Feykir


Feykir - 25.01.2023, Qupperneq 6

Feykir - 25.01.2023, Qupperneq 6
Í september á liðnu ári var hafist handa við að reisa sérkennilegt mannvirki á Selfelli á Skagaheiði, svokallaða veðursjá (e. weather radar) sem bætist við net veðurstöðva á landinu og auka áreiðanleika veðurspár. Að sögn Óðins Þórarinssonar, sérfræðings á athugana- og upplýsinga- tæknisviði Veðurstofunnar, er radarinn á Skaga, auk annars sem fyrirhugað er að setja upp á Melrakkasléttu, hugsaður til þess að greina betur lægða- gang og úrkomu sem kemur að norðan og geta valdið bæði snjóflóðum og skriðuföllum. Veðursjáin er þegar komin í gagnið og segir Óðinn hana hafa mikla þýðingu fyrir veður- athuganir og þá sérstaklega þau „veður“ sem koma að norðan. Segir hann að á meðfylgjandi skjáskoti hér að neðan sem tekið er af vef Veðurstofunnar síðasta föstudagsmorgun, megi greinilega sjá úrkomu sem laumar sér úr norðrinu. Með þær tvær veðursjár sem áður var treyst á, á Miðnesheiði og Fljótsdalsheiði, sé ljóst að greinanleikinn á veðrinu úti fyrir Norðurlandi hefði verið umtalsvert verri. „Við höfum verið með veðursjár í rekstri á Miðnes- heiði í rúm 30 ár en í kjölfar þess að herinn kvaddi Kefla- víkurflugvöll var veðursjá sem þeir skildu eftir keypt af þeim og sett upp á Fljótsdalsheiði þar sem heitir Miðfell. Við köllum hann reyndar Egilsstaðaradar en hann hefur verið í rekstri í rúm tíu ár. Hann, ásamt tveim- ur færanlegum veðursjám, voru sérstaklega hugsaðir til þess að fylgjast með gosmekki í eldgosum og eru staðsettir við okkar virkustu eldstöðvar, en nýtast vel til veðurathugana. Önnur færanlega veðursjáin er í Gunnarsholti til vöktunar á Heklu, Eyjafjallajökli og Kötlu en hin á Kirkjubæjarklaustri og sér einnig til Kötlu, Bárðar- bungu og Grímsvatna. Veður- sjáin á Fljótsdalsheiði sér til sömu fjalla; Grímsvatna og Bárðarbungu auk þess að horfa til Öskju þannig að við höfum með þessum færanlegu og föstu radörum nokkuð góða sýn á okkar virkustu eldfjöll, en get- um jafnframt flutt þær færan- legu ef önnur eldfjöll bæra á sér.“ Í útskýringu Óðins kemur fram að veðursjárnar senda frá sér geisla sem getur lægstur verið í láréttu plani og vegna lögunar jarðarinnar hækki geislinn eftir því sem fjær dregur og tekur dæmi af því þegar Miðnesheiðarveðursjáin, sem horfði á gosið í Eyjafjalla- jökli og var þá ein virk á þeim tíma, sást gosmökkurinn ekki fyrr en komið var í rúmlega þriggja km hæð. „Til þess eru færanlegu veðursjárnar og með veður- sjánni á Miðfelli sést betur til eldfjalla á austanverðu landinu og mögulegs gosmakkar áður en hann nær þessari hæð.“ Þáttur í ofanflóða- og snjóflóðaeftirliti Óðinn segir að þetta verkefni Veðurstofunnar sé unnið í samstarfi við alþjóðaflugið sem hafi í rauninni kostað kaupin á VIÐTAL Páll Friðriksson Veðursjá á Skaga | Viðtal við Óðin Þórarinsson sérfræðing á Veðurstofunni Veðursjá sem greinir lægðar- gang og úrkomu úr norðri báðum færanlegu veðursjánum og uppsetningunni á veður- sjánni á Miðfelli. Veðursjárnar komi enda flug-inu til góða en líkt og með dæmið um gos- mökkinn hér að framan sást hann ekki í ákveð-inni fjarlægð með einni veður-sjá fyrr en í mikilli hæð. „Nú er verið að byggja upp kerfi sem samanstendur af þessum veðursjám sem taldar eru upp hér að framan. Reyndar erum við að skipta út veður- sjánni á Fljótsdalsheiðinni því þó að hann hafi góða sýn á eld- fjöllin þá sér hann ekki nógu vel út á haf í suðaustur. Þess vegna er hún færð, eða byggð upp á nýtt á Bjólfi fyrir ofan Seyðis- fjörð. Sú veðursjá átti reyndar að verða á undan í röð-inni en vegna aðstæðna og veðurs í haust varð Skagatá framar í röðinni og er sú veðursjá þegar komin í gagnið. Hún hefur mikla þýðingu fyrir veður- athuganir og þá sérstaklega þau Í byrjun október var unnið við að ljúka uppsetningu mannvirkisins sem hýsir tæknibúnað veðursjárinnar á Skagaheiði. MYND: JÓI ÞÓRÐAR. Aðdráttur vegna framkvæmda í september. MYND: GUNNI RÖGG 6 04/2023

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.