Þroskaþjálfinn - 2003, Síða 8

Þroskaþjálfinn - 2003, Síða 8
 Snemmtæk atferlisíhlutun fyrir börn með einhverf u Samvinnuverkefni Ráðgjafar- og sálfræðideildar Leikskóla Reykjavíkur og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Um verkefnið Haustið 2001 fór af stað umfangsmik- ið þróunarverkefni undir stjórn Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa á Ráðgjafar- og sálfræðideild (RAS) Leikskóla Reykja- víkur (LR) og Guðnýjar Stefánsdóttur þroskaþjálfa á Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins (GRR). Verkefnið ber heitið „Snemmtæk atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu“ og fjallar um skipulag, ferli og gæði atferlisíhlutunar fyrir börn með ein- hverfu. Tilgangur þessa yfirlits er að segja frá markmiðum verkefnisins og skýra í stuttu máli þá verkþætti sem þau innihalda. Þátttakendur og framkvæmd Þrjú ung börn með einhverfu, fjöl- skyldur þeirra og þjónustuteymi eru þátt- takendur í verkefninu. Foreldrar barnanna óskuðu eftir snemmtækri atferlisíhlutun og hófst sú þjálfun haustið 2001 í þremur leikskólum Reykjavíkurborgar. Hvert barn nýtur þjónustu þroskaþjálfa, leik- skólakennara og/eða aðila með B.A. í sál- arfræði. Unnið er út frá aðferðum sem Dr. Ivar Lovaas og Dr. Tristram Smith hafa þróað í tengslum við rannsóknir á áhrifum at- ferlismeðferðar á börn með einhverfu. Snemmtæk atferlisíhlutun (behavioral early intervention) merkir í þessu sam- hengi meðferð/þjálfun ungra barna með einhverfu byggða á hagnýtri atferlisgrein- ingu. I daglegu tali er algengast að talað sé um atferlismeðferð. I maí 2002 var lokið við gerð þróunar- áætlunar en hún er unnin af okkur Sig- rúnu með aðstoð Ólafs H. Jóhannssonar lektors í stjórnsýslufræðum við Kennara- Guðný stundar nú framhaldsnám í þroskaþjálfun jafnhliða starfi sínu á fagsviði einhverfu og málhamlana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. háskóla Islands þar sem við stundum framhaldsnám. Starfsfélagar okkar þau Agnes Elídóttir þroskaþjálfi, Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, Helgi Hjartarson sálfræðingur, Þórhalla Guðmundsdóttur leikskólasérkennari og Anna Lind Péturs- dóttir sálfræðingur mynda með okkur stýrihóp sem fundar reglulega. Stýrihóp- urinn vann að gerð þróunaráætlunar ásamt því að útfæra nú einstaka þætti verkefnisins. Yfirmenn oklear þau Evald Sæmundsen sviðsstjóri fagsviðs einhverfu og málhamlana á GRR og Margrét Vallý Jóhannsdóttir yfirmaður fagsviðs LR, funda reglulega með stýrihópnum og fylgjast með verkefninu. Um markmið verkefnisins Þróunarverkefninu er ætlað að verða nokkurskonar uppskrift eða verkáætlun um hvernig æskilegt sé að skipuleggja og framkvæma snemmtæka atferlisíhlutun fyrir börn með einhverfu í leikskólum, þannig að hún standist kröfur um gæði. Lagðar eru til grundvallar niðurstöður rannsókna á áhrifum atferlismeðferðar á börn með einhverfu, ásamt reynslu og þekkingu sérfræðinga á því sviði hérlendis og erlendis. Verkefninu er ætlað að hafa í för með sér þann ávinning að auka lífsgæði barna með einhverfu og fjölskyldna þeirra, gera fleiri börnum með einhverfu mögulegt að njóta árangursríkrar þjálfunar innan leik- skóla og að stuðla að faglegum og gæða- stýrðum vinnubrögðum. Markmið verkefnisins eru: Að byggja upp þekltingu og reynslu á öllum stigum þjónustunnar. Að skipulag og framkvæmd uppfylli kröfur um fagleg gæði. Að gera snemmtæka atferlisíhlutun sýnilegri og skoða hvort hún sé fram- kvæmanleg innan leikskólans. Að útbúa verkáætlun/verklýsingu sem slcýrir þjónustuferli og verkaskiptingu. Með markmiðum er skilgreint í hverju gæðin eiga að felast og hvaða umbætur eiga sér stað í ferlinu. Hverju markmiði er skipt niður í verkþætti til nánari útfærslu og þróunar. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og hef- ur hver liður verið settur inn á tímaplan og er yfirumsjón verkþátta skipt á milli þátttakenda. I markmiðum felst m.a.:

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.