Mosfellingur - 09.11.2023, Síða 2
Í þá gömlu góðu ...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
Héðan og þaðan
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti MosfelliNgur keMur út 30. NóveMber
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út mánaðarlega.
Það er dálítið merkilegt að fylgjast
með umræðunni um hvaða þjón-
ustu fólk vill í bæjarfélagið og hvað
ekki. Margir hafa kallað
eftir kaffihúsi og
stöðum sem bjóða
upp á meiri hollustu.
Í síðustu viku lokaði
kaffhúsið Gloría
sem starfrækt var í
glænýju húsnæði
í miðbæ
Mosfellsbæjar.
Svo spyr maður
kannski þá
sömu og
kölluðu eftir
kaffihúsi: „Fórstu oft þangað?“ Þá er
svarið oftar en ekki: „Ég var alltaf á
leiðinni að kíkja.“
Takk fyrir viðskiptin (sem voru eng-
in?). Ef við viljum að þjónusta dafni
þá verðum við líka að nýta okkur
hana. Við getum ekki bara heimtað
og heimtað á bakvið lyklaborðið.
Nú eru komnir þónokkrir hollustu-
staðir í bæjarfélagið og maður
krossar fingur að þeir lifi. Svo eigum
við líka flotta staði sem hafa verið
starfræktir síðustu árin og við getum
verið dugleg að sækja og mæla með.
Verslum í heimabyggð og stöndum
með þeim stöðum sem við viljum
hafa hjá okkur í Mosó.
Undir okkur komið
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
6 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ2
KIRKJUSTARFIÐ
Mosfellingar taka upp nágrannavörslu
Samvinna nágranna
Haldið var upp á aldarafmæli kvenfélags Lágafellssóknar í Hlégarði
Kvenfélag Lágafellssóknar 100 ára
KVENFÉLAG
LÁGAFELLSSÓKNAR
1909-2009
Í ritinu Saga byggðar - Mosfellsbær segir: Á árunum
1890-1910 voru ýmis samtök stofnuð og urðu mörg
mótandi fyrir samfélagið í Mosfellssveit á 20. öld.
Meðal þeirra var Kvenfélag Lágafellssóknar, stofnað
1909. Með stofnun félagsins eignuðust konur sókn-
arinnar kærkominn vettvang til að efla samkennd
og að sinna framfara- og góðgerðarmálum.
Mynd og texti: Mosfellingur 15. janúar 2010