Læknablaðið - 01.03.2023, Blaðsíða 36
152 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
Rafræn viðvera í Kína
Bergquist gegnir sem fyrr segir prófess-
orsstöðu í Kína. Þar hjálpaði hann við
uppsetningu nýrrar rannsóknarstofu og
byggingu spítala. „Það var undravert að
fylgjast með þessum framkvæmdahraða.
Aðeins í Kína er hægt að byggja spítala
á um þremur mánuðum eða svo,“ segir
hann. „Nú í heimsfaraldrinum hef ég
ekki náð að ferðast til Kína en sit rafræna
fundi. Ég hlakka til að komast aftur
þangað út seinna á árinu.“
Eins og þekkt er leggjast sjúklingar
með ME oft í rúmið. Hreyfing, sem
læknar mæli gjarnan með, geri þá verri.
Bergquist er í rannsóknarhópi sem leitar
að lífmerki fyrir ME/CFS. En telur hann
að viðeigandi meðferð finnist við ME í
framtíðinni?
„Já, ég tel það,“ segir hann. „Nú þegar
er fjöldi rannsókna í gangi. Það er enn
of snemmt að segja til um hvort árangur
næst en þær eru þó lofandi,“ segir hann.
Rannsóknir á meðferðum hafi ekki farið
fram en prófanir á hinu og þessu hafi far-
ið fram, auk þess sem sjúklingarnir sjálfir
hafi reynt ólík úrræði.
„En nú erum við komin á það stig að
kerfið er nægilega þroskað til að gera
stýrðar klínískar rannsóknir. Ég tel þörf
á því og miðað við það sem ég hef séð
mun hópur sjúklinga taka vel við en aðrir
munu ekki gera það og við verðum að
finna annan valkost, lyf eða meðferð, fyr-
ir hann.“ Innan 10 ára?
„Já,“ segir Jonas Bergquist og hlær.
„Það er alltaf öruggt að segja innan 10 ára
því innan þess tíma munu hvorki þú eða
ég muna eftir þessum orðum.“ En 5-10 ár
sé ekki óraunhæft.
Þekking sem eykst
„Ég hef sjálfur fylgst með í 10 ár og sé
stórkostlega aukningu og framfarir í
rannsóknum og klínískum skilningi á
sjúklingunum. Ég vona því innilega að
það verði fyrr. Þá hefur COVID hjálpað
okkur því við höfum getað safnað upp-
Ásgeir Jóhannesson og Jonas Bergquist á
Læknadögum. Mynd/gag
„75 ár síðan ég varð veikur en það var 14. nóvemb er 1948,“ sagði
Ásgeir Jóhannesson, fyrrum forstjóri Innkaupastofnunar til
þrjátíu ára, þegar hann hitti Jonas Bergquist prófessor á Lækna-
dögum. Jonas var þá nýkominn frá Akureyri þar sem hann
heimsótti gömlu heimavist Menntaskólans á Akureyri þar sem
nemendurnir lágu fárveikir af svokallaðri Akureyrarveiki.
„Það lá helmingurinn af vistinni,“ segir Ásgeir, sem var
heiðursgestur á málþingi um langvarandi eftirstöðvar sýkinga
á Læknadögum. „Það veiktust örugglega fleiri því margir voru
slappir og melduðu sig ekkert. Ég efast um að ég sé á skrá yfir
veika því ég var sendur heim til Húsavíkur,“ segir Ásgeir sem
fylgdist með fyrirlestri Jonasar.
Ásgeir var á fjórðu önn en hafði aðeins verið 6 vikur í
skólanum. Hann varð annar tveggja sem hættu námi vegna
eftirkastanna. „Enginn læknir með þekkingu á sjúkdómnum
talaði við mig. Þeir vissu ekki hvaða veiki þetta var. Þeir sögðu
mér ítrekað að taka aspirín. Það var eina lyfið við veikinni,“ lýs-
ir hann og hvernig hann hafi misst allan mátt. Hitastigið verið
um 33 gráður á morgnana þegar hann vaknaði. Púlsinn 34-36.
Jonas spyr hvort hjartað hafi ekki slegið hraðar þegar hann
reis upp á morgnana. „Jú, hjartslátturinn varð hraður,“ sagði
Ásgeir áður en hann grípur göngugrindina og gengur í átt að
salnum með Jonasi. Pásan frá og fleiri erindi á dagskrá.
„Ég náði mér aldrei fyllilega eftir þessi veikindi en hef þó
náð að lifa vel.“
Heiðursgesturinn Ásgeir smitaðist fyrir nærri 75 árum
lýsingum um sjúklinga og lífmerki,“
segir hann, og að hægt sé að yfirfæra
þekkinguna á milli sviða.
„Við vitum að þetta er COVID-sýking.
Vitum nákvæmlega hvenær sjúklingur-
inn smitaðist og höfum getað fylgt sama
sjúklingnum og horft á þróunina. Það
er einstakt og við ættum að læra af því
núna,“ segir hann. „Það mun pottþétt
hjálpa ME-samfélaginu.“ Þessi heimsfar-
aldur muni því skila einhverju góðu.
Bergquist, sem rannsakar nú einnig
langtímaáhrif COVID, benti á að 1% af
þeim sem smitist glími við langtímaein-
kenni. „Það er gríðarlegur fjöldi og hvert
og eitt okkar mun þekkja einhvern sem
þjáist,“ segir hann. „Sú staðreynd mun
skapa samkennd sem smitast yfir á ME
og eykur skilning á langtímaáhrifum
veirusýkinga.“