Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 06.03.2024, Blaðsíða 4
w Fermingargjöfin fæst hjá okkur Boss sólgleraugu frá kr. 21.200 Opið virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–15. www.reykjanesoptikk.is Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra fjármála á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfa 450 einstaklingar í 250 stöðu­ gildum. Stofnunin veitir íbúum Suðurnesja fyrsta­ og annars stigs heil­ brigðisþjónustu. Fram undan er endurskoðun á þjónustuferlum sem og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Leitað er að einstaklingi með þekkingu á opinberum fjármálum, reynslu af fjármálastjórnun, áætlanagerð og uppgjöri, greiningarvinnu og framsetningu fjármálaupplýsinga. Framkvæmdastjóri fjármála heyrir undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Helstu verkefni og ábyrgð • Framkvæmdastjóri fjármála ber ábyrgð á að bókhald sé fært á réttum tíma í samræmi við reglur Fjársýslu ríkisins þannig að fjárhagskerfi ríkisins gefi rétta mynd af fjárhagsstöðu stofnunarinnar • Ber ábyrgð á greiningu og miðlun fjárhagsupplýsinga • Stuðlar að hagkvæmum rekstri, í samræmi við samþykktar áætlanir • Tryggir réttar og tímanlegar fjárhagsupplýsingar, tilkynna og skýra frávik frá rekstri • Ráðgjöf um úrbætur í rekstrarlegum málefnum • Samantekt og skil á mánaðarlegum útkomuspám • Eftirlit með innkaupum og kostnaði tengdum samningum • Önnur tilfallandi verkefni sem forstjóri felur viðkomandi Framkvæmdastjóri fjármála Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, fjármálastjórnunar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af áætlanagerð og rekstrargreiningu • Þekking á áætlunar­ og bókhaldskerfi ríkisins er kostur • Starfsreynsla úr sambærilegum störfum æskileg • Hæfileiki til að miðla efni til stjórnenda og starfsfólks og ytri aðila • Þekking á opinberum innkaupum og samningagerð • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Faglegur metnaður, frumkvæði, samstarfshæfni og jákvætt hugarfar Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn • Ítarleg náms­ og starfsferilskrá • Kynningarbréf með rökstuðningi um hæfni til að gegna stöðunni • Afrit af prófskírteinum á pdf formi • Upplýsingar um umsagnaraðila sem má hafa samband við Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála­ og efnahags­ ráðherra hefur gert við viðkomandi stéttarfélag. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi 1. apríl 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2024. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Netfang; gudlaug.rakel.gudjonsdottir@hss.is Skáldasuð er ný ljóðahátíð sem haldin verður í Reykjanesbæ dagana 7. -21. mars nk. Þessi litla ljóðahátíð er hugarfóstur myndlistar- mannsins Gunnhildar Þórðardóttur sem er einnig ljóðskáld. Há- tíðin hefst fimmtudaginn 7. mars á Bókasafni Reykjanesbæjar með opnun á myndverkum Gunnhildar tengdar ljóðaverkefnum hennar en sýningin nefnist Kjarni þar sem listamaðurinn sýnir eins konar kjarna af sínum verkum en höfundur vinnur jafnt í texta sem lista- verkum bæði tví – og þrívíðum. Á sama tíma hefst fyrsti upplestur Skáldasuðs þar sem Gunnhildur mun einnig stíga á stokk ásamt fríðum hópi ljóðskálda þeim Antoni Helga Jónssyni, Valdimar Tómassyni, Guðmundi Brynjólfssyni og Ólafi Sveini Jóhannssyni. Annað upplestrarkvöld verður í bókasafninu 14. mars kl. 17. Nánar má lesa um það og fleira þessu tengt á vf.is. Skáldasuð – lítil ljóðahátíð á Suðurnesjum Sýning, upplestrar og smiðjur 7. - 21. mars Konráð Lúðvíksson læknir segir sögur á sagnastund Sagnastund á Garð- skaga verður haldin laugardaginn 9. mars 2024 kl 15:00. Konráð Lúðvíksson læknir segir frá móðurætt sinni og mannlífinu á Hafur- bjarnarstöðum og ná- grenni með fulltingi bróður síns, Vilhjálms. Vilhjálmur á Hafurbjarnar- stöðum var afi þeirra bræðra. Þá var búskapur á Hafurbjarnar- stöðum, Kolbeinsstöðum, Kirkju- bóli og í Vallarhúsum. Næg verk- efni fyrir sumarpilta. Hákon Vilhjálmsson bóndi og umfangsmikill fuglamerkjari. Hestum beitt fyrir vagna og hey- tæki. Sagt frá horfnum heimi og eftirminnilegum persónum. Allir velkomnir á Garð- skaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið. Léttar veitingar í boði. Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga Frá Hafurbjarnarstöðum, milli Garðs og Sandgerðis. Konráð Lúðvíksson verður gestur sagnastundar á Garðsakga nk. laugardag og segir sögur frá svæðinu. Ræða hugmyndir um varðveislu báts- ins Hugins í Vogum Erindi frá Minja- og sögu- félagi Vatnsleysustrandar hefur verið lagt ásamt grein- argerð til bæjarráðs Sveitar- félagsins Voga um varðveislu bátsins Hugins í Vogum. Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið er snertir varðveislu bátsins Hugins og kostnaðaráætlun frá Minjafélaginu áður en tekin verður ákvörðun um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Þá kemur fram að með vísan til ákvörðunar bæjarstjórnar dags. 31.08.2022 getur bæj- arráð ekki orðið við erindinu hvað Hafnargötu 101 varðar. Birgir Örn Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls og tók Björn Sæbjörnsson við stjórn fundarins. vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á 4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.