Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 153 Framkvæmdastjóri lækninga Á Reykjalundi fer fram alhliða endur­ hæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla­ og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Um þjónustuna gildir þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalundar. Nánari upplýsingar um Reykjalund má finna á www.reykjalundur.is. Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi endurhæfingu ehf. Um er að ræða 100% starf. Allt að 50% hluti starfsins er þátttaka í klínískum verkefnum. Leitað er að leiðtoga með sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum en aðrir möguleikar gætu einnig komið til greina. Framkvæmdastjóri lækninga situr í framkvæmdastjórn Reykjalundar og heyrir undir forstjóra. Hann ber ábyrgð á læknisfræðilegri meðferð starfseminnar á báðum meðferðarsviðum Reykjalundar. Jafnframt er hann sviðsstjóri á meðferðarsviði 1. Hann skipuleggur og samhæfir faglegt meðferðarstarf í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra. Hann tryggir mönnun lækna í meðferðarteymum og vinnur að framgangi markmiða, stefnu og sýn Reykjalundar. Hæfnis- og menntunarkröfur • Íslenskt sérfræðileyfi. • Þekking og reynsla af endurhæfingarlækningum æskileg. • Menntun og/eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg. • Þekking á rekstri heilbrigðisstofnana. • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu. • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla. • Þekking og reynsla af mannauðsmálum. • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og metnaður í starfi. • Reynsla af vísindastörfum og kennslu er æskileg. Umsóknarfrestur er til 13. mars 2023. Umsækjendum er bent á að ráðið er í þetta starf, sem og öll störf í framkvæmdastjórn Reykjalundar, til 5 ára í senn með möguleika á framlengingu til 5 ára í hvert sinn. Upplýsingar um starfið veita Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri – gudbjorg@reykjalundur.is – sími 585 2143 og Pétur Magnússon forstjóri – petur@reykjalundur.is – sími 585 2140. Umsókn skal skilað til Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra Reykjalundar - gudbjorg@reykjalundur.is Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á www.reykjalundur.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.