SÍBS blaðið - 01.06.2024, Page 5
5
2. tbl. 2024
Röskun á þyngdarstjórnun
Röskunin sem verður á þyngdarstjórnunarkerfum getur átt
uppruna sinn á mörgum stöðum. Til einföldunar má skipta
þessum truflunum í þrjá meginflokka. Stundum er það truflun
á starfsemi í fituvefnum, stundum verður truflun á stýri-
kerfinu í heilanum og stundum er truflun á starfsemi annarra
kerfa svo sem í efnaskiptakerfinu þar sem insúlín skipar
stóran sess eða truflun í meltingarvegi og þarmaflóru. Allar
þessar raskanir geta verið vegna innri þátta í líkamanum
sjálfum til dæmis á grunni erfða eða vegna utanaðkomandi
áhrifa svo sem vegna álags, áfalla, vannæringar eða svefn-
röskunar. Það sem gerir þetta líka flókið er að sjaldnast er
einn þáttur sem veldur trufluninni heldur samverkun margra
þátta og því oft erfitt að átta sig á því hvað er hvað. Þannig
svarar þyndarstjórnunarkerfi okkar breytingum á lífsháttum
á ólíka vegu en líkaminn okkar svarar líka sérhæfðum inn-
gripum svo sem lyfjum og efnaskiptaaðgerðum á ólíkan hátt.
Mig langar að nefna hér örfá dæmi um þætti sem geta raskað
starfsemi þyngdarstjórnunarkerfa okkar og vona að um leið
gefi það innsýn í hversu víðtækt og flókið þetta kerfi er.
Fituvefurinn sjálfur er merkilegt líffæri og hefur mikla
efnaskiptavirkni. Starfsemi fituvefjar, efnaframleiðsla fitu-
frumanna, bólguvirkni, insúlínónæmi og margt fleira getur
skapað sjúkdómsástand í fituvefnum sem aftur hefur marg-
vísleg áhrif á líkamsstarfsemina í heild. Rannsóknir síðustu
ára hafa sýnt að tegundir fitufruma eru mun fleiri en áður
var haldið og að fitufrumur geta framleitt mörg ólík efni. Í dag
eru þekkt yfir 600 efni sem fitufruma getur framleitt. Enn er
margt óljóst um af hverju þær senda frá sér svo mismunandi
skilaboð og hvaða kerfi eiga að fá þessi skilaboð en við erum
enn að læra. Eitt er víst að það hefur ekkert með persónuleika
einstaklingsins að gera. Þegar umframorka berst í líkamann
og upp kemur ósk um að geyma orkuna í formi fitusýra í
fitufrumum bregst heilbrigður fituvefur við með því að fjölga
fitufrumum þegar búið er að fylla það pláss sem til er. Þá eru
til staðar svokallaðar forstigsfitufrumur sem þroskast yfir í
fitufrumur. Þetta eru heilbrigðar frumur með heilbrigð efna-
skipti, þær ná að fanga þær fitusýrur sem til þeirra berast og
eru tilbúnar að láta þær frá sér aftur þegar þörf er á að ganga
á birgðirnar. Óheilbrigður fituvefur bregst hins vegar við
með því að stækka fitufrumurnar í stað þess að fjölga þeim.
Þyngdin er sú sama en starfsemin allt önnur. Þegar fitu-
frumurnar stækka óeðlilega mikið breytist starfsemi þeirra,
þær fara að framleiða óæskileg efni svo sem bólguþætti sem
hafa truflandi áhrif bæði inni í fituvefnum og utan hans. Þær
missa af fitusýrum sem þeim er ætla að geyma og fitusýrur
fara að safnast upp í líffærum utan fituvefs svo sem í lifur og
hjarta og trufla starfsemi þeirra. Súrefnisskortur, minnkað
insúlínnæmi, bandvefsmyndun og bólguástand myndast í
fituvefnum. Hér er kominn sjúkdómur í fituvefinn óháð stærð
hans og er ein birtingarmynd sjúkdómsins offitu.
Ef við lítum til heilans þá getur svokallaður undirstúku-
heiladinguls-nýrnahettu öxull raskast. Ef hann örvast leiðir
það til ýmissa breytinga í efnaskiptakerfinu okkar. Meðal
þess sem gerist er að streituhormónið kortisól hækkar,
insúlínviðnám eykst, svengdarhormónið ghrelin hækkar og
sedduhormónið leptin lækkar. Þannig stillir líkaminn sig á
fitusöfnun á meðan þetta ástand varir. Það sem getur valdið
örvun á þessum öxli er til dæmis streita, langvinnt álag, áföll
og langvinn svefntruflun. Þannig er mikilvægt að vinna að
bættum svefni og fá aðstoð til að draga úr streitu og afleið-
ingum áfalla ef ætlunin er að léttast. Annað kerfi heilans sem
getur raskast er svokallað verðlaunakerfi sem er ætlað til að
hvetja okkur til að borða og halda þannig lífi. Þetta kerfi er
auðtruflað í nútíma matvælaumhverfi þar sem samsetning
á gjörunnum mat er sérstaklega til þess gerð að ræsa þetta
kerfi og hvetja okkur til að borða meira.
Starfsemi í meltingarvegi getur einnig raskast. Sumir eru
með óeðlilega hraða magatæmingu þannig að skilaboð um
svengd eru miklu örari en eðlilegt er. Fjölmörg hormón eru
framleidd í meltingarvegi og hafa víðtæk áhrif meðal annars
á svengd og seddu. Efnaskiptaaðgerðir vegna offitu svo sem
magaermi og magahjáveita breyta samtali þessara hormóna
meltingarvegarins og stýrikerfis þyngdar í heila. Það gera
einnig sum lyf sem nú eru notuð til offitumeðferðar. Þessum
sérhæfðu meðferðum er ætlað að koma jafnvægi á þetta
samtal á ný eftir að það hefur raskast. Bakteríurnar í þarmaf-
lórunni okkar eru mjög valdamiklar þegar kemur að heilsufari
okkar og líðan og tengsl þeirra við stjórnun líkamsþyngdar er
engin undantekning. Rannsóknir hafa sýnt að þarmaflóra ein-
staklinga með offitu og þeirra sem hafa grannan vöxt er ólík.
Enn vitum við ekki allt um áhrif þarmaflórunnar en þó getum
við gengið út frá því að ef hún er einsleit þá er það ekki gott
fyrir okkar heilsu. Þannig er alltaf hagur að því að efla fjöl-
breytta þarmaflóru sem við gerum með því að borða vel af
trefjum og þá mismunandi trefjum því ekki hafa bakteríurnar
allar sama matarsmekk. Við getum einnig stutt við fjölbreytta
þarmaflóru með því að borða reglulega gerjaða matvöru svo
sem sýrt grænmeti eða hreinar sýrðar mjólkurvörur. Það sem
truflar þarmaflóruna er meðal annars svefnleysi, hreyfingar-
leysi, streita og trefjaskortur en einnig gjörunnin matur og
sætuefni. Með því að iðka heilbrigðan lífsstíl fáum við góða
þarmaflóru í bónus og heilsufarslegur ávinningur margfaldast.
C100 - M60 - Y0 - K10
C0 - M0 - Y0 - K15