Þroskaþjálfinn - 2003, Side 7

Þroskaþjálfinn - 2003, Side 7
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir skrifar fró Sauðórkróki Á haustdögum kom útgáfuráð Þroska- þjálfans að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki til í að skrifa um hvað þroska- þjálfar í Skagafirði væru að gera. Eg tók ekkert illa í það þó ég hefði ekki grænan grun um hvað ég ætti að skrifa. Niðurstað- an var sú að stikla kannski á stóru hvernig málefnum fatlaðra er háttað hér í Skaga- firði árið 2002. Árið 1998 gerði samband sveitafélaga á Norðurlandi Vestra samning við Félags- málaráðuneytið, þess efnis að svæðisskrif- stofan yrði lögð niður og sveitafélögin tækju að sér þá þjónustu sem hún hefði innt af hendi. Sambýlin og skammtíma- vistun yrðu samt ekki á þeirra vegum heldur myndi Byggðarsamlag um málefni fatlaðra hafa yfirumsjón með þeim rekstri. Nýr samningur var svo gerður 2002 og þá varð sú breyting að sveitarfélögin tóku einnig við rekstri sambýla á sínum svæð- um. Á Sauðárkróki eru í dag tvö sambýli, annað með sjö íbúa og hitt með tvo, Iðja (verndaður vinnustaður), starfsbraut í fjöl- brautaskólanum og námsver í grunnskól- anum. Hér er einnig staðsett skammtíma- vistun sem þjónar svæðinu frá Siglufirði að botni Hrútafjarðar. Hjá félagsþjónustu Skagafjarðar eru starfandi tveir þroskaþjálfar í ráðgjafastöð- um; Þuríður Ingvarsdóttir sem er deildar- stjóri í málefnum fatlaðra 18 ára og eldri, sér meðal annars um sjálfstæða búsetu, lið- veislu og frekari liðveislu. Dóra Heiða Halldórsdóttir er deildarstjóri málefna fatlaðra 17 ára og yngri. Hún er einnig forstöðuþroskaþjálfi í skammtímavistun og sér um leikfangasafnið. Undirrituð er forstöðuþroskaþjálfi í Iðju-Hæfingu og þar til í haust sá þroskaþjálfi um verkefnið Atvinna með stuðningi (Ams). Nú í haust var sett á laggirnar þjón- ustuteymi fatlaðra þar sem sitja þrír áður- nefndir þroskaþjálfar ásamt forstöðu- mönnum sambýla, starfsmanni Ams og framkvæmdastjóra Fjölskyldu- og þjón- ustusviðs. Hlutverk teymisins eru eftirfar- andi: Að fara yfir mál þeirra einstaklinga með fötlun sem eru með „samsetta" þjónustu og meta hvort hún sé við hæfi Að málefni hvers einstaklings með fötlun séu tekin fyrir amk. einu sinni á ári Hafa umsjón um ferðaþjónustu fatl- aðra. Nú eftir áramótin er hugmyndin að auka tengsl Iðjunnar við vinnumarkaðinn enn frekar. I samstarfi við starfsmann Ams er ætlunin að bjóða flestum ef ekki öllum fötluðum starfsmönnum Iðju-Hæfingar starfsþjálfun á almennum vinnumarkaði, sem ekki eru nú þegar í vinnu. Unnið verður eftir hugmyndafræði Ams og munu almennir starfsmenn Iðju verða til aðstoðar. Að lokum langar mig að nefna verk- efni sem við hér í Skagafirði erum sérstak- lega stolt af. Snemma árs 2001 byrjaði ég í samstarfi við fleiri að bjóða upp á reið- þjálfun einu sinni í viku þar sem starfs- menn með fötlun fóru á vinnutíma úr Iðj- unni. Tilgangurinn var að bjóða upp á hestamennsku sem aíþreyingu en auk þess að leyfa þeim sem sitja í hjóiastól að upp- lifa þessar gönguhreyfingar sem við hin upplifum og ekki var verra að vera nú loksins hærri en þeir sem í kringum mann voru. I byrjun voru sjö sem nýttu sér þetta, þar af þrír sem eru í hjólastól. I stuttu máli hefur þetta gefist afskaplega vel og hefur alltaf verið að vinda upp á sig. I dag er svo komið að níu starfsmenn með fötlun fara á hestbak úr Iðjunni, tveir nemendur koma úr Námsveri grunnskól- ans og nú alveg á næstunni ætlar starfs- braut fjölbrautaskólans að byrja með hestamennsku tvisvar sinnum í viku. Grunnskólinn metur þetta sent líkams- þjálfun og greiðir fyrir nemendur sína sem íþróttatíma. Sjúkraþjálfarar hér á staðnum hafa líka verið að sýna þessu áhuga og mælt með aukningu næsta vetur fyrir sitt fólk. I sumar gaf Skagafjarðardeild Rauða kross Islands sérsmíðaðan hnakk sem ger- ir knapann sjálfstæðari og minnkar þann stuðning sem aðstoðarmaður þarf að veita. Reiðhöllin sem við nýtum í reiðmennsk- unni er rétt við hesthúsahverfið hér á Sauðárkróki og ég hafði sérstaklega gaman af því þegar hinn almenni hestamaður kom og kíkti á hvað væri eiginlega um að vera í húsinu. Að mínu mati hefur þetta heppnast mjög vel og sýnt að hesta- mennska er einstaklingum með fötlun mjög gefandi og eykur lífsgæði þeirra og möguleika á að njóta þeirra tómstunda sem við hin njótum. Steinunn Rósa GuSmundsdóttir B.ed. íproskaþjálfun frá KHI2000 ForstöSuþroskaþjálfi ISju-Hcefingar, SkagafirSi

x

Þroskaþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.