls á eftir að
spila einn leik á Kjarnafæðis-
mótinu, gegn liði Völsungs,
sem fram átti að fara 4. febrúar.
Honum hefur hins vegar verið
frestað þar sem lið Tindastóls á
leik gegn Keflavík daginn eftir í
Lengjubikarnum. /ÓAB
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu
Sigur og tap hjá
liðum Tindastóls
Stólastúlkur spiluðu í
Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á
laugardaginn í fimmtánda leik
sínum í 1. deild kvenna.
Heimastúlkur í Stjörnunni hafa
á að skipa sterku liði og tróna á
toppi deildarinnar með þrettán
sigurleiki og aðeins eitt tap.
Lið Tindastóls hefur aðeins
unnið tvo leiki í vetur en reynir
nú að koma fótunum undir sig.
Leikurinn var sveiflukenndur
en aðeins tveimur stigum mun-
aði í hálfleik. Heimastúlkur
byggðu upp forskot í þriðja
leikhluta og unnu að lokum
sigur, 86-72.
Lið Tindastóls rústaði
Stjörnunni í fráköstum, hirtu
61 frákast á meðan heima-
stúlkur tóku 41. Lið Tindastóls
hitti betur innan 3ja stiga
línunnar en ógnin var lítil sem
engin utan hennar. Liðið tók
aðeins tólf 3ja stiga skot og hitti
úr tveimur á meðan Stjarnan
setti niður átta í 35 tilraunum.
Næst er það KR. 1. feb. /ÓAB
1.deild kvenna | Stjarnan – Tindastóll 86-72
Stjörnustúlkur höfðu
betur gegn liði Tindastóls
11. flokkur Tindastóls karla á móti Vestra í Síkinu um helgina
MYND OG TEXTI : HJALTI VIGNIR SÆVALDSSON.
Aldís María í leik gegn liði Víkings sl. sumar. MYND: ÓAB
04/2023 5