Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 20

Þroskaþjálfinn - 2003, Qupperneq 20
Siðferðiíeg og lagaleg álitamól tengd þjálfunar- inngripum í líf fólks Unnið upp úr erindi Hróðnýjar Garðarsdóttur sem flutt var á starfsdögum þroskaþjálfa í Borgarnesi 7. og 8. nóvember 2002 Til að geta rætt á faglegan og hlutlæg- an hátt um nauðung og þvingun í starfi þá tel ég brýnt að skilgreina þurfi þessi orð þannig að allir hafi sama skilning þegar þau eru notuð í faglegri umræðu um íhlutun/inngrip í líf fólks. Almennt virðast ekki nákvæmar orða- skilgreiningar vera til aðrar en þær sem finna má í Orðabók menningarsjóðs og Orðaskrá úr uppeldis og sálarfræði 1994. Orðabók Menningarsjóðs: Þvingun: „nauðung, það að neyða, þvinga, kúgun“ Valdbeiting: „það að beita valdi“ Nauðung: e-ð óhjákvæmilegt, þving- un, kúgun: gera e-m nauðung =þvinga , neyða e-n til e-s. Orðaskrá úr uppeldis og sálmfrœði, íslensk málnefnd ‘94: Nauðung 1: Það að neyða mann til að breyta gegn vilja sínum. Nauðung 2: Það að vera neyddur til að gera eitthvað sér þvert um geð. Nauðung 3: Það sem maður er neydd- ur til að gera gegn vild sinni. I Noregi hefur hugtakið nauðung ver- ið skilgreint vítt þannig að um nauðung er að ræða þegar t.d. heilbrigðisstarfsmaður beitir inngripum sem skjólstæðingur mót- mælir og einnig ef aðgerðirnar geta talist innrás í mannhelgi hans þótt hann mót- mæli þeim ekki. I viðræðum mínum við fólk sem kem- ur að þessum málum í starfi sínu á einn eða annan hátt og hefur verið að velta þessum þætti starfsins fyrir sér þá mætti hugsanlega skipta þvingunum í grófum dráttum þannig: Líkamleg þvingun sem einnig getur falið í sér að vera læstur inni eða ferða- frelsi heft með öðrum hætti t.d að vera bundinn í stól. Þvingun með afli til at- hafna s.s baðast, bursta tennur o.fl. Að búa við ofbeldi frá öðrum t.d. sambýl- isfólki. Að lyfjagjöf sé stjórnað á þann hátt að lyf séu ýmist gefin í of stórum ellegar of litlum skömmtum. Kynferðisleg þvingun þar með talin nauðgun, kynferðisleg áreitni, ósæmi- leg hegðun gagnvart einstaldingi eða nauðung til þátttöku í kynferðislegum athöfnum. Andlegar þvinganir s.s niðurlæging, hótanir um meiðingar, að fá ekki að borða eða annað sem veldur viðkom- andi sársauka. Munnlegt ofbeldi, áreitni og aðfinnslur, eða að meina einstaklingi að verða fullorðinn. I Þvingun í formi vanrækslu sem getur jafnt verið líkamleg sem andleg og falið í sér þætti eins og vöntun á nauð- synlegri heilbrigðisþjónustu og hjálp- artækjum, synjun um fæði eða aðra nauðsynlega þætti daglegs lífs, synjun á menntun, boðskiptaleiðum, þroska- þjálfun eða meðferð sem væri einstak- lingnum til góðs. Fjárhagsleg þvingun t.d svik, misnotk- un á fjármunum og eignum. Hróðný Garðorsdóttir 1 Þvingun í formi skerðingar á sjálfræði eða með því að virða ekki óskir ein- staklings. Þátttaka í rannsóknum gerð án skriflegs samþykkis viðkomandi eða annarra sem málið varðar. Þetta er ekki tæmandi listi heldur ein- göngu dæmi um hvernig megi flokka þessi atriði til að auðvelda okkur að greina þau og gera okkur meðvitaðri um það sem þroskaþjálfar og aðrar stéttir sem vinna með líf fólks, geta staðið frammi fyrir í daglegu starfi. Þroskaþjálfar eins og fleiri stéttir hafa gert sér siðareglur til að samræma og gera sér enn betur ljóst hvað skuli leggja áherslu á í starfinu og hvaða grundvallar- reglum skuli fylgt. Eg ætla ekki að fjalla sérstaklega um siðareglur Þ.I. hér heldur benda á mikilvægi þess að hafa þær til hliðsjónar og tengja þær inn í daglegt starf og raunverulegar aðstæður. Þannig er bet- ur hægt að gera sér grein fyrir þeim áhersl- um og skyldum sem þroskaþjálfar hafa sammælst um að skuli í heiðri hafðar. Siðareglurnar, auk laga og reglugerða mynda ramma í vinnuumhverfinu og leggja þannig línurnar um hvernig starf- inu skuli háttað og hvaða viðhorf skuli ríkja. Erfitt væri að beita fagþekkingu til að bæta lífskilyrði og lífsgæði eða standa

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.