Þroskaþjálfinn - 2003, Page 18
Siðferðileg og lagaleg
álitamóí tengd inngripum
Unnið upp úr erindi Guðnýjar Stefánsdóttur sem flutt var á starfsdögum Þroskaþjálfafélags íslands 2002
Innlegg mitt byggði ég á gátlista frá
Norsk Atferdsanalytisk Forening (NAFO)
sem ég er félagi í, ásamt reynslu minni sem
ráðgjafi í atferlisíhlutun. Leitast er við að
draga fram fagleg viðmið og siðfræði
tengd íhlutun. Einnig vísa ég til hluta af
skilgreiningum starfsfélaga míns Tryggva
Sigurðssonar sálfræðings, á gæðum þjálf-
unar.
Þau atriði sem ráðlegt er að skoða við
ákvörðun og upphaf inngripa:
Eru marktnið inngripa nœgjanlega
ígrunduð?
Eru markmið þannig framsett að auð-
velt er að mæla/meta hvort þeim sé náð?
Hefur þroskaþjálfi/ráðgjafi tryggt að
þjónustuþegi eða umboðsmaður hans
skilji markmið t.d. með því að þjónustu-
þegi eða umboðsmaður hans endurtaki
markmið munnlega eða skriflega?
Eru aðilar (þroskaþjálfi/ráðgjafi og
þjónustuþegi/umboðsmaður) sammála
um markmið inngripa?
Er valin aðferð nœgjanlega ígrunduð?
Hafa útgefnar greinar, bækur eða
rannsóknir, sýnt fram á að valin aðferð
eigi við í þessu tilviki?
Ef ekki, finnst nokkuð ritað um að-
ferðina, er hún almennt viðurkennd leið?
Eru áhrif aðferðarinnar skoðuð í sam-
anburði við áhrif annarskonar aðferða?
Hefur þjónustuþegi tekið þátt í um-
ræðum um aðferðina?
Hefur umboðsmaður hans einnig tek-
ið þátt í þeim umræðum?
Er aðferðin opinberlega, réttarfarslega
eða faglega umdeild?
Hafa aðrar leiðir að markmiði (aðferð-
ir) verið kynntar ?
Er þátttaka þjónustuþega með hans
vilja? (Það er byggt á upplýstu sam-
þykki)
Guðný Stefánsdóttir.
Er fulltryggt að samþykki sé fengið án
þvingunar?
Hefur þjónustuþega eða umboðs-
manni hans verið gefinn kostur á að velja
á milli ólíkra aðferða/inngripa eða á milli
ólíkra meðferðaraðiia/þjálfa?
Getur þjónustuþegi eða umboðsmað-
ur hans dregið sig út úr meðferð án þess að
það hafi í för með sér fjárhagslegan skaða,
afnám sérréttinda eða aðrar óæskilegar af-
leiðingar ?
Persónuvernd
Hefur þjónustuþegi/umboðsmaður
hans verið upplýstur um hverjir hafi að-
gang að persónulegum trúnaðarupplýs-
ingum?
Eru trúnaðarupplýsingar/dagálar
geymdir í læstum hirslum?
Er tryggt að nafnleyndar sé gætt í um-
fjöllun um aðferðina?
Réttarstaða
Er réttarstaða þjónustuþega virt?
Hefur þörf íyrir umboðsmann verið
vel ígrunduð?
Ef inngrip hafa í för með sér aðgerðir
sem á einhvern hátt má flokka undir
þvingun eða valdbeitingu, eru til áætlanir
og samþykki þar að lútandi?
Faglegur bakgrunnur
Er þroskaþjálfinn eða meðferðaraðil-
inn til þess fallinn að sinna verkefninu?
Hefur þroskaþjálfinn eða meðferðar-
aðilinn fengið þjálfun og reynslu í vinnu-
brögðunum?
Ef aðrir koma að þjálfun, hafa þeir
fengið nægjanlega fræðslu og þjálfun?
Er gert ráð fyrir sérhæfðri ráðgjöf?
Ef reynslu eða þekkingu skortir, hafa
þjónustuþegi eða umboðsmaður hans ver-
ið upplýstir um þá þætti?
Ef þekking er ekki talin nægjanleg, er
þjónustuþega vísað á aðra sem hafa meiri
þekkingu ?
Ahrif inngripa
Hafa inngrip verið athuguð, skráð,
greind og metin þannig að skráning-
ar/úrvinnsla sýnifram á að inngrip séu
að skila vatntanlegum árangri?
Hafa skráningar eða mat á framvindu
verið aðgengilegt fyrir þjónustuþega eða
umboðsmann hans?
Tilvisun á aðra sérfrteðinga
Þar sem þjálfun eða meðferð hefur
ekki borið tilætlaðan árangur, er þjónustu-
þega vísað á annan hæfan sérfræðing?
Hefur réttur þjónustuþega til að fá
bestu fáanlegu þjónustu verið virtur?
Brot á réttindum
Ef á einhvern hátt hefur verið brotið á
réttindum þjónustuþega, hefur honum
eða umboðsmanni hans verið gerð grein
fyrir því?