Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 15

Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 15
netið mikið dl að fylgjast með nýjum straumum og stefnum. Eg hef þó fundið það að í mínu starfi þá starfa ég ekki við beina þroskaþjálfun. Langstærsti hluti starfsins fer í fjármálin, starfsmannahald og stefnumótun og sakna ég þess hversu fjarlæg ég er orðin þeim uppruna mínum. Mestu fræðsluna sæki ég í þá þroskaþjálfa sem með mér starfa. Er eitthvað sérstakt sem þig langar að koma áframfieri við þetta tœkifœri? Ég óska Þroskaþjálfafélaginu til ham- ingju með nýja formanninn. Þar er rétt manneskja á réttum stað og vonandi eig- um við eftir að heyra mikið til hennar á næstu árum og sjá miklar breytingar á starfi félagsins. Eg hef nokkrar áhyggjur af því hversu margir þroskaþjálfar í stjórnunarstöðum hafa lítið tækifæri til að rækta fagmanninn í sér þar sem stöðugt er verið að gera meiri kröfur til þeirra um góða þekkingu á rekstri og starfsmannamálum. Þetta verð- ur til þess að þeir eiga orðið erfiðara með að miðla sinni þekkingu sem þroskaþjálf- ar. Með einhverjum hætti þarf að sam- tvinna þetta. Einnig vona ég að þroskaþjálfum tak- ist að koma sér meira á framfæri sem fræðimenn, fyrirlesarar og kennarar þar sem þroskaþjálfun er í forgrunni. Viðtalið tók Hulda Harðardóttir. Aðalfundur Aðalfundur Þroskaþjálfafélags íslands verður haldinn fimmtudaginn 8. maí, n.k. og hefst kl. 17:00 á Grand hótel Reykjavík í Hvammi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður óskað eftir heimild fyrir stjórn félagsins til húsnæðiskaupa. Stjórnin

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.