Þroskaþjálfinn - 2003, Page 9

Þroskaþjálfinn - 2003, Page 9
Þessi mynd er af lan Anthony og Hrefnu þroskoþjálfa þau eru bæði þátttakendur i þróunarverkefninu. Að byggja upp þelddngu og reynslu á öllum stigum þjónustunnar: Sigrún Kristjánsdóttir og Þórhalla Guðmundsdóttir eru nú í ráðgjafanámi undir handleiðslu Agnesar Elídóttur, Guðnýjar Stefánsdóttur og Sigríðar Lóu Jónsdóttur. Starfsþjálfun ráðgjafa í aðferð- um atferlismeðferðar miðar að því að þeir uppfylli gæðakröfur sem gerðar eru til meðferðarráðgjafa. Utbúin verður lýsing á starfsþjálfun og námi m.t.t. þeirra gæða- krafna sem gerðar eru erlendis og er henni ætlað að verða leiðbeinandi fýrir aðra sem hafa áhuga á þessari leið. Gerð verður áætlun um hvernig beri að viðhalda þekk- ingu ráðgjafa á GRR og stuðla að sí- menntun þeirra með aðgangi að nám- skeiðum, ráðstefnum og reglulegri þjálfun erlendis. Verkefninu er einnig ætlað að stuðla að því að þjálfar fái tækifæri til þess að auka við þekkingu sína. Lögð er áhersla á að kenna og leið- beina foreldrum og þjálfum að nota að- ferðir og tækni meðferðarinnar á réttan hátt og að fræða allt starfsfólk leikskólans um einhverfu og snemmtæka atferlisíhlut- un. Þetta er gert með fræðslufundum, námskeiðum, þjálfunarvinnufund- um(workshops) og gerð fræðsluefnis. Einnig er ráðgert að byggja upp að- gengilegt safn upplýsinga fyrir foreldra, þjálfa, ráðgjafa og aðra sem tengjast atferl- isíhlutun. Að skipulag og framkvæmd uppfylli kröfur um fagleg gæði: Verkefninu er ætlað að sýna fram á hvaða lágmarkskröfur þurfi að uppfýlla á öllum stigum þjónustunnar svo hægt sé að bjóða upp á snemmtæka atferlisíhlutun sem stenst kröfur um fagleg gæði. Bornar verða saman gæðakröfur hérlendis og er- lendis þar sem reynsla er meiri. Gert er ráð fýrir að nýta m.a. upplýsingar úr handbók New York fýlkis „Clinical Practice Guideline, Report of the Recommenda- tions“ við uppbyggingu þjónustunnar. Að gera snemmtæka atferlisíhlutun sýnilegri og skoða hvort hún sé fram- kvæmanleg innan leikskólans: Þessu markmiði er ætlað að ná með því að kynna þróunarverkefnið og snemmtæka atferlisíhlutun fýrir starfs- mönnum þeirra stofnana sem verkefnið tekur til, hjá fagfélögum, hagsmunasam- tökum og með greinarskrifum. Að útbúa verkáætlun/verldýsingu sem skýrir ferli og verkaskiptingu: Slík áætlun yrði leiðbeinandi fýrir skipuleggjendur þjónustu, foreldra barna í snemmtækri atferlisíhlutun og aðra þá sem koma að þjónustu við þau. Verkáætl- unin ætti að svara spurningum um hvern- ig ber að undirbúa atferlisíhlutun, hvaða skilyrði þarf að uppfýlla í leikskóla, ráð- gjafarþjónustu og heima og hver ber ábyrgð á tilteknum verkum. Mat á framgangi verkefnisins Framgangur verkefnisins er metinn reglulega og fer næsta heildarmat fram í apríl 2003. Aðilar stýrihópsins vinna markvisst að verlcþáttum markmiðanna og í þeirri vinnu skapast svigrúm fýrir nýjar hugmyndir. Þróunarstarf sem þetta veitir töluvert svigrúm til að útfæra og prófa nýjungar. Avinningur Reiknað er með að verkefnið skili hagnaði þegar til lengri tíma er litið. Gerð- ar hafa verið rannsóknir um beinan fjár- hagslegan ávinning af áhrifum atferlis- meðferðar fýrir börn með einhverfu til dæmis „Financial Cost and Benefits of In- tensive Early Intervention for Young Children with Autism“ (Jacobson, Mulick, Green. 1996). Niðurstöður rannsókna af þessu tagi þarf að skoða betur í tengslum við þessa þróunaráætlun. Gert er ráð fýrir að skipu- lag og þjónusta sem þessi leiði af sér minni þjónustuþörf. Þróunarverkefninu er ætlað að hafa í för með sér þann ávinning að auka lífs- gæði barna með einhverfu og fjölskyldna þeirra ásamt því að gera fleiri börnum með einhverfu mögulegt að njóta árangursríkr- ar þjálfunar. Það er von þeirra sem vinna að verk- efninu að það hafi einnig í för með sér fag- legan ávinning og að það innihaldi raun- hæfa áætlun sem miðast við raunverulegar þarfir. Ef verkefnið hefur notagildi á öll- um stigum þjónustunnar aukast líkur á að þróunaráætlunin nái að festast í sessi og stuðli að framþróun. Styrktaraðilar Vísindasjóður Þroskaþjálfafélags Is- lands hefur styrkt Agnesi Elídóttur og undirritaða mjög myndarlega og er ætlun- in að nýta þann fjárstyrk í gerð fræðsluefn- is, má þar nefna þjálfunaráætlanir (aðferð- ir, útfærsla og gögn) og vinnslu verklags- reglna fýrir gæðastýrða íhlutun. Styrktar- sjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson, hefur einnig styrkt verkefnið. GuSný Stefánsdóttir þroskaþjálfi og ráSgjafi í snemmtakri alferlisíhlutun. FagsviSi einhverfu og málhamlana, Greiningar- og ráSgjafarstöS ríkisins. GuSnj hefitr starfaS sem þroskaþjálfi síSan 1986, mest viS greiningu, þjáfim og ráSgjöf til foreldra ungra harna meS fatlanir ogþjónustuveitenda þeirra. SíS- ustu ár hefur GuSný sérhœfi sig á sviSi alferlisíhlutunarfyrir ung börn meS ein- hverfu og skyldar fatlanir og aflaS sér þekkingar m.a. í Noregi til aS veita sér- hœfSa ráSgjöf á því sviSi. Q

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.