Þroskaþjálfinn - 2003, Síða 12
hersjúkrahús í Paulinn, New York var
starfræktur búgarður á vegum Bandaríska
Rauða Krossins og flughersins, þar sem
sjúklingum er voru í endurhæfmgu var
falið að annast um dýrin. Sérstakar með-
ferðaráætlanir voru lagðar fram, en ekki
hafa fundist skráðar heimildir um árangur
meðferðarinnar. Eftir að seinni heimstyrj-
öldinni lauk var þessari starfsemi hætt
(Ásta B. Pétursdóttir 2000:10).
Vísindaleg skrif um gæludýr sem
„græðarar“, þ.e. að nota dýr í meðferðar-
legum tilgangi er mjög víðtæk. Boris
Levinson, bandarískur barnageðlæknir,
bjó til orðasambandið „gæludýrameðferð“
(„Pet Therapy“) árið 1964, í framhaldi af
athugun sem hann gerði þegar hann byrj-
aði að nota hundinn sinn í viðtalstímum
með nokkrum börnum með einhverfu. Af
tilviljun veitti Levinson því athygli að
hundurinn virkaði sem „ísbrjótur" þ.e.
hann rauf einangrunina sem börnin
sýndu. Að hundinum viðstöddum, gat
Levinson verið með, hundurinn kom á
stað skilyrðum til samskipta og þar með
gat Levinson hafið meðferð. Eins og fyrr
segir var Levinson ekki fyrsti vísindamað-
urinn til að rannsaka hagnýtingu dýra í
meðhöndlun geðröskunar eða annarrar
fötlunar. Áhuginn á því að nota dýr í með-
ferðarskyni nær aftur til upphafs tuttug-
ustu aldar og raunar fyrr, en Levinson var
fýrstur til að skrifa ítarlega um viðfangs-
efnið og er honum eignað það að vera
hvatamaður útbreiðslu rannsóknastarfa á
þessu efni (Starlife 2002).
Geðlæknarnir Sam og Elizabeth Cor-
son eru þeir fýrstu sem héldu áfram með
vinnu Livingons og útfærðu fyrstu gælu-
dýrameðferðina í háskólanum í Ohio fylki
í Bandaríkjunum árið 1977 (Starlife
2002).
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar sér-
staklegar á börnum með einhverfu. Þó
hafa nokkrir prófessorar sýnt því sérstakan
áhuga þá helst Dr. Francois Martin, frá
College of Veterinary Medicine, Was-
hington State University. Árið 1999 gerði
hann umfangsmikla rannsókn á tólf börn-
um með einhverfu. Hann rannsakaði áhrif
„meðferðar með hjálp dýra“ í samaburði
við tvö önnur hefðbundin meðferðar-
form. Börnin voru á aldrinum þriggja til
þrettán ára. Um var að ræða mikinn fjölda
af videoupptökum fjörutíu og fimm mín-
útna í senn á tveggja ára tímabili þar sem
vanur meðferðaraðili var viðstaddur.
Rannsóknin gekk út á það að hjá hverju
barni var skoðaður munur á orðaforða og
hegðun þegar annars vegar var um að ræða
notkun á; bolta, „tusku hundi“ og lifandi
hundi. Meðan flestir dýraaðdáendur
myndu álykta að það væri óþarfi að gera
samanburð á því að nota annars vegar, lif-
andi hund og hinsvegar bolta og „tusku
hund“ er þess krafist frá „læknasamtök-
um“ („the medical community“) að sanna
það að meðferðin hefur raunverulega
virkni. Til að sanna að notkun hunda í
meðferðarskyni hafi gildi var ákveðið að
skoða þrjátíu og fjögur atriði varðandi
orðaforða og sautján atriði varðandi hegð-
un.
Dr. Martin og hans rannsóknarlið
komust að þeirri niðurstöðu að rannsókn-
in gaf vísbendingar um mikið notagildi
hunda í „meðferð með hjálp dýra“ fyrir
börn með einhverfu. Börnin virðast vera
gáskafyllri með hundum, umhyggjusam-
ari og hlógu oftar í nærveru hunda. Enn-
fremur voru börnin líklegri til að halda
„sig við efnið“ í nærveru hunda, töluðu
minna um atriði ótengd verkefninu og
töluðu meira um hundinn sjálfan
(Thepetscaretrust 2002).
Hvers vegna að nota hunda í meðferð-
arskyni?
Að mínu mati er svarið við þessari
spurningu einfalt. Vegna uppruna hunds-
ins og þar með þess sem hann hefur feng-
ið í arf sem virðast vera einstakir eiginleik-
ar.
„Á þróunarferli frá úlfi til kjölturakka
hafa hundar öðlast einstaka gáfu til að
skynja fyrirætlanir manna. Samskipti herr-
ans og hundsins hafa haft mótandi, líf-
fræðileg áhrif á atferli hunda og eru vís-
indamenn fyrst núna að gera sér grein fyr-
ir þessum áhrifum, að því að fram kemur
í niðurstöðum nýrra beinarannsókna.
Mannfræðingurinn Brian Hare, sem gerði
samanburðinn, birti niðurstöður sínar í
tímaritinu Science.
Þessi óvenjulega félagsfærni hundanna
á ekki rætur að rekja til þjálfunar eða
reynslu, segir Hare. Hún er tilkomin
vegna þess að arfberar hafa mótast af sam-
skiptum við menn og hver einasti núlif-
andi hundur hefur fengið þetta í arf, að
því er sérfræðingar telja. „Við höfum skap-
að hundinn í okkar eigin mynd,“ sagði
þróunarerfðafræðingurinn Jasper Rine,
við Háskólann í Kaliforníu í Berkeley (Án
höfundar 2002:23).
Eins og fram hefur komið á síðustu
árum, hafa sönnunargögn leitt í ljós að
hundar og menn hafa lifað saman miklu
lengur en áður var talið. Erfðafræðisann-
anir benda til að við höfum byrjað að
halda hunda þegar við sjálf vorum safnar-
ar - veiðimenn, bjuggum í hellum og vor-
um að ná tökum á fýrstu orðunum. „Nátt-
úrulegt umhverfi hunda er í mennskri
fjölskyldu eða öðru mennsku samfélagi,"
segir Vilmos CsÁnyi frá Eötvös Loránd
háskólanum í Budapest. Þar sem menn og
hundar þróuðust saman telur hann að við
deilum vissu hugsanamynstri sem gerir
okkur kleift að lifa saman. „Hundar hafa
áhuga á tilfinningalegu og meðvituðu inn-
taki mannshugans og eru færir um að læra
og fara eftir reglum í félagsumhverfi
mannsins,“ segir CsÁnyi. (Halldóra Krist-
jánsdóttir 2001:34).
Hópur CsÁnyis er að skoða skilning
hunda á töluðu máli. Þeir fundu út að
fullþroska gæludýr skilji að meðaltali 40
orðatiltæki, sem yfirleitt gefur merki um
verknað. Þetta voru á bilinu 7 til 80 orða-
tiltæki. „Skilningur þeirra er ólíkur okk-
ar,“ segir CsÁnyi. „við notum orð sem
tákn, en þeir nota orð einkum sem merki
eða bendingar. „Þannig að hundar geta
t.d. unnið úr einföldum upplýsingum eins
og hvort þeir muni fá að fara út að ganga
og hver fari með þá (Halldóra Kristjáns-
dóttir 2002:20). Vegna alls þessa er að
mínu mati raunhæft og sjálfgefið að nota
hunda í meðferðarskyni.
Þessa eiginleika og kosti þarf að nýta
til þess að sem flestir njóti. Eiginleikar og
kostir hundanna eru einstakir. Því ekki að
nota þá í meðferðaskyni fyrir einstaklinga
sem eru einstakir þ.e. börn og unglinga
með einhverfu.
Uppruni hundsins
Eins og fram hefur komið er það stað-
reynd að af öllum dýrum, er hundurinn
tvímælalaust það dýr sem hefur aðlagað
sig best mannlegu umhverfi. Hundurinn
er einstakur, svo og aðlögun hans. Af
hverju er hundurinn svo einstakur? „Hvað
er það við atferli hundsins af öllum þeim
4.236 spendýrum sem guð skapaði, sem
gerir það að verkum að hann verður að
besta vini mannsins“ (Morris, Destmond
1986:13).
„Saga hundanna er rakin óralangt aft-
ur í tímann. Fyrstu heimildir um hunda,
einnig nútímahunda eru úr sögu Evrópu
og Asíu frá því fyrir 12-14 þúsund árum.
Lengi var talið að hundarnir væru af-
sprengi sjakala eða blöndu sjakala og úlfa.