Mosfellingur - 09.11.2023, Side 8

Mosfellingur - 09.11.2023, Side 8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. - Fréttir úr bæjarlífinu8 Stjórn FaMoS jónas Sigurðsson formaður s. 666 1040 jonass@islandia.is jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður s. 899 0378 hanna@smart.is Þorsteinn Birgisson gjaldkeri s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is ólafur Guðmundsson meðstjórnandi s. 868 2566 polarafi@gmail.com Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður s. 894 5677 igg@simnet.is Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður s. 896 7518 asath52@gmail.com FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Lions býður upp á blóðsykursmælingu Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ bjóða upp á fríar blóðsykursmælingar í Bónus Mosfellsbæ þriðjudaginn 14. nóvember, á Alþjóðlegum degi sykursýki, milli kl. 17:00 og 19:00. Sykursýki er oft falin en mikilvægt er að greina hana á byrjunarstigi svo koma megi í veg fyrir alvarlegar aukaverkanir. Sykursýki er efna- skiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Orsök sykursýki er ekki þekkt og sjúkdómurinn er ólæknandi en með réttri meðhöndlun er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum. Sykursýki 1 getur greinst hvenær sem er á lífsleiðinni. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem þýðir að líkaminn hefur brugðist við utanaðkomandi áreiti með myndun mótefna sem síðan taka þátt í að eyðileggja vissar frumur líkamans. Sykursýki af tegundinni 2 er vaxandi vandamál í heiminum öllum. Það er þó farið að hægja á greiningu nýrra tilfella á vissum svæðum eins og í hinum vestræna heimi en heildarfjöldinn sem er með þennan langvinna sjúkdóm er þó enn að aukast. Lionshreyfingin leggur hér lið. Þótt við þekkjum öll dæmi um að beinar blóðsykurmælingar hafi svipt hulunni af ógreindri sykursýki einstaklinga er ekki síður mikilvægt að fræða og vekja athygli almenn- ings með fjölbreyttum hætti. GaMan SaMan 9. nóv kl. 13:30 í borðsal Eirhamra Helgi R. Einarsson gleðigjafi mætir og tekur lagið með okkur og fær til sín gesti frá Blikabergi. Endilega komið og verið með okkur og syngjum sam- an. Kaffi selt í matsal á 500 krónur eftir sönginn. Allir velkomnir opið hús Menningarkvöld 2023 Diddú og Helga Bryndís í Hlégarði. Næsta Opna hús/menningarkvöld vetrarins verður í Hlégarði mánu- daginn 13. nóvember klukkan 20:00. Þar munu Diddú, sveitungi okkar, og Helga Bryndís, píanóleikari, flytja okkur dagskrá, sem verður algjört bland í poka í söngferð út um víðan völl. Kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er kr. 2.000 (posi er ekki á staðnum). Með kveðju, Menningar- og skemmtinefnd FaMos BaSar 2023 Hinn árlegi basar á vegum félags- starfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 25. nóv. kl. 13:30-16:00 inni í félagsstarfinu Hlaðhömrum 2. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Eftir basarinn verða þær vörur sem eftir eru til sölu í basarbúð- inni okkar í félagsstarfinu alla virka daga frá 11:00-16:00. Allur ágóði af seldum vörum fer til þeirra sem þurfa aðstoð í bænum okkar. Posi á staðnum. Kór eldri borgara Vorboð- arnir syngur fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal. Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum. StYrKjUM Gott MÁlEFnI Fyrir allan aldur, hittumst í Hlégarði Alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 í vetur. Hlégarður verður opinn fyrir allan aldur til að koma saman og njóta samveru og t.d. prjóna, spila, vefa, tefla, dansa og syngja. Endalausir möguleikar og ýmar heimsóknir og kynningar eru á dagskrá sem verða auglýstar síðar. Alltaf verður heitt á könnunni og hlýlegt að koma til okkar. Nýtum fallega Hlégarð til samveru. Ef þú hefur einhverjar góðar hugmyndir sem ættu heima í þessum samverustundum endilega hafðu samband við forstöðumann félagsstarfins Elvu í síma 6980090 eða elvab@mos.is lEIKFIMI FYRIR ELDRI BORGARA Alla fimmtudaga. Kennari er Karin Mattson og eru tveir hópar. Hópur 1 kl. 10:45 áhersla á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur. Hópur 2 kl. 11:15 almenn leikfimi, fyrir þá sem eru í ágætis formi. Leikfimin er gjaldfrjáls og liður í því að búa í Heilsueflandi samfélagi Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum. Öllum velkomið að mæta og vonum við svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina. GÖnGUHóPUr Minnum á flotta gönguhópinn okkar sem fer alla miðvikudaga frá Hlégarði kl. 10:30. Allir velkomnir í þennan frábæra félasskap Myrkvi gefur út plötu, Early Warning Early Warning er plata með Myrkva og Yngva Holm. Hún var upphaflega hugsuð fyrir Vio, hljómsveit sem þeir gerðu áður garðinn frægan með, og byggir m.a. á upptökum af fyrrum meðlimum sveitarinnar: Kára Guðmundssyni og Páli Cecil Sævarssyni. Seinna var Vio-nafnið lagt til hliðar og ákveðið að halda áfram undir formerkjum Myrkva. Platan er ákveðið uppgjör við fortíðina og markar þáttaskil í tón- listarferlum kumpánanna. Týndu árin, almennt óráð og alhugur eru þeim hugleikin en hljóðheimur uppvaxtaráranna, sitt hvorum megin við aldamótin, lifnaði við við gerð plötunnar. Nafn hennar, Early Warning eða Snemmbúin viðvörun, vísar í það sem kraumar undir yfirborðinu og gæti sprungið út með látum. Breiðskífan var tekin upp í stúdíói þeirra í Mosfellsdal, þar hafa þeir eytt drjúgum tíma sl. áratug. Tónlistin er gítardrifin, líkt og allt annað frá þeim drengjum, en hljóð- heimurinn er orðinn heilsteyptari og þróaðri. Lög plötunnar voru samin á þeim gríðarlega krefjandi tímabili í líftíma hvers bands, þegar sæluvíman frá upphaflega árangrin- um er horfin og menn þurfa að stíga aftur niður á jörðina. Hrútasýning í Kjósinni • Árangur metinn í sauðfjárrækt skjöldurinn í miðdal Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram 12. október í aftakaveðri. Þrátt fyrir það var metmæting en sýningin fór fram á Kiðafelli og voru þar veitt verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Þá fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sauðfjárdómarar frá RML sáu um mæl- ingar og dóma á gimbrum og hrútum. Sigursælir voru hrútarnir frá Miðdal og var það hrúturinn Ægir sem tryggði hreppaskjöldinn eftirsótta. Hyrndir lambhrútar: 1. sæti Miðdalur, 2. sæti Kiðafell og 3. sæti Kiðafell. Kollóttir lambhrútar: 1. sæti Miðdalur, 2. sæti Kiðafell og 3. sæti Miðdalur. Veturgamlir hrútar: 1. sæti Ægir frá Mið- dal, 2. sæti Hrútur frá Stíflisdal og 3. sæti Hrútur frá Flekkudal. M yn di r/ Bj ör n H ja lta so n Ólöf Ósk og HafþÓr í miðdal ásamt börnunum agnesi Heiðu og guðmundi ara og Hrútnum ægi

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.