SÍBS blaðið - 01.06.2024, Side 16

SÍBS blaðið - 01.06.2024, Side 16
16 SÍBS-blaðið Fitufordómar eru neikvæð viðhorf sem eru byggð á nei- kvæðum staðalímyndum í garð einstaklings og hópa sem eru í yfirþyngd. Mikill þrýstingur er í samfélaginu á að halda sér grönnum og álitið að grannur líkami sé tákn um að vera heilsusamlegur á meðan það að vera með umfram fituvef er tengt við að einstaklingurinn sé agalaus og latur. Þessar miklu kröfur frá samfélaginu stuðla að fitufordómum. Sá sem passar ekki í normið er talinn latur, gráðugur og óheilbrigður. Einstaklingar sem lifa með sjúkdóminn offitu upplifa oft fitu- fordóma. Fordómar birtast meðal annars í fjölmiðlum, skólum, vinnustöðum og í heilbrigðiskerfinu. Einstaklingur með offitu er talinn latur, óábyrgur og skorti sjálfsaga þrátt fyrir að rannsóknir sýni að erfðir, umhverfi og samfélag eigi stóran þátt í þróun sjúkdómsins. Þegar umræðan snýst um holdafar, offitu eða lyf til meðferðar í fjölmiðlum er talað um megrunar- lyf frekar en lyf til meðhöndlunar á sjúkdómi. Algengt er að myndefnið sé af höfuðlausum einstaklingum með bert á milli og að einstaklingurinn haldi á hamborgara sem vísar í að einstaklingurinn borði einungis skyndibita og offitan sé þar af leiðandi hans sök. Áhrif fitufordóma Sýnt hefur verið fram á að fitufordómar hafa neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, hegðun og félagslega hegðun hjá einstaklingum sem eru of þungir. Jafnframt stuðla for- dómarnir að lélegu sjálfsmati, þunglyndi, kvíða, minni líkams- rækt, tilfinningalegu áti og því að einstaklingurinn borðar ekki fyrir framan aðra heldur í laumi. Þeir sem upplifa fitufordóma eru seinni að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á, upplifa einmanaleika sem leiðir til þess að þeir draga sig til baka félagslega. Fordómar varðandi þyngd og sú trú að allir eigi að vera grannir, geta ýtt undir neikvæða sjálfsímynd og óánægju með líkamann og þar af leiðandi óheilbrigt samband við mat eins og lotuofát og lotugræðgi. Rannsókn Tylka og fleiri sýndi að þeir sem upplifa fordóma varðandi þyngd eru 2,5 sinnum líklegri til að þyngjast. Einnig kom fram að tveir þriðju upp- lifðu fordóma frá læknum og rúmur helmingur frá hjúkrunar- fræðingum. Nýleg rannsókn sýndi að það tekur að meðaltali 6 ár fyrir einstakling með offitu að opna samtalið við heil- brigðisstarfsfólk um að fá viðeigandi meðferð. Fitufordómar hafa neikvæð áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og hindra lýðheilsumarkmið. Staðan á Íslandi Í dag er viðurkennt að offita sé sjúkdómur en á sama tíma er meðferð vegna sjúkdómsins ekki að fullu viðurkennd. Það er ekki meðferð við offitu að segja einstaklingi að megra sig eða borða minna og hreyfa sig meira. Einstaklingur í yfirþyngd getur verið hraustur og í góðri þjálfun og það eru ekki allir í stórum líkama með sjúkdóminn offitu. Offita er flókinn sjúkdómur sem snýr að því að einstakl- ingur er með ójafnvægi í hormónakerfi líkamans sem stuðlar að umfram fituvef. Það snýst ekki um leti eða stjórnleysi. Erfitt getur reynst að fá lyf sem sem er vísindalega viður- kennt sem meðferð í meðhöndlun á offitu nema að einstakl- ingurinn fjármagni það sjálfur. Gefur það vísbendingu um viðhorf að það sé einstaklingum sjálfum að kenna að hann sé of þungur. Er mögulegt að heilbrigðiskerfið telji með því að það sé einstaklingnum að kenna að hann sé með offitu? Jafnframt þykir ásættanlegt að þeir einstaklingar sem þurfa á efnaskiptaaðgerð að halda þurfi að fara erlendis til að fá meðferð þrátt fyrir að hægt sé að framkvæma þær aðgerðir hér á landi. Afhverju sjúklingasamtök SFO, samtök fólks með offitu og aðstandenda þeirra var stofnað 4. mars 2023 á alþjóðlegum degi offitu. Markmið félagsins er að fræða félagsmenn og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn offitu. Jafnframt að efla tengsl milli fólks með sjúkdóminn offitu og heilbrigðisstarfsfólks og þar af leiðandi stuðla að betri þjónustu við fólk með sjúkdóminn. Með auk- inni fræðslu er unnið að því að minnka fitufordóma. Samtökin styðja einstaklinga til að koma aftur á félagslegum tengslum, Grein Rut Eiríksdóttir varaformaður SFO og hjúkrunarfræðingur Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO Fitufordómar

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.