Þroskaþjálfinn - 2003, Page 25
Fullsetinn ráðstefnusalur af fólki hvaðanæva úr heiminum.
notkun. „Kveikja elda“, fólk með þroska-
hömlun, fjölskyldur þeirra og stuðnings-
fólk allsstaðar í heiminum er tilfinningar-
ríkt og fullt eldmóðs og því mjög megn-
ugt, þegar það sameinar krafta sína.
Ráðstefnan
Ráðstefnan sem haldin var í ráðstefnu-
miðstöð borgarinnar, „Melbourne Con-
vention Center“, var mjög fjölmenn, þátt-
takendur voru yfir eitt þúsund hvaðanæva
úr heiminum. Hún byggðist upp á aðal-
fyrirlestrum í sameiginlegum ráðstefnusal,
fyrirlestrum um ákveðin þemu í mismun-
andi málstofum með umræðum, mynd-
bandasýningum, listviðburðum og félags-
legri samveru. Fjölmargir fyrirlestrar voru
haldnir eða yfir 160 talsins og skiptust
þeir í nokkra málaflokka. A fyrsta degi var
opnunarhátíðin, á öðrum, þriðja og fjórða
degi voru fyrirlestrar og málstofur starf-
andi. Allt skipulag ráðstefnunnar var til
fyrirmyndar, dreift var ítarlegri dagskrá
með gagnlegum upplýsingum um ráð-
stefnuna, ásamt hefti með ágripum af
innihaldi fyrirlestranna.
Dagurinn hófst alltaf með einum aðal-
fyrirlestri sem fjallaði um eitt af yfirþem-
um ráðstefnunnar. Fólk með þroskahöml-
un stóð einnig fyrir listviðburðum sem yf-
irleitt fólu í sér ádeilu, skilaboð eða sið-
fræðilegar spurningar, s.s. um sjálfræði,
sjálfsákvörðunarrétt, fósturrannsóknir og
samlíf fólks með þroskahömlun.
Fyrsta aðalfyrirlesturinn „The Kiss of
Life“ fluttu þau A1 Etmanski og Vickie
Cammack frá Kanada. Þau fjölluðu um
LIFIÐ (LIFE), bæði á hagnýtan og heim-
spekilegan hátt, um þrá okkar eftir að lifa
góðu lífi og mikilvægi þess. Skilaboð
þeirra voru skýr, allir þrá gott líf og við
sem vinnum fyrir fólk með þroskahömlun
eigum að styðja það til að lifa góðu lífi.
Grundvallaratriði sé að bera virðingu fyrir
fólki með þroskahömlun og hlusta á þrár
þeirra og langanir. Gott líf endurspeglar
okkar innstu þrár. Við eigum að finna út
hverjar eru innstu þrár þeirra sem við
erum að aðstoða og hjálpa þeim til að
uppfylla drauma sína. Þannig fær fólk
virðingu fyrir sjálfum sér, öðlast lífsfyll-
ingu og verður hamingjusamt. Þau bentu
á að ef fólk elst upp við að aðrir tali fyrir
það, hætti fólk að hafa trú á því að það
hafi eitthvað um líf sitt að segja. Þetta eigi
við um flest fólk með þroskahömlun og
því þyrftum við að hvetja það til að hafa
skoðanir á lífi sínu og kenna því að tjá
þarfir sínar og langanir. Það geri miklar
kröfur til okkar sem veitum þjónustuna,
kallar á nýja hugsun og nýjar leiðir við út-
færslu hennar. Þau hvetja til þess að hug-
myndaflugið sé notað til að finna nýjar
leiðir og aðferðir til að aðstoða fólk með
þroskahömlun til að öðlast gott líf. Þau
trúa því að ef við spyrjum ekki nýrra
spurninga eigum við á hættu að festast í
gömlum lausnum. Þau segja að gott líf sé
kannski ráðgáta en það sé dásamleg ráð-
gáta sem leiði oklcur inn á nýjar brautir í
hugsun og gjörðum og besta leiðin sé að
nota líka hjarta og sál, ekki bara höfuðið.
Næsta dag var aðalþemað baráttan
fyrir FRELSI (Champions of LIBERTY)
flutt af átta fulltrúum „People First“, sam-
tökum fólks með þroskahömlun sem berj-
ast fyrir réttindum sínum. Michael
Aldridge, Nicholas Baker, Janette Hayes,
Lyall Whitehouse, Ranus Baker og Cheryl
Storey frá People First á Nýja Sjálandi
kynntu baráttu og aðferðir samtaka sinna
og bandamanna þeirra, til að þrýsta á yfir-
völd að loka Kimperley Hospital, 400
manna stofnun, þeirri stærstu fyrir fólk
með þroskahömlun á Nýja Sjálandi. Þau
gerðu það meðal annars með því að hitta
ráðherra félagsmála, skrifa í blöðin, safna
undirskriftum með lokuninni og síðast en
ekki síst með því að fara í kröfugöngu og
mótmæla fyrir framan þinghúsið. Árangur
baráttunnar var sá að ríkisstjórnin tók
ákvörðun um að leggja stofnunina niður.
Allir fyrirlesararnir áttu það sameiginlegt
að hafa á unga aldri verið sviptir frelsi og
lokaðir inni á stórum stofnunum, en feng-
ið tækifæri til að lcomast út í lífið aftur.
Þau vissu því af eigin raun hvað vistun á
stofnun þýddi fyrir frelsi og mannréttindi
fólks. Með þessari baráttu lögðu þau,
ásamt félögum sínum, sitt af mörkum til
að frelsa þá sem bjuggu á Kimperley frá
stofnanavistun og stuðla þannig að bætt-
um lífskjörum þeirra. Á eftir komu full-
trúar People First í Ástralíu, Doug
Pentland, Allan Robertson og Bob Usas
og sögðu sögu sína frá vistun á stofnun og
á hvern hátt líf þeirra gjörbreyttist til hins
betra við að flytjast þaðan út í samfélagið.
Máli sínu til stuðnings sýndu þau tvö
áhrifarík myndbönd, „Stolen lives“ sem
sýndi aðstæður fólks á stofnunum og
„Witness“ sem fjallaði um mann sem var
lokaður inni á ástralskri stofnun í 27 ár.
Skilaboð beggja hópanna voru skýr: „Lok-
um öllum helv... stofnununum“.
Þriðja daginn var aðalþemað MANN-
HELGI (SECURITY; A new Way of
Thinking about Competence, Con-
fidence, and Communication), erindi
flutt af Colleen Wieck frá Bandaríkjun-
um. Erindið fjallaði um þróun þjónust-
unnar við fólk með þroskahömlun, frá
einangrun til blöndunar og til þjónustu án
aðskilnaðar frá samfélaginu, miðuð að
fullri þátttöku. Hún benti á að yfirleitt
væri verið að þróa nýjar hugmyndir á
meðan þær eldri væru ennþá í fullu gildi.
Hún benti einnig á að þeir aðilar sem
vildu breytingar væru næstum alltaf utan-
að komandi aðilar eða ungt fóllc, vegna
þess að það sæi hlutina öðruvísi. Nýjum
hugmyndum væri gjarnan hafnað afþeim
sem vinna við og vilja verja gamla kerfið.
Andstæðingar breytinga hefðu yfirleitt til-
tækar hundrað afsakanir gegn því að prófa
breytingar; við höfum ekki tíma, ekki
peninga, of áhættusamt, af hverju eitthvað
nýtt núna, við erum of lítil, of stór, yfir-
maðurinn mun aldrei samþykkja þetta, of
25