Þroskaþjálfinn - 2003, Síða 4

Þroskaþjálfinn - 2003, Síða 4
Formanns- pfsffll Ágæti lesandi Þroskaþjálfafélag Islands hélt starfs- daga í Borgarnesi 7.-8. nóvember s.l. Fyr- ir þá þroskaþjálfa sem þangað komu voru þetta góðir dagar þar sem bæði krefjandi og frjó umræða átti sér stað. Sú umræða á vonandi einnig eftir að ná til þroskaþjálfa og annarra sem áhuga hafa en voru ekki á starfsdögunum. Ymis fagleg og siðferðileg álitamál voru rædd í Borgarnesi, þar á meðal að- stæður sem geta leitt til þvingunar og valdbeitingar í þjónustu við fólk með fötl- un, áhrif naums skammtaðs fjármagns til málefna fatlaðs fólks og ný reglugerð um búsetuþjónustu fatlaðra. Það má reyndar geta þess að umræðan um þvingun og valdbeitingu hefur verið virk innan félags- ins um nokkurra ára skeið og verða þær raddir æ háværari sem benda á nauðsyn þess að yfirvöld marki skýra og greinar- góða stefnu um þessi mál. Stefnu sem leiði til þess að þvingun og valdbeiting í þjón- ustu við fólk með fötlun heyri fortíðinni til. Á starfsdögunum voru samþykktar 3 ályktanir sem sendar voru til félagsmála- ráðherra. Ein þeirra fjallaði um þvingun og valdbeitingu: Þroskaþjálfafélag fslands skorar á fé- lagsmálaráðherra að beita sér fyrir setn- ingu laga um aðgerðir sem hindra þving- un og valdbeitingu í starfi með fólki með fötlun. I þessu sambandi má benda á norska löggjöf sem sett var árið 1999 um þvingun og valdbeitingu sem er talin hafa sannað gildi sitt. Hefur hún, m.a. leitt til þess að verulega hefur dregið úr þvingun- um í starfi með fólki með þroskahamlanir þar í landi. Við gerð frumvarpsins er ósk- að eftir að haft verði samráð við Þroska- þjálfafélag íslands og hagsmunasamtök fatlaðra. En hvað er þvingun og valdbeiting í þjónustu við fólk með fötlun? Er verið að tala um þætti eins og að svipta einhvern frelsi sínu, að láta fólk gera eitthvað sem er því óljúft að gera, að skikka fólk í aðstæð- ur sem eru því óhagstæðar og ekki valdar af viðkomandi eða er jafnvel verið að tala um eiginlegar „refsingar“ á fólk sem hugs- anlega fer ekki eftir einhverjum boðum og bönnum sem sett eru í kringum líf þess? Getur það verið að fólk sem ekki er svipt sjálfræði sínu upplifi þvinganir af hálfu þeirra sem eiga að veita því lögbundna þjónustu? Þjónustu sem lögum samkvæmt á að skapa því sambærileg lífsskilyrði og aðrir þegnar þessa lands búa við. Getur það verið að fötluð börn eigi frekar á hættu en ófötluð börn að vera beitt þving- unum? Jú þetta getur allt verið og þannig er það alltof oft. En hvers vegna hljóta ein- hverjir að spyrja sig? Erum við eklti búin að læra hvernig á að gera og tileinka oklt- ur vinnubrögð sem byggja á mannúð og virðingu fyrir mannréttindum? Jú vissu- lega höfum við lært margt og fáir ef ein- hverjir samþykkja þvingun sem hluta af þjónustunni, hefðu þeir um það val. En hvers vegna er þvingun eins algeng og hún er? Eru aðstæður fólks þannig að eltki er hægt að bjóða því einstaklingsmiðaða þjónustu án þvingandi aðgerða? Að sjálf- sögðu búa margir við aðstæður þar sem þvingun er ekki til staðar eða hún er alla vega í lágmarki en því miður þá búa aðrir við aðstæður þar sem þvingun er hluti af Salóme Þórisdóttir daglegu lífi þeirra. Þessir einstaklingar eiga oft við mikla fötlun að stríða og þarfnast mikillar og nákvæmrar þjónustu. Um- hverfisáreid eru þeim erfið og samskipti við annað fólk oft það flóknasta sem mæt- ir þeim. Hvernig er þjónustuþörf þessa fólks mætt og um leið mætti spyrja hvern- ig eru starfsaðstæður þeirra sem við þessa þjónustu starfa? Jú þessu fólki er í lang- flestum tilfellum veitt búsetuþjónusta í sambýli þar sem íbúar geta verið allt að 6, einkarými jafnvel ekki meira en 10 - 12 fm og jafnvel minna. Starfmannahaldið einkennist af of fáum stöðugildum og oft mikilli nýliðun þar sem ófaglærðir starfs- nienn eru í miklum meirihluta. Fagleg einstaklingsmiðuð þjónusta er ekki fram- kvæmanleg við þessar aðstæður og þjón- ustan miðast aðeins við að mæta helstu grunnþörfum fólks, oft án sjálfsagðra mannréttinda eins og öryggis á eigin heimili, möguleika til að hafa áhrif á eigið líf eða að eiga kost á að stunda atvinnu, tómstundir eða menningarlíf. Við þannig aðstæður er ekki hægt að segja að farið sé að lögum. Markmið laga um málefni fatlaðra er að tryggja fólki með fötlun jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélags- þegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Þessum lögum og siða- reglum sínum ber þroskaþjálfum að fara eftir í starfi sínu. Æ oftar hefur það gerst að þroskaþjálfar finna sig í aðstæðum þar sem þessum grundvallaratriðum er ekki fullnægt. Þjónustan mætir á lítinn eða jafnvel engan hátt markmiðum laganna um málefni fatlaðra og ekki er hægt að fara að siðareglum stéttarinnar sem kveða

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.