SÍBS blaðið - 01.06.2024, Side 14
14
SÍBS-blaðið
Hjáveituaðgerð
Sveinn Hjörtur var orðinn meðvitaður um þörf á lífsstílsbreyt-
ingu - en vendipunkturinn kom þó nokkru seinna eða næst
er hann mætti til að gefa blóð í blóðbankanum. „Það hafði ég
gert reglulega um margra ára skeið, nema hvað í þetta skipti
mældist blóðþrýstingurinn hjá mér svo hár að hjúkrunar-
fræðingurinn vildi ekki tappa af mér neinu blóði heldur hvatti
mig til að fara beint til heimilislæknis míns og byrja að gera
eitthvað í málunum. Heimilislæknirinn fór yfir stöðuna með
mér - og þá var ég bara allt í einu kominn af stað í þetta hjá-
veituaðgerðarferli á maga. Ég tikkaði enda í öll boxin varðandi
skilyrðin fyrir að fara í svona aðgerð: Líkamsþyngdarstuðull-
inn (BMI) var alveg uppi í rjáfri, blóðþrýstingur var hár og
sykurinn líka þótt ég væri ekki kominn með sykursýki 2.
Ofan á mikla þyngd og offitu var ég kominn með ættgengan
sjúkdóm sem er þrenging í mænugöngum og miklir bak-
verkir. Það var farið að gerast hratt og ég kominn á hækjur
og að hluta til í hjólastól. Átti sem sé orðið mjög erfitt með
gang. Auk ástandsins á mér var saga um alvarlega sjúkdóma
í fjölskyldum mínum, pabbi dó eftir hjartaáfall og mamma úr
nýrnasjúkdómi. Ég var svo heppinn að heimilislæknirinn sýndi
mér einstakan skilning, gott viðmót og beindi mér áfram á
rétta braut í stað þess að segja mér bara að fara út og létta
mig, eins og svo margir fá að heyra.
Ég fékk viðtal hjá Erlu Gerði Sveinsdóttur offitusér-
fræðingi sem þá rak Heilsuborg og Hirti Gíslasyni skurðlækni
sem annast þessar hjáveituaðgerðir úti í Svíþjóð. Ég þurfti
svo að undirbúa mig mjög rækilega fyrir ferðina út, létta mig
og gaumgæfa mataræðið. En lykilatriðið í því öllu saman var
andlegi undirbúningurinn, hugarfarið, að stilla sig inn á það
sem væri í vændum. Ég fór því í eitt erfiðasta verkefnið - að
markþjálfa sjálfan mig! Þar kom verulega að gagni nám mitt
og störf sem markþjálfi. Ég skildi vel hversu miklu máli það
skiptir að undirbúa sig andlega undir þær breytingar sem fólk
á eftir að fara í gegnum við það að undirgangast hjáveituað-
gerð, því um leið og maður hefur ákveðið að breyta um lífsstíl
og áttað sig á hvað í því felst, þá kemur hitt í kjölfarið. Eins og
pabbi heitinn sagði: Ég vil, ég skal, ég ætla ... Þegar þetta er
komið inn þá gengur hitt upp. Ef fólk fer í þetta og hugsar: Já,
ég ætla að klára þetta - en er ekkert viss um hvað það eigi svo
að gera, þá gengur þetta ekki upp. Þá koma mistökin. Ég vann
alveg ofboðslega mikið í andlega þættinum, með góðri hjálp
að sjálfsögðu, talaði við fólk sem hafði farið í gegnum þetta og
undirbjó mig svakalega vel, þó ég segi sjálfur frá.“
Bið vegna Covid
Sveinn Hjörtur var orðinn klár í hjáveituaðgerðina þegar
kórónuveirufaraldurinn reið yfir snemma árs 2020 og flug-
samgöngur til útlanda lokuðust. „Ég bjó erlendis í stuttan tíma
og var í auglýsingaverkefni með erlendum aðilum þegar ég
varð fastur hér. Lendi í því að bíða bara og bíða eftir að kom-
ast út í aðgerðina. Biðin var þannig eiginlega það erfiðasta í
þessu ferli öllu saman.
Í september 2021 kom allt í einu gat fyrir flug til Svíþjóðar
og Hjörtur hringir í mig og býður mér að koma út til sín. Ég
rauk af stað í einum grænum og þetta reyndist verða hrika-
lega erfitt ferðalag. Ég var þarna aleinn á ferð, 170 kíló og
þurfti hálfpartinn að hlaupa alla þessa ganga á flugstöðinni
í Kaupmannahöfn, en þaðan er tekin lest yfir til Malmö. Ég
þurfti svo koma mér í lestina og labba úr henni á hótelið.
Daginn eftir fór ég labbandi, aftur aleinn, og var lengi að finna
sjúkrahúsið og var alveg orðinn örmagna er ég mætti loksins
þangað. Kófsveittur, hjartslátturinn alveg uppi í rjáfri, með
mikla bakverki og þrenginguna í mænugöngunum og ég að
fara í þessa stóru og miklu aðgerð. Það þurfti hreinlega að
byrja á því að róa mig niður, sem gekk reyndar fljótt og vel því
viðmótið hjá Hirti, sem tók á móti mér ásamt svæfingalækn-
inum Magnúsi Hjaltalín Jónssyni, var einstakt og skipti öllu.
Þótt ég sé stór og víkingur, þá var mjög erfitt fyrir mig að fara
einn í svona stóra aðgerð á erlendri grund. Ég var hræddur.
Mjög hræddur.
Það sem ég kveið meðal annars talsvert fyrir var svæf-
ingin, því ég hafði fótbrotnað fyrir allnokkrum árum og fengið
afar slæma svæfingu í þeirri aðgerð og vaknað mjög illa.
Lungun féllu saman og verkirnir miklir í fætinum. Ég ræddi
þetta sérstaklega við Magnús svæfingalækni og man að ég
bað hann sérstaklega um að vera hjá mér þegar ég vaknaði
eftir hjáveituaðgerðina. Sem hann og gerði og það létti ein-
hvern veginn mjög á öllu fyrir mig hversu vel ég kom út úr
aðgerðinni hvað þetta varðaði.
Ég var svo í tvo daga á spítalanum eftir aðgerðina og
kynntist þar fólki sem fór í gegnum sömu aðgerð og ég og er
enn í dag í sambandi við tvo þeirra. En þetta gerðist samt allt
á svo miklum hraða, sem er hættulegt og það finnst mér ekki í
lagi. Og þetta að fara einn út og einn heim. Maður vaknar ekk-
ert bara úr aðgerðinni og búinn að missa 50 kíló. Maður var
Víkingurinn vígalegi með stingandi úlfsaugun. Ljósm. Mariana MA.