Þroskaþjálfinn - 2003, Side 11
hluti af meðferðinni. Meðferðin er í
höndum fagfólks innan heilbrigðiskerfis-
ins með sérhæfingu á ákveðnu sviði og
starfsreynslu innan síns sérsviðs“ (Asta B.
Pétursdóttir 2000: fylgiskjal C). Markmið
meðferðar er að stuðla að bættri andlegri,
líkamlegri, félagslegri, tilfinningalegri
og/eða vitrænni starfsemi einstaklingsins.
Meðferðinni er beitt við mismunandi að-
stæður og getur verið um einstaklings -eða
hópmeðferð að ræða. Ahersla er lögð á að
meðferðarferlið sé skráð og árangurinn
metinn eftir hvern meðferðartíma.
Mikil vinna felst í því að gera þau dýr
sem nota skal við meðferðina hæf til að
gegna þessum hlutverkum. Þeim er gert
að ganga í gegnum ýmis próf og stranga
þjálfun. Samkvæmt lögum um málefni
fatlaðra í Bandaríkjunum eru þessi dýr
(„service animals“) skilgreind sem dýr er
fengið hafa sérstaka þjálfun til að aðstoða
fólk með fötlun við eina eða fleiri athafnir
daglegs lífs s.s. að vísa veginn, að sækja
ákveðna hluti, að opna hurð, að veita lík-
amlegan stuðning, að bregðast við floga-
veikisköstum og sykurfalli (hundurinn
nemur lykt og varar eigandann við), að
bregðast við ákveðnum hljóðum fyrir
heyrnarskerta t.d. símahringingu, dyra-
bjöllu, barnsgráti, óvæntum hljóðum frá,
t.d. vatnsleka og óboðnum gesti, síðast en
ekki síst að veita andlegan, tilfinningaleg-
an og félagslegan stuðning.
Söguleg yfirlit á notkun dýra í
meðferðarskyni, stiklað á stóru
Að nota dýr sem þátttakendur í með-
ferðarlegum tilgangi er ekki ný hugmynd.
Til eru heimildir um að Forn-Grikkir létu
sjúklinga með ólæknandi sjúkdóma fara á
hestbak sér til andlegrar upplyftingar.
Hundar þeirra gengdu lykilhlutverki í
dýrkun á Asklepios (Aesculapius) syni
Apollos sem var guð lyfjafræðinnar og
læknisfræðinnar. Margir guðir Forn-Eg-
ypta í hundslíki komu og heimsóttu sjúka
menn og þrifu þá með tungunni sem hafði
mikinn lækningarmátt.
Sú hugmynd að hundar græði sár og
áverka á mönnum með því að sleikja þá
hefur stöðugt haldist við í kristinni trú.
Saint Roch sem jafnt og Asklepios birtist
venjulega í félagsskap hunds virtist hafa
fengið Iækningu á sárum sínum sem þjök-
uðu hann, með því að hundurinn sleikti
sár hans. St. Christopher, St. Bernard og
margir aðrir dýrlingar tengdust hundum
og margir höfðu orð á sér að vera græðar-
ar (Serpell 1986:74).
Eitt af fyrstu skiptum sem dýr voru
notuð í meðferðarskyni inni á stofnunum
átti sér stað í Englandi seint á átjándu öld
á frægu hæli þekkt sem Yourk Retreat
(„Yourk hælið“). Þessi hugmynd var hug-
arfóstur Williams Tuke sem var framsýnn
Kvekari. A Yourk hælinu var beitt óvenju-
Halla Harpa Stefónsdóttir ósamt Birtu
lega framsýnni meðferð miðað við þær að-
ferðir sem notaðar voru á öðrum stofnun-
um á þessum tíma. Vistmönnum var leyft
að klæðast sínum eigin fötum og þeir voru
hvattir til að stunda handiðnað, til að lesa
og til að skrifa bækur. Þeim var einnig
leyft að ganga frjálsir um á landareigninni
og í garðinum þar sem voru ýmsar teg-
undir af heimilis-dýrum, s.s. kanínur og
alifuglar sem sjúklingarnir voru hvattir til
að umgangast og hugsa um. Tuke trúði
því að dýrin hefðu þau áhrif að þau sköp-
uðu mannúðlegar kenndir og færði rök
fyrir því að sjúklingunum myndi aukast
sjálfsstjórn með því að hugsa um verur
sem eru veikari en þeir sjálfir (Serpell
1986:76).
Innan heilbrigðisþjónustunnar er ein
sú elsta heimild sem til er varðandi það að
nota dýr í meðferðarskyni sett fram af
sjálfri Florence Nightingale. Það var árið
1860 að hún getur þess að smádýr geti
reynst góður félagi þeirra sem veikir eru og
þá sérstaklega þeirra sem haldnir eru lang-
vinnum sjúkdómum. Við hjúkrunarstörf
sín bar hún litla uglu (sem hún nefndi
Athena) í vasa sínum og leyfði sjúklingum
að handfjatla hana, þar sem hún skynjaði
jákvæð áhrif þess fýrir þá sem veikir voru.
A árunum 1944-45 geta heimildir þess
að dýr séu notuð í meðferðarskyni. Við
' ieg!£Sif!f£í
■