SÍBS blaðið - 01.06.2024, Page 9

SÍBS blaðið - 01.06.2024, Page 9
9 2. tbl. 2024 1975 þegar umhverfi og sérstaklega matvælaumhverfi fer að breytast mjög hratt. En það er frá 1975 sem tíðni offitu og svonefndra lífstílssjúkdóma hefur legið hratt upp á við og ekkert lát er á. En hverjar eru þessar breytingar í umhverfinu sem tor- velda svona þyngdarstjórnun og góða efnaskiptaheilsu? Matvælaumhverfi - næring Mataræði hefur breyst alveg gífurlega mikið síðastliðna ára- tugi. Hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði hefur aukist mikið og neysla sykurs hefur margfaldast. Skyndibitastöðum fjölgar stöðugt og mun algengara er að kaupa mat tilbúinn. Neysla sykraðra drykkja hefur aukist mikið og síðustu ár hafa sætuefni náð mjög mikilli markaðshlutdeild. Þessi breyting á matvælaumhverfi og matarvenjum er ein stærsta ástæðan fyrir því að þyngdarstjórnun í nútíma umhverfi er orðin erfið. Það er því miður ekki svo einfalt að þetta snúist um að fólk innbyrði of mikið af hitaeiningum og hreyfi sig of lítið, þó það sé vissulega hluti af ástæðunni. Mannslíkaminn er mun flóknari en svo að hægt sé að setja upp einfalda reikniform- úlu fyrir innbyrtar hitaeiningar og brenndar hitaeiningar. Mun nærtækara er að horfa á mat sem skilaboð og hvernig áhrif hann hefur á frumurnar okkar og þessa flóknu lífeðlisfræði sem fjallað var um hér að ofan. Mannslíkaminn er gerður úr 36 þúsund miljörðum frumna. Í einfölduðu máli eru allar frumur í grunninn eins, en þær sérhæfa sig í ólíka vefi sem mynda svo líffæri. Inni í öllum frumum eru líffæri sem heita hvatberar. Hvatberar eru for- senda þess að við erum á lífi. Í hvatberunum fer fram frumu- öndun (súrefni sem við öndum að okkur) og hvatberar breyta þeirri orku sem við fáum úr mat í orkusameind sem nefnist ATP. ATP virkar svo sem gjaldmiðill inn í frumunni fyrir allri starfsemi líkamans, hvort sem það er að búa til prótein, gera við erfðaefni eða framleiða hormón. Hvatberar eru því orku- ver líkamans. Matur, innihaldsefni hans og sindurefni sem annað hvort myndast við niðurbrot óhollra matvæla eða berast úr umhverfinu hafa afgerandi áhrif á starfsemi hvat- beranna. Þegar hvatberar hætta að starfa eftir bestu getu þá birtist það í einkenni eða sjúkdómi í því líffærakerfi sem við á. Nútímaumhverfi gerir hvatberum erfitt fyrir á marga vegu. Röskun á starfsemi þeirra er nátengd röskun á þyngdar- stjórnunarkerfi líkamans. Hér á eftir koma helstu áhrif matvælaumhverfis sem torvelda þyngdarstjórnun, skipt upp í nokkra flokka. Gjörunnin matvæli Matvæli sem eru búin til úr mikið maukuðum eða unnum hrá- efnum. Þau innihalda yfirleitt mikið af aukefnum til þess að halda matvælinu saman, auka geymsluþol, gefa því ákveðinn lit, ákveðna áferð og bragðauka. Þessi matvæli innihalda yfir- leitt mikið af sykri og fitu og/eða sætuefnum. Þetta gerir mat- vælin mjög orkurík og oftast eru þau fremur snauð af góðum næringarefnum. Vinnslustig matvælanna, áferð og bragð gerir það að verkum að það er mjög auðvelt að neyta þeirra hratt. Þau frásogast hratt og einnig er tilhneiging til þess að ofneyta þeirra vegna þessara sömu þátta. Eins má færa góð rök fyrir því að vegna þessara sömu eiginleika spili þessi matvæli á verðlaunastöðina í heilanum sem tengist þyngdarstjórnunarkerfunum. Það myndast því löngun í þessi matvæli og neysla þeirra tengist gjarnan tilfinn- ingum, ofneyslu og algengt er að tengja þau við gæðastundir eins og „kósíkvöld“. Mjög mikið af öllum þeim mat sem auðvelt er að grípa sér tilbúinn í matvöruverslunum, söluskálum, bensínstöðum eða skyndibitastöðum flokkast undir gjörunnin matvæli. Fram- boðið af þessum matvælum er því mjög mikið. Á síðustu árum hafa verið birtar margar rannsóknir sem sýna fram á veruleg tengsl milli mikillar neyslu á gjörunnum matvælum og langvinnra sjúkdóma, svo sem offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki týpu 2, krabbameina, þunglyndis og fleira. Það er aukin athygli á þessu núna og munu því bætast við fleiri og ítarlegri rannsóknir á næstu árum. Vinnsla matvæla er mikilvæg og nauðsynleg til að tryggja öryggi og nægt matvælaframboð fyrir alla. Mikilvægt er því að rugla ekki saman unnum matvælum og gjörunnum matvælum. Ég hvet því fólk til að kynna sér til dæmis NOVA flokkunar- kerfið yfir matvæli sem getur gefið ágætis viðmið og svo má einnig benda á góðar greinar um gjörunnin matvæli í febrúar tölublaði SÍBS blaðsins 2024. Sykur og frúktósi Neysla á sykri hefur margfaldast síðustu áratugi og heldur áfram að aukast. Erfitt er að fá nákvæmar tölur yfir þetta og þær geta verið mismunandi eftir því hvernig viðbættur sykur er skilgreindur. Ýmsar tölulegar staðreyndir eru frá útlöndum og einnig hérlendis úr landskönnunum á mataræði Íslendinga. Fróðleg söguleg heimild um aukningu á sykurneyslu Íslendinga birtist í grein um arfgenga heilablæðingu í lækna- blaðinu 2022. Þar er stuðst við innflutningstölur á sykri sem má ætla að endurspegli neyslu landsmanna. Á tímabilinu 1840 til 1940 50-faldaðist innflutningur á sykri, úr 900 grömmum á mann á ári í 50 kílógrömm á mann. Heimildir eru fyrir því að neysla á frúktósa hafi aukist um allt að 3000 prósent á síðustu 100 árum. Sykurrík matvæli eru oftast orkurík og næringarsnauð. Regluleg neysla á sykurríkum matvælum virðist líka bæla bragðlaukana á þann hátt að það dregur úr ánægju við neyslu á öðrum mat, sem er sérstaklega mikilvægt í tilfelli barna. Eins hefur sykur víðtæk áhrif á efnaskipti líkamans sem ná langt út fyrir orkuinnihaldið. Viðbættur sykur er í mjög stórum hluta matvæla sem neytt er reglulega og á það líka við um mörg matvæli sem myndu þó almennt teljast holl vegna ann- arra góðra næringarefna sem þau innihalda. Strásykur eða hvítur sykur er svokölluð tvísykra sem kall- ast súkrósi. Hver tvísykra súkrósa er sett saman úr tveimur einsykrum, einum glúkósa og einum frúktósa. Þegar við borðum sykur þá brotnar súkrósi niður í meltingunni í glúkósa og frúktósa. Niðurbrot og áhrif þessara tveggja einsykra eru mjög ólík í líkamanum. Báðar hækka þær blóðsykur en á þeim er sá grundvallarmunur að allar frumur líkamans geta notað glúkósa sem orkugjafa, en ekki frúktósa. M i ð s t ö ð s í m e n n t u n a r C: 0 M:90 Y:100 K:0 C: 0 M:44 Y:100 K:0 C: 40 M:0 Y:100 K:0 C: 100 M:0 Y:0 K:0 C: 0 M:0 Y:0 K:65 C: 0 M:0 Y:0 K:100 CMYK litir

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.