Feykir


Feykir - 25.01.2023, Side 8

Feykir - 25.01.2023, Side 8
 °°° Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Ingubjörg Tómasdóttir frá Brenni- borg í Lýtingsstaðahreppi sem er höf- undur fyrstu vísunnar að þessu sinni. Mun hún trúlega ort upp úr 1960. Er hún send til Jóns Jónssonar, sem þá starfaði í mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Mun tilefni hennar það að einhver vafi mun hafa verið um hvaða gæði mjólkin frá því öfluga samlagi hafði að geyma. Undarlegt er að mér finnst ef enginn fær að vita, hvaða mjólk er kannski þynnst né hvað er mikil fita. Talsverð umræða hefur nú undanfarið verið um væntanlegar virkjanir. Kemur þar hver vankahausinn á eftir öðrum og mótmælir þeim nauðsynlegu fram- kvæmdum. Þorgeir Magnússon er höf- undur að þessari: Sumar ár má aldrei virkja eða stífla gil. Sumir skyldu ekki yrkja aðeins vera til. Talsverð umfjöllun hefur verið nú í vetur um þá fávisku sem kölluð er fótbolti. Þórður Júlíusson er víst einn af aðdáendum þeirrar iðju. Hann yrkir: Magnaður er þessi Messí. Marksparki er hann sko hress í. Sá knattspyrnukall er kannski svo snjall því nafni hans finnast 2 s í. Allir vísnavinir vita trúlega um þann afkastamikla Guðmund Arnfinnsson. Tvær ágætar vísur koma hér eftir hann: Ungu skáldin eðal góð um allt sem heitið getur, yrkja í frjálsu formi ljóð og færa þau í letur. Eldri skáldin eðal fín auðga vísna sjóðinn, yrkja um hesta, ást og vín upp á gamla móðinn. Skömmu fyrir jól fréttist af öflugum heim- ilisiðnaði þeirra hjóna í Víðimýrarseli. Að mér setur engan beyg eða nokkra krísu. Konan hnoðar kökudeig karlinn gerir vísu. Einhverju sinni er Jón átti leið til Akureyrar og horfði á fjallið Kaldbak handan fjarðarins verður þessi vísa til: Væna skafla vetur bjó vítt um lendur jarðar. Lít ég Kaldbak krýndan snjó konung Eyjafjarðar. Í suðvestan strekkingi og frosti, 20. janúar 2019, verður þessi til: Vantar sól og víða skjól veðrast ból hjá flúðum. Vetrargjólu vindaról vefur hólinn dúðum. Vísnaþáttur 824 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Næstu vísu tileinkar Jón 22. mars 2019. Bjartasta vonin er þá birtan sem ört vex. Krenkir lýðinn kuldatíðin kafaldshríðin eyðir ró. Rísa á fætur ránar dætur rökkrið lætur völdin þó. Þegar 25. febrúar 2019 gengur í garð á Skörðum er allt í einu sunnlensk vorblíða í kortunum með hita á mælinum í Selinu. Góða veðrið sýnir sig sæmdar búið dáðum. Snjórinn horfinn, hitastig helst í fjórum gráðum. Ein vísa kemur hér í viðbót eftir Jón: Náttúran er indæl öll ís á þúfnakollum. Lít ég úti fönnug fjöll og freraskán á pollum. Þórarinn Þorleifsson, sem oftast var kenndur við Skúf í Norðurárdal, er höfundur að þessari: Orðin verða oft sem ský elt af vindablaki. En það er stundum ylur í einu handartaki. Pétur Stefánsson mun vera höfundur að þessari: Kuldinn hér við Atlantsál í mér magnar hrollinn. Færir manni frið í sál fyrsti kaffibollinn. Ágæt hringhent vísa kemur hér næst eftir Pétur: Sýnir ellin ekkert slig álög hnellin þylur. Andinn hellist yfir mig eins og fellibylur. Sá góði hagyrðingur Davíð Hjálmar mun einhverju sinni hafa gengið á Kerlingu, sem mun vera talið með hæstu fjöllum í byggð hér á Norðurlandi. Þangað kom- inn yrkir hann svo: Takmarkinu tókst að ná með töf við nokkra staði. Kerlingu nú er ég á í einu svitabaði. Einhverju sinni mun Davíð Hjálmar hafa heyrt af svokallaðri fuglatalningu um vetur. Við Hvalfjörð sá Filippus fálka og fýl, þar var teista og álka, hann sá dúfu hjá Þyrli og dáðist að smyrli en datt fyrir björg, það var hálka. Fleira kemst ekki á dagskrá þessa þáttar, og veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Nú nýverið gaf Króksarinn Malen Áskelsdóttir út sína fyrstu plötu, Back Home, og er hægt að hlýða á hana á Spotify. Malen er næstelst dætra Völu Báru Valsdóttur og Áskels Heiðars Ásgeirssonar. Lögin eru lauflétt og grípandi, oftar en ekki lágstemmt kántrýskotið popp en hún samdi lög og texta yfir þriggja ára tímabil, frá 2019 og fram í árs- byrjun 2022. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Malen. Hvernig semur þú lög og texta? „Það er mjög misjafnt hvernig ég sem lög og mjög misjafnt hversu vel það gengur að semja þau - stundum koma þau hratt en stundum ekki og þá jafnvel læt ég það sem er komið í friði í einhvern tíma og skoða það svo aftur seinna. Þegar ég er fljót að semja lag þá er ég yfirleitt að semja laglínuna og textann á sama tíma. Stundum sem ég laglínuna á undan en þá þarf ég yfirleitt að leggja mig mikið fram við að semja texta sem mér finnst passa.“ Um hvað fjalla textarnir? „Ég held að fólk túlki alltaf texta á mismunandi hátt, hugsi þá út frá sér og sinni reynslu. En í stuttu máli myndi ég segja að lögin á plötunni fjalli um ástina en frá alls konar sjónarhornum.“ Hverjir sjá um undirleik og upptökur á plötunni? „Mitt fyrsta lag tók ég upp hjá Stefáni Erni og Reynir Snær spilaði á gítar. Svo fórum við Reynir að vinna meira saman, ég sendi honum alls konar demo og við tókum fyrst upp lagið All The Time og gáfum út. Söngurinn í því lagi er tekinn upp hjá Eyþóri Inga. Ég tók upp þrjú lög í viðbót hjá Reyni og hann, ásamt Bergi Einari og Magnúsi Jóhanni, hjálpuðu mér að útsetja og spila inn á þau. Svo kynntist ég öðrum skemmtilegum pilti sem heitir Baldvin Hlynsson og endaði á því að taka upp tvö lög á plötunni hjá hon- um. Sólrún Mjöll, Arnar Freyr og Halldór Sveinsson spiluðu einnig inn á plötuna.“ Ætlar að halda kántrýtónleika í ár Malen Áskelsdóttir var að gefa út plötuna Back Home Malen. MYND AÐSEND Hvaða tónlist höfðar helst til þín? -Ég hlusta á mjög mismunandi tónlist. Popp, country, rokk, hiphop, rapp, folk – þetta er allt skemmtilegt, fer bara eftir því í hvernig stuði ég er. Þegar kemur að því að semja þá hefur Taylor Swift haft mikil áhrif á mig. Einnig Kacey Musgraves, Lizzy McAlpine, Emilíana Torrini…og ég gæti haldið áfram í allan dag. Ætlarðu að fylgja plötunni eftir á einhvern hátt? „Ég stefni á að halda country-tónleika í Skagafirði á árinu. Þar mun ég flytja lög eftir mig og ábreiður og verð með hóp af flottu tónlistarfólki með mér. Svo held ég vonandi áfram að gigga eitthvað. Ég hef ekki mikið verið að setja mér langtímamarkmið, frekar að plana bara næsta skref sem ég vil taka, veit ekki hvort það sé skipulagsleysi eða ég að vera góð í núvitund,“ segir Malen og hlær. Hún segir að það sé mjög gaman, en líka scary, að koma einhverju frá sér sem maður hefur skapað. „Að opna sig og semja lög um tilfinningarnar sínar og leyfa svo öllum að heyra lögin er svolítið eins og að leyfa öllum að lesa dagbókina þína. En ég er búin að vera mjög dugleg að æfa mig í því að hlusta ekki á egóið þegar það fer að láta mig efast um sjálfa mig. Það er allt miklu léttara þegar ég leyfi mér að vera ég sjálf og svo finnst mér alltaf koma betur í ljós að þetta skiptir ekki neinu máli – það gerist ekkert ef ég klúðra einhverju uppi á sviði eða gef út lag sem einhver fílar ekki. Svo ég tek undir þessa klisju og hvet alla til þess að reyna að hætta að pæla í hvað öðrum finnst. - Mig langar líka að þakka fyrir æðislegar viðtökur. Mér þykir mjög vænt um öll fallegu orðin sem ég er búin að fá um plötuna,“ segir Malen að lokum. /ÓAB 8 04/2023

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.