Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 10
Animal Asissted Theranv
MEÐFERÐARLEGT GILDI
HUNDA FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA MEÐ
EINHVERFU
Hlutverk hundsins: „Þegar hundurinn
var skapaður sleikti hann hönd Guðs
og Guð strauk hundinum um höfuðið
og sagði: „Hvað vantar þig hundur?“
Hundurinn svaraði, „Herra minn, ég
vil vera hjá þér á himnum, sitjandi á
mottu fyrir framan hliðið...“ Marie
Noel. (Mery, Fernand. 1970:193).
Inngangur
I janúar síðastliðnum lauk ég námi
mínu til B.A.-gráðu við KHI þroskaþjálfa-
braut. I lokaritgerðinni skrifaði ég um
meðferðarform sem hafa verið síðustu tvo
áratugi í þróun víða um heim og þá helst í
Bandaríkjunum. Þessi meðferðarform eru
„meðferð með hjálp dýra“ og „virkni með
hjálp dýra“ („Animal Assisted Therapy og
„Animal Assisted Acitivity"). Þau henta
mörgum markhópum í heilbrigðis -og/eða
félagskerfmu s.s. blindum, börnum með
klofm hrygg (cerebral palsy), heyrnar-
skertum, heilasköðuðum, mænusköðuð-
um, öldruðum og síðast en síst börnum og
unglingum með einhverfu.
I ágripi ritgerðarinnar sem ber nafnið
„Meðferðarlegt gildi hunda, fyrir börn og
unglinga með einhverfu“ segi ég frá aðdá-
un minni frá því ég man eftir mér á loðn-
um dýrum þá sérstaklega, hundum og
köttum og hve oft ég hef velt eiginleikum
þessara dýra fyrir mér. I starfi mínu síðast-
liðna þrjá áratugi með fólki með fötlun
hefur áhugi minn legið m.a. í starfi með
fólki með einhverfu. Mér fannst það alveg
tilvalið að láta áhuga minn á sitthvoru
sviðinu njóta sín og einblíndi því á notk-
un hunda í þessum meðferðarformum fyr-
ir börn og unglinga með einhverfu.
Til að öðlast frekari skilning á þessum
meðferðarformum ákvað ég að gera vett-
vangs-athugun og fékk leyfi til þess á einu
af meðferðarheimilum, fyrir börn og ung-
linga með einhverfu, á Reykjarvíkursvæð-
inu. Mér til aðstoðar notaði ég tíkina
mína BIRTU sem er af „Golden Retri-
ever“ tegundinni og stóð hún sig fullkom-
lega í því hlutverki án þess að hafa fengið
þjálfun í það hlutverk.
Sennilega er þetta önnur rannsóknin
sem gerð hefur verið á þessum meðferðar-
formum hér á landi. Sú fyrsta var gerð
vorið 2001 af Ingibjörgu Hjaltadóttur
hjúkrunarfræðingi ásamt nokkrum hjúkr-
unarfræðingum. Um var að ræða eigind-
lega rannsókn á því hvaða áhrif heim-
sóknir hunda hefðu á Iíðan heilabilaðra
sjúklinga og var rannsóknarvettvangurinn
ein af öldrunarstofnunum borgarinnar.
I vettvangsathugun minni studdist ég
við eigindlega rannsóknaraðferð. Rann-
sóknar-spurningin var: Er hægt að nýta
meðferðarformin „meðferð með hjálp
dýra“ og „virkni með hjálp dýra“ með öðr-
um meðferðarformum sem börnum og
unglingum með einhverfu standa til boða?
Tilgangurinn var marg-þættur, en fyrst og
fremst að varpa ljósi á gildi meðferðar-for-
manna.
H ugmy adafræðin
Delta Society eru samtök í Bandaríkj-
unum sem stofnuð voru 1977 en þau bera
ábyrgð á því að safna saman því vísinda-
lega rannsóknarstarfi sem framkvæmt hef-
ur verið á sviði tengslamyndunar milli
manna og dýra. Hlutverk þessara samtaka
er að bæta heilsu manna með aðstoð þjón-
ustu -og meðferðardýra. Markmiðin með
starfi samtakanna eru;
að auka meðvitund almennings á þeim
jákvæðu áhrifum sem dýr geta haft á
heilsu og þroska manna
að yfirvinna hindranir sem koma í veg
fyrir þátttöku dýra í daglegu lífi
manna
að fjölga hlutverkum, meðferðar- og
þjónustudýra s.s í þjónustu, til mennt-
unar og heilsu bótar (deltascoci-
ety.2001).
Formleg skilgreining á „meðferð með
hjálp dýra“ samkvæmt Delta Society er
eftirfarandi: „„Meðferð með hjálp dýra“ er
meðferðarform sem notað er til að ná fram
tilgreindu markmiði, þar sem dýr (sem
uppfylla ákveðin skilyrði) eru notuð sem