Þroskaþjálfinn - 2003, Page 17
semi sem þar fer fram og þegar fjármagn
er af skornum skammti takast gjarnan á
rekstrarleg og fagleg sjónarmið. Umræðan
um hverskonar inngrip í líf fólks með fötl-
un er orðin almennari og krafa um að sett
verði Iagaákvæði um þvingun og valdbeit-
ingu í störfum með fólki með fötlun heyr-
ist æ oftar.
Það var ekki síst út frá þessari umræðu
og stöðu þroskaþjálfa sem yfirskrift starfs-
daganna sem haldnir voru á síðast liðnu
hausti var: Ltigaleg og siðferðileg viðmið
í nútímasamfélagi - starfsrammar
þroskaþjálfiuiar.
Starfsdagarnir hófust með því að
Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu Vesturlands, kynnti fyrir
okkur starfsemi svæðisskrifstofunnar og
bauð að því loknu upp á léttar veitingar.
Að því loknu var gengið til dagskrár. Fjall-
að var um starfsvettvang og fagumhverfi
þroskaþjálfa í lagalegu og siðferðilegu
samhengi og út frá því sjónarhorni unnið
að gerð starfsramma. Starfsrömmum þess-
um er ætlað að vera leiðbeinandi gagnvart
inngripum og siðferðilegum álitamálum
er tengjast þroskaþjálfun. Erindi voru flutt
af þroskaþjálfum sem þannig miðluðu
áfram þekkingu sinni og reynslu og lögðu
til efni sem nýtt var í umræður í hópum.
Þó ekki hafi náðst að ljúka gerð starfs-
ramma voru miklar umræður og góðar og
verður áfram unnið með þau gögn sem
þroskaþjálfar skiluðu af sér á starfsdögun-
um. Samþykktar voru ályktanir sem send-
ar voru til hlutaðeigandi aðila og þær jafn-
framt birtar á heimasíðu félagsins.
Starfsdagar ÞI voru að þessu sinni
haldnir á Hótel Borgarnesi og voru þátt-
takendur á starfsdögunum almennt
ánægðir með aðbúnað allan. Fjöldi þeirra
þroskaþjálfa sem tóku þátt að þessu sinni,
rétt eins og ávailt áður sýnir svo ekki verð-
ur um villst að full þörf er á því að halda
slíka daga.
Með félagskveðju,
Sólveig Steinsson
formaður fagráðs ÞI
Sólveig útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Is-
lands 1985
Starfaði sem deildarþroskaþjálfi á Kópa-
vogshAi 1985-90
Lauk framhaldsnámi frá Þ.S.I. 1991
Þroskaþjálfi á skammtímavistun 1991—93
Forstöðuþroskaþjálfi á sambýli 1993—98
Formaður og framkvæmdastjóri ÞI
1996-2002
Fjöhnennt (fullorðinsfræðsla fatlaðra) frá
2002
Hefur stundað framhaldsnám við KHI með
hléum frá 1998 og er að vinna að
mastersverkefni þessa dagana.
Fró
Siðanefnd
Síðastliðið vor voru endur-
skoðaðar siðareglur þroskaþjálfa
gefnar út í vasabroti og dreift til
félagsmanna. Margar fyrirspurnir
hafa borist um það hvort reglurnar
verði settar á form sem megi ramma
inn.
Nú getur siðanefnd upplýst það
að verið er að undirbúa prentun á
siðareglunum í A-4 stærð. Magnús
Björgvinsson þroskaþjálfi hefur
hannað útlit og uppsetningu sem
hentar vel til innrömmunar. Siða-
nefnd stefnir að því að þessi vinna
verði tilbúin fyrir næsta aðalfund.
Þess má geta að litla vasabrotið
vakti athygli og lukku í Danmörku á
samnorrænni námsstefnu félagsráð-
gjafa og þroskaþjálfa þar sem fjallað
var um siðfræðileg mál.
Þroskaþjdlfar
verið duglegir að senda inn
efni í blaðið.
Munið: X útgáfuráð
Alltaf gaman að hittast og slti á létta strengi